Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 BÍLAR 7 Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi Þrátt fyrir aukinn tækni- og ör- yggisbúnað í bílum sem ætlað er að gera þá öruggari í umferðinni hefur hún ekki séð við mann- legum mistökum bílstjóra. Tækninni hefur til að mynda mistekist að hindra aukningu aft- anákeyrslna í umferðinni, sam- kvæmt nýjum rannsóknum trygg- ingafélagsins Accident Exchange. Þar kom í ljós að aftanákeyrslur hafa aukist um 7% á und- anförnum þremur árum, en félag- ið segir tjón að jafnaði 2.000 sterlingspund, jafnvirði 380.000 króna, í hverju þeirra. Mikill meirihluti aftanákeyrslna á sér stað á hægri ferð í borgum og bæjum. Eftir sem áður eru þær þriðjungur allra umferðaróhappa. Þrátt fyrir tilkomu árekstr- arvara í bílum, öflugar bremsur og hemlakerfi með læsivörn hef- ur aftanákeyrslunum fjölgað jafnt og þétt frá 2011. Í nýjum bílum frá Audi, Ford, Honda, Mazda, Skoda, Volvo og fleiri bílsmiðum er nú að finna – ekki þó alltaf sem stað- albúnað – öryggiskerfi sem getur tekið völdin af ökumanni og bremsað til að koma í veg fyrir aftanákeyrslu. Yfirmaður hjá Accident Ex- change, Liz Fisher, segir að engin augljós skýring sé á aukningu aft- anákeyrslna þar sem á vegunum sé fullt af öruggari og mun þró- aðri bílum sem jafnvel séu búnir tæknibúnaði til að auðvelda öku- manni að forðast árekstur. „Það mætti ef til vill halda því fram að með aukinni netvæðingu í bílum sé fleira til að trufla ökumann en bara farsímar og plötuspilarar.“ agas@mbl.is Aftanákeyrslum fjölgar þrátt fyrir varnarbúnað Búnaður til að hindra aftanákeyrslur hefur ekki leitt til fækkunar þeirra. V ið síðustu áramót voru 4.980.051 ökutæki á norsku ökutækjaskránni og vantaði lítið upp á að hlutfallið væri einn bíll á hvern Norðmann, en þeir töldust vera 5.109.056 er árið 2014 gekk í garð. Ökutækin eiga fljótt eftir að verða fleiri en hausarnir því töl- fræði norsku vegamálastofnunar- innar og mannfjöldaskrárinnar sýna að bílum fjölgar hraðar en mannfólkinu í Noregi. Og þessar skrár leiða einnig í ljós hvaða fólksbílar eru fjöl- mennastir á vegum konungsrík- isins hins norska. Sigurvegarinn, ef svo mætti segja, sker sig úr fjöldanum, en algengasta mód- elnafnið á ökutækjaskránni er Volkswagen Golf. Alls rúlluðu 120.622 Golf-bílar á vegunum í Noregi í ársbyrjun, en þar hafa þeir verið algengir í fjóra áratugi, frá því 1974. Í öðru sæti er annar bíll úr smiðju Volkswagen, Passat. Af þessu módeli, helsta fjölskyldubíl undanfarinna ára í Noregi, voru 89.576 á skránni um áramótin. Heimsins söluhæsti bíll um dagana, Toyota Corolla, er í þriðja sæti í 69.095 eintökum. Á heimsvísu hafa rúmlega 60 millj- ónir Corolla verið seldar um dag- ana en þetta nafn mun smám saman fjara út á norsku bíla- skránni því Toyota skipti um nafn á Corollu fyrir nokkrum árum og nefnir bílinn nú Auris. Ólíkt hefur VW farið að og haldið tryggð við gömlu góðu nöfnin, Golf og Pas- sat. Í fjórða sæti og skammt á eftir Corolla er önnur góð og gegn Toyota, Avensis, í 66.941 eintök- um. Mörgum kann að koma bíll- inn í fimmta sætinu á óvart. Þar er um að ræða Mercedes-Benz af E-gerð, en á norsku skránni voru 56.566 eintök af þessum bílum. Hann endist vel og hefur verið lengi á skránni. Í sætum sex til tíu voru svo Audi A4 (54.327 eintök), Volvo S70/V70 (51.133), Toyota Yaris (49.609), Ford Mondeo (48.606) og Ford Focus (48.298). agas@mbl.is Golf heldur áfram að gera það gott Mest af Golf á vegum Noregs Volkswagen Golf hefur þjónað Norðmönnum vel í fjóra áratugi og ekki sér fyrir endann á vinsældunum. Röng og alltof hátt glymjandi tónlist – harðir og áreitnir tónar og alltof hraður taktur – kallar fram púkann í bílstjórum. Rétt tónlist og ekki of hátt stillt bætir hins vegar ökumenn, gerir þá blíða sem engla og nærgætna. Þetta eru niðurstöður ítrek- aðra rannsókna, nú síðast á veg- um bílaleigufyrirtækisins Eu- ropcar í Svíþjóð. Fékk það hljóðfræðing og tónlistarfram- leiðanda til að leggja í púkk og búa til safn tónverka undir heit- inu „Sounds for Driving“, eða aksturshljómar. Var þeim ætlað að gera leigjendur bíla hjá Eu- ropcar að betri bílstjórum. Tónlist þessi hefur verið í öllum bílum bílaleigunnar frá í apríl og þykir hafa gefið góða raun. Lögin voru að minnsta kosti átta mín- útna löng og samin með tilliti til aksturs við sjö mismunandi að- stæður. Til dæmis allt frá róleg- heitaakstri í dreifbýli til hrað- brautaaksturs og svo í innanbæjarakstri. Rannsóknir hafa almennt leitt í ljós að hæfni mannsins til að leysa úr vandamálum eykst um allt að 30% í réttu hljóðumhverfi. Sannað þótti í rannsókn við Me- morial-háskólann í Nýfundna- landi í Kanada að hávær tónlist yki viðbragðstíma ökumanna um allt að 20%. Ennfremur að taktur umfram 60 slög á mínútu skerti akstursfærni ökumanna og þar með umferðaröryggi. Hin vísindalega útskýring á þessu er að mismunandi teg- undir tónlistar hafi áhrif á geðs- lag fólks, virki á þann hluta taugakerfisins sem stýrir ósjálf- ráðri hegðun mannslíkamans. „Röng“ músík gæti örvað hjart- slátt og aukið blóðþrýsting og kallað fram aukna losun stress- hormóna. „Rétt“ tónlist kalli hins vegar fram aukna losun dópam- íns er kallar fram gleði eins og yf- ir góðum árangri, sigri. Takthraði tónlistarinnar hefur einnig áhrif. Hröð, æpandi og hörð hrynjandi getur leitt til þess að ökumaður aki skrykkjótt, stígi fastar og fastar á bensíngjöfina og aki því umfram hámarks- hraða. Róleg músík og lág- stemmdari, svo sem klassísk tón- list, hefur þveröfug áhrif og kallar fram doða hjá bílstjóranum. Lyk- illinn að góðum og öruggum akstri sé því að finna rétta jafn- vægið, einhvers staðar þarna á milli. agas@mbl.is Tónlist hefur hefur áhrif á aksturinn Rétta músíkin kallar fram betri bílstjóra Tónlist hefur áhrif á manninn sem undir stýri situr, að því er virðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.