Morgunblaðið - 20.06.2014, Qupperneq 1
ÍÞRÓTTIR
Einstefna Fáheyrðir yfirburðir þegar Ísland sigraði Möltu 5:0 í undankeppni HM á Laugardalsvellinum.
Malta varðist af krafti í eigin vítateig allan tímann og hélt markaskorinu niðri. Elín skoraði tvö mörk. 4
Íþróttir
mbl.is
ekki þeim í hag. Wayne Rooney
skoraði loksins en tvö töp í fyrstu
tveimur leikjunum þýðir að þeir
verða að treysta á að Ítalía vinni
Kostaríka í kvöld. Annars eru þeir á
heimleið. Úrúgvæ er með þrjú stig í
þessum frábæra riðli og eru í góðri
stöðu. Suárez er hornsteinn í þessu
liði en það eru fleiri góðir leikmenn í
hópnum. Þeir virðast hins vegar ná
því að vera frábærir þegar títtnefndi
Liverpool-maðurinn er með. Það
gerir hann ekki síður að einum besta
leikmanni heims, hvað aðrir verða
drífandi með í kjölfarið.
Nú verður gaman að sjá hvernig
leikur Ítalíu og Kostaríka fer í kvöld.
England þarf að treysta á að Ítalir
vinni báða sína leiki ef þeir ætla að
halda lífi í möguleikum sínum í þess-
um riðli. Ef Ítalía tapar eða gerir
jafntefli fylgja Englendingar í fót-
spor sjúkraþjálfara síns og fara
heim úr riðlakeppninni. Ekki ökkla-
brotnir þó, en niðurlægðir. Það má
rétt ímynda sér móttökurnar heima.
Suárez skaut
England á kaf
Skoraði bæði mörkin í sigri Úrúgvæ
AFP
Mótherjar Luis Suárez hughreystir Steven Gerrard, fyrirliða sinn hjá Liverpool, eftir sigur Úrúgvæ í gærkvöldi.
Það voru margir liðsfélagar Suárez í liði Englendinga í gær en hann sá við þeim með tveimur mörkum.
D-RIÐILL
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Síðan það var staðfest að Luis Suá-
rez myndi vera leikfær fyrir Úrú-
gvæ gegn Englendingum þá var al-
veg ljóst að hann mundi vera í stóru
hlutverki. Ég hafði allt eins getað
skrifað fyrirsögnina þá strax. Raun-
in var sú að hann var að sjálfsögðu í
aðalhlutverki og hetja sinna manna,
skoraði tvö mörk og kafsigldi Eng-
lendinga í 2:1 sigri Úrúgvæ. Ef eitt-
hvað hefur verið skrifað í skýin í
gegnum tíðina þá er það ekkert á við
þetta.
Englendingar spiluðu vel gegn
Ítalíu í fyrstu umferð en töpuðu.
Þeir spiluðu ekki vel í gærkvöldi
gegn Úrúgvæ og töpuðu. Það er með
hreinum ólíkindum hvað ekkert
gengur upp hjá þeim á stórmótum,
sama hvort þeir spila vel eða ekki.
Það eru úrslitin sem telja og þau eru
ræðum varðandi
Alfreð.
Real Sociedad
hafnaði í sjöunda
sæti spænsku 1.
deildarinnar á
síðasta tímabili, á
eftir Atlético
Madríd, Barce-
lona, Real Madr-
íd, Athletic
Bilbao, Sevilla og
Villarreal. Liðið var með jafnmörg
stig og Villarreal sem náði sæti í
Evrópudeild UEFA en missti af því
á útkomu í innbyrðis leikjum félag-
anna.
Real Sociedad er frá borginni San
Sebastián í Baskahéruðum Norður-
Spánar, skammt frá frönsku landa-
mærunum. Félagið er eitt af þeim
stærri og fornfrægari á Spáni og
varð meistari árin 1981 og 1982.
Alfreð varð markakóngur hol-
lensku úrvalsdeildarinnar í vetur
með 29 mörk í 31 leik og hefur á
tveimur tímabilum þar skorað 53
mörk í 62 leikjum í úrvalsdeildinni.
Samkvæmt blaðinu Diario Vasco í
San Sebastián sjá forráðamenn Real
Sociedad fyrir sér að með Alfreð,
franska landsliðsmanninn Antonie
Griezmann og mexíkóska landsliðs-
manninn Carlos Vela verði sóknar-
lína liðsins óhemju öflug. Þeir Griez-
mann og Vela skoruðu 16 mörk hvor
fyrir liðið í deildinni í vetur og voru í
6.-8. sæti á markalista hennar. Að-
eins Cristiano Ronaldo, Lionel
Messi, Diego Costa, Alexis Sánchez
og Karim Benzema skoruðu fleiri
mörk en þessir tveir.
Alfreð á leið til Spánar
Viðræður í gangi á milli Real Sociedad og Heerenveen
Alfreð búinn að ná samkomulagi við Spánverjana
Alfreð
Finnbogason
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Miklar líkur eru á því að Alfreð
Finnbogason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, gangi til liðs við
spænska félagið Real Sociedad á
næstu dögum.
Spánverjarnir hafa gert Heer-
enveen tilboð í Alfreð og samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er nú
aðeins beðið eftir því að félögin nái
saman. Alfreð mun þegar vera búinn
að komast að samkomulagi við for-
ráðamenn spænska félagsins um
kaup og kjör. Eins og menn muna er
þó ekkert öruggt í þessum efnum því
forráðamenn Heerenveen hafa til
þessa verið afar stífir í öllum við-
20. júní 1959
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik sigrar Noreg í fyrsta
skipti þegar liðin mætast á
Norðurlandamótinu utanhúss í
Noregi. Lokatölur eru 7:5 fyrir ís-
lenska liðið sem tapaði fyrir Sví-
þjóð og Danmörku á mótinu og
hafnaði í fjórða sæti með jafn-
mörg stig en lakari markatölu en
Noregur.
20. júní 1992
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik sigrar Þjóðverja, 20:19,
í vináttulandsleik í
Víkinni þar sem lið-
ið býr sig undir Ól-
ympíuleikana í
Barcelona. Konráð
Olavsson skorar 6
mörk fyrir íslenska
liðið, Héðinn Gils-
son og Valdimar Grímsson 4 hvor.
Á ÞESSUM DEGI
Luis Suárez átti frábæran leik eins
og búist var við þegar Úrúgvæ
lagði England í D-riðli í gærkvöldi,
2:1. Suárez skoraði bæði mörk Úrú-
gvæs og hlýtur nafnbótina maður
dagsins hjá Morgunblaðinu.
Suárez er 27 ára gamall, fæddur
24. janúar árið 1987. Hann byrjaði
ferilinn hjá Nacional í Úrúgvæ en
var keyptur til Hollands fyrir tví-
tugt, fyrst til Groningen þaðan sem
hann fór til Ajax og fór algjörlega á
kostum. 81 mark í 110 leikjum segir
allt, en Liverpool keypti hann fyrir
góða summu árið 2011.
Hann er umdeildur og hefur
fengið bann fyrir að bíta andstæð-
ing og gerst sekur um kynþáttaníð.
En hann er sannur markaskorari
og hefur skorað 69 mörk í 110 leikj-
um með þeim rauðklæddu. 40 mörk
í 78 landsleikjum er enn ein rósin í
hnappagat hans, en það er óumdeilt
að Luis Suárez er einn besti leik-
maður í heimi.
Luis Suárez
HM 2014
MAÐUR DAGSINS
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Karen Knútsdóttir, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í handknattleik,
skrifaði í gær undir tveggja ára
samning við franska félagið Nice.
Hún kveður þar með SönderjyskE í
Danmörku eftir eins árs dvöl en þar
á undan spilaði hún með þýska lið-
inu Blomberg/Lippe í tvö keppn-
istímabil.
Nice hafnaði í sjöunda sæti af tíu
liðum í frönsku 1. deildinni, efstu
deildinni þar í landi, á síðasta tíma-
bili. Liðið þurfti að fara í umspil um
áframhaldandi sæti og náði að
halda sæti sínu.
„Ég er rosalega spennt fyrir
þessu. Liðið verður sterkara á
næstu leiktíð og verður með lands-
liðsmenn í öllum stöðum frá Spáni,
Frakklandi, Serbíu og Brasilíu og
ætlar sér stóra hluti á næstu árum.
Þannig að þetta verður mikil áskor-
un fyrir mig," sagði Karen við
Morgunblaðið.
Karen segir að samningur sinn
við Nice hafi átt sér stuttan aðdrag-
anda. „Þetta kom upp í síðustu viku
og síðan hafa hlutirnir gerst hratt,“
sagði Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir er búin að semja við Nice