Morgunblaðið - 20.06.2014, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2014
Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði
þrennu fyrir Keflvíkinga í gærkvöld
þegar þeir sigruðu 3. deildarlið Ham-
ars frekar auðveldlega, 6:1, í sextán
liða úrslitum bikarkeppninnar á
heimavelli sínum í Keflavík.
Magnús hefur þar með skorað
fimm mörk í tveimur leikjum Kefla-
víkurliðsins í bikarkeppninni í ár en
þessi reyndi sóknarmaður hefur þó
aðeins verið í byrjunarliðinu í þrem-
ur leikjum af átta í Pepsi-deildinni
það sem af er tímabilinu.
Keflvíkingar mættu þarna botnliði
3. deildar, sem ekki hefur fengið stig
á tímabilinu en
Hamarsmenn
stóðu samt ágæt-
lega í þeim. Sam-
úel Arnar Kjart-
ansson gerði mark
þeirra og minnk-
aði þá muninn í
4:1. Þeir Andri
Fannar Freysson,
Einar Orri Ein-
arsson og Theodór
Guðni Halldórsson skoruðu hin þrjú
mörk Keflavíkurliðsins.
vs@mbl.is
Magnús með fimm bikarmörk
Magnús S.
Þorsteinsson
Portúgalskivarnarmað-
urinn Pepe var í
gær úrskurðaður
í eins leiks bann
af aganefnd
FIFA eftir rauða
spjaldið í 4:0 tapi
Portúgala gegn
Þjóðverjum í
fyrstu umferð G-riðils heimsmeist-
aramótsins. Pepe skallaði Þjóðverj-
ann Thomas Müller í höfuðið og var
umsvifalaust rekinn af velli. Hann
missir af leik Portúgala gegn Aroni
Jóhannssyni og félögum í liði
Bandaríkjanna á sunnudagskvöldið.
Talandi um Aron Jóhannsson, enhann er talinn líklegur til þess
að byrja leikinn gegn Portúgölum á
sunnudagskvöldið. Hann kom sem
kunnugt er inn á sem varamaður
fyrir Jozy Altidore sem tognaði í
læri gegn Gana á mánudagskvöldið,
en Altidore verður ekki orðinn klár í
slaginn gegn Portúgal. Aron er því
talinn fá tækifæri í byrjunarliðinu en
hinn framherjinn sem gæti komið
inn í liðið er Chris Wondolowski.
Enski bak-vörðurinn
Ashley Cole, sem
sagði skilið við
Chelsea eftir ný-
afstaðið tímabil,
er með tilboð í
höndunum frá
Barcelona á
Spáni og AC Mil-
an á Ítalíu ef marka má enska fjöl-
miðla. Þessi 33 ára gamli leikmaður
kom til Chelsea frá Arsenal fyrir
átta árum en var mikið á vara-
mannabekk liðsins á tímabilinu og
framlengdi ekki samning sinn að því
loknu.
Spjótkastarinn Ásdís Hjálms-dóttir mun ekki einungis keppa
í spjótkasti fyrir Íslands hönd í 3.
deild Evrópukeppni landsliða í
frjálsíþróttum í Georgíu um helgina.
Ásdís mun einnig keppa í kúluvarpi
og kringlukasti fyrir íslenska lands-
liðið á mótinu. Hún leggur litla sem
enga stund á æfingar í þeim grein-
um enda spjótið hennar aðalgrein,
en hefur þó oftar en ekki verið kölluð
til leiks í fleiri greinum á mótum sem
þessum.
Á frjáls-íþrótta-
mótinu í Georgíu
um helgina verða
það Ólympíu-
fararnir Óðinn
Björn Þor-
steinsson og fyrr-
nefnd Ásdís
Hjálmsdóttir sem
verða fyrirliðar íslenska landsliðs-
ins. Keppt er í 20 greinum bæði í
karla- og kvennaflokki og íslenska
liðið stillir upp flestu sínu sterkasta
frjálsíþróttafólki á mótinu. Íslenska
liðið kom til Georgíu seint í gær-
kvöldi en keppni fer fram á morgun,
laugardag, og lýkur á sunnudag.
Fimmtán landslið eru í 3. deild og
tvö stigahæstu liðin komast upp úr
henni.
Handknattleiksmaðurinn TandriMár Konráðsson skrifaði í gær
undir tveggja ára samning við
sænska liðið Ricoh sem er nýliði í
sænsku úrvalsdeildinni. Tandri lék
með danska B-deildarliðinu TM
Tönder á síðasta tímabili en flytur til
Stokkhólms ásamt sambýliskonu
sinni og landsliðskonu í handknatt-
leik, Stellu Sigurðardóttur, þar sem
Ricoh hefur bækistöðvar sínar.
Þjálfari liðsins er Ingemar Linnél
sem meðal annars þjálfaði sænska
karlalandsliðið um árabil. Tandri lék
áður með liði HK hér á landi og var
meðal annars Íslandsmeistari fyrir
tveimur árum.
Fólk sport@mbl.is
alíu á mánudaginn,“ skrifar AS.
„Það er sársaukafullt að enda
glæsilegt tímaskeið í sögu lands-
liðsins en það var hvergi betra að
gera það en í Brasilíu. Eftir tvo
Evrópumeistaratitla og einn
heimsmeistaratitla var liðið graf-
ið á Maracana með sama hávaða
og risi sem fellur,“ skrifar El
Mundo. „Sigursælt lið De Bosque
er fallið af stalli og nú tekur við
að endurnýja liðið,“ skrifar
Mundo Deportivo. Dálkahöfundur í Marca segir að
fall spænska liðsins marki endalokin með landslið-
inu hjá leikmönnum á borð við Xavi, Fernando Tor-
res, David Villa og Xabi Alonso. gummih@mbl.is
rri kynslóð
Vicente
Del Bosque
Það verður bræðraslagur á HM í Brasilíu annað
kvöld þegar Þýskaland og Gana eigast við í annarri
umferð G-riðils. Með Þjóðverjum leikur Jerome Boa-
teng en í liði andstæðinganna verður hálfbróðir hans,
Kevin-Prince Boateng. Ganamenn berjast fyrir lífi
sínu í riðlinum eftir að hafa tapað fyrir Bandaríkja-
mönnum í fyrstu umferðinni, 2:1. Þjóðverjar unnu
hins vegar stórsigur á Portúgölum, 4:0.
Hálfbræðurnir eru báðir fæddir í Berlín en árið
2009 tók Kevin-Prince þá ákvörðun að spila fyrir land
föður síns. Hann hafði spilað með yngri landsliðum
Þýskalands eins og Jerome. „Við höfum ekkert haft
samband nýlega enda hvor um sig að einbeita sér að
sjálfum sér,“ sagði Jerome, sem leikur með Bayern
München, en Kevin-Prince er á mála hjá Schalke.
Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem þeir bræður
mætast á HM, en á Suður-Afríku
árið 2010 komust þeir í sögubæk-
urnar með því að vera fyrstu bræð-
urnir til að mæta hvor öðrum á
HM. Þá höfðu Þjóðverjar betur,
1:0, með marki frá Mesut Özil.
„Það lið sem vill meira mun
vinna leikinn og við munum berjast
fram í rauðan dauðann,“ segir Ke-
vin-Prince við þýska blaðið Bild.
Auk þess að spila með Schalke hef-
ur hann leikið með AC Milan, Ge-
noa, Portsmouth, Dortmund, Tottenham og Hertha
Berlin en Jerome hefur spilað með Hertha Berlin,
Hamburger SV og Manchester City auk þess að hafa
verið hjá Bayern frá árinu 2011. gummih@mbl.is
Bræðraslagur á HM í annað sinn
Jerome
Boateng
Í VESTURBÆ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Hálftóm stúka, rigning, rok og slöpp
spilamennska. Þetta er kannski full-
dökk sýn á ástandið eins og það var á
upphafsmínútunum í leik KR og
Fjölnis í 16 liða úrslitum Borg-
unarbikarsins í knattspyrnu en ekk-
ert fjarri lagi. Lokatölur urðu 4:2,
Vesturbæingum í vil, í kaflaskiptum
leik.
Mögulega var leikur Englands og
Úrúgvæ á HM að halda fólki föstu við
skjáinn því talsvert bættist við af fólki
í hálfleik þegar þeim leik var lokið.
Leikurinn byrjaði afar rólega þar sem
fátt markvert gerðist, KR-ingar þó
ívið meira með boltann og voru lík-
legri til metorða. Fyrsta mark leiksins
kom á 34. mínútu. Þar var að verki
varnarmaðurinn sterki, Grétar Sig-
finnur Sigurðarson. Mark hans var
ekki það fallegasta, Þórður Ingason í
marki Fjölnis misreiknaði boltann eft-
ir hornspyrnu KR-inga og Grétar var
réttur maður á réttum stað. Mark
Grétars er hins vegar vert að nefna
fyrir þær sakir að þá hafði Grétar af-
rekað það að hafa skorað þrjú síðustu
mörk KR-inga, lið sem hefur menn
innan borðs eins og Gary Martin, Ósk-
ar Örn Hauksson og Kjartan Henry
Finnbogason. Ekki amalegur hópur
þar á ferð en Grétar sér samt um að
skora.
Fjölnisliðið sýndi það í gær að það
hefur stórt hjarta. Þeir voru vel skipu-
lagðir sem heild og börðust vel. Enda
komu þeir tvisvar sinnum til baka og
jöfnuðu metin gegn Íslandsmeist-
urunum í Frostaskjóli með mörkum
frá Þóri Guðjónssyni og Gunnari Má
Guðmundssyni.
Gary Martin kom KR-ingum yfir í
annað og þriðja skiptið í leiknum.
Nokkrum mínútum síðar hefðu þó
Fjölnismenn getað jafnað í þriðja sinn
en Grétar Sigfinnur bjargaði á línu.
Fjórða mark KR-inga rak síðasta
naglann í kistu Fjölnismanna. Það var
ekki af verri endanum. Spánverjinn
Gonzalo Balbi í liði KR-inga tók þá
upp á því að skjóta á markið af tæp-
lega 40 metra færi, yfir Þórð í mark-
inu.
Morgunblaðið/Ómar
Einvígi Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður KR, og Þórir Guðjónsson, sókn-
armaður Fjölnis, í baráttu um boltann á KR-vellinum í gærkvöld.
Fjölnir jafnaði tvisvar en KR vann 4:2
KR fór áfram
eftir kafla-
skiptan leik
Í KÓPAVOGI
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
Þrátt fyrir ágæta spilamennsku létu
færin bíða eftir sér á Kópavogsvelli í
gærkvöldi þegar Blikar og Þór frá
Akureyri mættust í 16-liða úrslitum
bikarkeppninnar. Það dró til tíðinda
eftir hlé en samt þurfti framlengingu
áður en 3:1 sigur Blika varð stað-
reynd.
Blikar fengu frábært færi í fyrri
hálfleik þegar Guðjón Pétur Lýðsson
skaut af stuttu færi en Sandor Matus í
marki Þórs varði glæsilega yfir mark-
ið. Stíflan brast ekki fyrr en á 63. mín-
útu þegar Guðjón Pétur afgreiddi í
markið frábæra þversendingu Elvars
Páls frá hægri kanti. Aðeins átta mín-
útum síðar jafnaði Jóhann Helgi
Hannesson eftir sendingu Þórðar
Birgissonar eftir svipaða sókn.
Það var því gripið til framlengingar
og þegar 9 mínútur voru liðnar af
framlengingunni skoraði varnarmað-
urinn Elfar Freyr Helgason, 2:1, þeg-
ar hann beið eins og gammur í víta-
teignum eftir að boltinn hrykki til
hans úr mikilli þvögu við mark Þórs.
Skotið steinlá í hægra horninu. Árni
Vilhjálmsson innsiglaði svo sigur
Breiðabliks með marki þegar sex mín-
útur voru eftir af framlengingunni.
Annars mega leikmenn beggja liða
eiga að þeir spiluðu prýðilega úti á
vellinum. Blikar voru meira í því
byggja upp þungar sóknir á meðan
Akureyringar voru snöggir fram með
marga menn á sprettinum en allt
strandaði á traustum varnarmönnum.
„Ég bætti aðeins upp og gerði út
um þetta en Elfar Freyr, Bikar-Elli,
náði forystunni fyrir okkur,“ sagði
Árni eftir leikinn. „Ég er bara ánægð-
ur með að sigra eftir 120 mínútur og
þetta var erfitt. Við vorum alls
óhræddir um þrekið hjá okkur, erum í
góðu standi en þar sem það er stutt
síðan við spiluðum síðasta leik rífur
þetta aðeins í en í bikarleik vill maður
gefa allt sem maður hefur. Við unnum
okkar annan bikarleik í röð, sem við
erum sáttir með og ætlum að koma
þessu yfir í deildarleikina.“
Blikar unnu barninginn eftir 120 mínútur