Morgunblaðið - 10.06.2014, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014
8 BÍLAR
Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna
þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.
með allt fyrir bílinn
Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is
Opið
mánudaga til
fimmtudaga
8-17
föstudögum
8-15
Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520
bilajoa.is
S
portbílafyrirtæki McLaren, McLaren Au-
tomotive, er í mikilli sókn og það hefur
náð þeim árangri að skila bæði rekstr-
arhagnaði og hagnaði fyrir skatta árið
2013.
Þetta þykir góð frammistaða á aðeins þriðja
starfsári fyrirtækisins, en fyrsti sportbíllinn rann úr
smiðju þess árið 2011.
Hagnaður fyrir skatta í fyrra nam 4,5 milljónum
sterlingspunda, um 855 milljónum króna, veltan
nam 285,4 milljónum punda og hagnaður af rekstri,
fyrir fjármagnsliði, 12,4 milljónum punda.
„Frá byrjun hefur afkoma McLaren Automotive
verið umfram áætlanir og betri en keppinautanna.
Við höfum sett ný viðmið á sportbílamarkaði með
úrvali módela sem rofið hafa múra vegna tækninýj-
unga,“ segir Ron Dennis, framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins og formaður stjórnar McLaren Group og
McLaren Automotive.
„Að skila hagnaði svo árla á lífdögum fyrirtæk-
isins er mikil viðurkenning fyrir hið frábæra starfs-
lið McLaren Automotive og endurspeglar þeirra
mikla framlag til starfseminnar,“ segir Dennis.
agas@mbl.is
Ofurbílar á fljúgandi ferð
McLaren P1 bíllinn er griðungur mikill.
Ljósmynd/McLaren
Afkoma McLaren Automotive hefur verið með miklum ágætum, ef ekki ólíkindum.
McLaren í gróða á
aðeins þriðja starfsári
N
ýskráningar bifreiða í
Bretlandi hafa aukist
mánuð frá mánuði í
rúm tvö ár. Nýliðinn
maímánuður var sá 27. í röð
sem nýskráningar aukast frá
sama mánuði árið áður.
Þetta hafði ekki gerst frá því á
tímabilinu frá maí 1987 til júní
1989 en þá jukust sambærilegar
nýskráningar 26 mánuði í röð.
Alls voru nýskráðir 194.032
bílar í Bretlandi í maí sem er
7,7% aukning miðað við maí í
fyrra. Mike Hawes, formaður
samtaka fyrirtækja í bílgreinum
(SMMT), segir þróunina end-
urspegla trú neytenda á fram-
tíðina og þeir hafi laðast að nýj-
um bílum sem búnir eru
nýstárlegum tæknibúnaði og eru
sparneytnari.
Ford Fiesta seldist mest allra
módela í Bretlandi í maí og
sömuleiðis fyrstu fimm mánuði
ársins. Bíll þessi hefur lengi ver-
ið í toppsæti sölulistanna þar í
landi. Volkswagen Golf var
næstsöluhæsti bíllinn í maí, rétt
á undan Vauxhall Corsa.
Í öðru sæti fyrir allt árið er
hins vegar Ford Focus með
37.355 bíla miðað við 58.940
Fiesta. Corsa er í þriðja sæti
(34.324), Golf fjórða (31.596),
Vauxhall Astra í því fimmta
(26.062) og Nissan Qashqai í
því sjötta (20.834).
Á tíu ára tímabili frá 2004 til
2013 jókst hlutdeild bíla með
felgum úr málmblöndu sem
staðalbúnað úr 65% í 87,1%. Þá
var loftræstikerfi staðalbúnaður
í 95,4 nýskráðra bíla 2013 en
75,3% bíla árið 2004.
agas@mbl.is
Fiestan flýgur út í Bretlandi
Aukning 27
mánuði í röð
Ford Fiesta selst feiknavel í Bretlandi og hefur gert um langan aldur.
Það hefur vakið athygli, þegar
skoðaðar eru tölur yfir bílasölu í
Noregi það sem af er ári, að
þriðja söluhæsta módelið eru
bílar af gerðinni BMW.
Aðeins bílar frá Volkswagen og
Toyota hafa selst betur. Það sem
kemur BMW til góða er að Norð-
menn eru duglegastir allra þjóða
að kaupa rafbíla. Þar stendur
þýski bílsmiðurinn vel að vígi
með i3-bílinn.
En BMW-merkið var farið að
sækja á og auka hlutdeild sína í
bílamarkaðinum í Noregi áður en
rafbílabylgjan skall á. Hefur hinn
nýi X5-jepplingur rokið út og
selst hann nú fimmfalt á við fyrri
kynslóðina. Svipaða sögu er að
segja um 5-seríuna og X1-bílinn.
Þá fjölgar bílum af 2-seríunni
og 4-seríunni jafnt og þétt á sölu-
listum. Er því svo komið að farið
er að tala um að BMW sé ekki
lengur lúxusbíll vel efnaðra Norð-
manna heldur alþýðubíll þar í
landi.
Það bar til tíðinda í aprílmánuði
að Tesla Model S féll niður í
fjórða sæti í rafbílasölu; mátti sjá
Nissan Leaf, BMW i3 og VW e-
up! skjótast fram úr. Hlutur raf-
bíla í aprílsölunni var 10,4% og
það sem af er ári er hún 13,5%.
agas@mbl.is
X5 rýkur út sem heitar lummur
BMW orðinn al-
þýðubíll í Noregi
Morgunblaðið/Golli
BMW X5 selst með allra besta
móti meðal Norðmanna.