Morgunblaðið - 24.06.2014, Qupperneq 1
HM 2014
MAÐUR DAGSINS
Þessi þrautreyndi varnarmaður
hefur átt stóran þátt í því að
Mexíkóar fengu aðeins á sig eitt
mark í riðlakeppni HM, og það kom
á 87. mínútu í gærkvöld þegar liðið
var komið í yfirburðastöðu í leikn-
um við Króata. Að auki skoraði
hann fyrsta mark liðsins í þessum
úrslitaleik um annað sæti A-riðils.
Márquez, sem er 35 ára gamall,
tekur nú þátt í sinni fjórðu heims-
meistarakeppni í röð, sem fyrirliði
Mexíkó í öll skiptin og það hefur
enginn annar afrekað áður.
Márquez var lykilmaður í vörn
Barcelona í sjö ár og vann allt sem
hægt var að vinna með Katalón-
íuliðinu sem hann yfirgaf sumarið
2010. Áður hafði hann spilað með
Mónakó í fjögur ár. Márquez lék í
hálft þriðja ár með New York Red
Bulls í bandarísku MLS-deildinni en
fór svo heim og hefur spilað með
León í Mexíkó í hálft annað ár.
Rafael
Márquez
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2014
ÍÞRÓTTIR
Evrópukeppni KR á litla möguleika eftir að hafa dregist gegn Celtic frá Skotlandi. Landsliðsfyrirliði Íslands nýtti
ekki vítaspyrnu gegn Val síðast þegar Celtic lék hér á landi. FH, Stjarnan og Fram eiga ágæta möguleika. 4
Íþróttir
mbl.is
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Handboltaparið Einar Rafn Eiðsson og
Unnur Ómarsdóttir eru á leið til Noregs
og munu að öllu óbreyttu spila með liðum
í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Einar Rafn hefur leikið með FH-ingum
undanfarin ár en var þar áður í her-
búðum Fram og Hauka þar sem hann er
uppalinn. Hann er að ganga í raðir
Nötteröy sem markvörðurinn Hreiðar
Levý Guðmundsson hefur leikið með und-
anfarin ár en hann gekk á dögunum til
liðs við Akureyri. Nötteröy náði að halda
sæti sínu í úrvalsdeildinni en liðið hafði
betur í umspili við Viking Stavanger.
Unnur mun spila með liði Skrim sem
vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor.
Unnur hefur spilað með liði Gróttu á Sel-
tjarnesi síðustu tímabil en spilaði þar áð-
ur með Fylki og KA. Í vetur varð hún
markahæsti leikmaður Góttuliðsins og þá
á hún fast sæti í íslenska A-landsliðinu.
Hún er 24 ára gömul og leikur í stöðu
hornamanns en getur einnig brugðið sér í
skyttustöðuna.
„Þetta er á góðri leið með að ganga
upp hjá okkur og þetta er nánast í höfn.
Nötteröy ætlar sér stærri hluti á næst-
unni og þetta er bara spennandi. Það er
gaman að takast á við nýjar áskoranir,
komast í nýtt umhverfi og reyna að taka
næsta skref upp á við í handboltanum,“
sagði Einar Rafn í samtali við Morg-
unblaðið en hann er 25 ára gamall örv-
hentur hornamaður sem varð þriðji
markahæsti leikmaður FH á síðustu leik-
tíð.
Nötteröy er frá samnefndum bæ og
Skrim er frá Kongsberg en báðir bæirnir
eru við suðvestanverðan Óslóarfjörð.
Handboltaparið á
leiðinni til Noregs
Einar á leið til Nötteröy og Unnur til Skrim
Morgunblaðið/Ómar
Skrim Unnur Ómarsdóttir fer til nýliða í úrvalsdeildinni.
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Nötteröy Einar Rafn Eiðsson fer til liðs sem hélt sér uppi.
24. júní 1960
Ísland sigrar Svíþjóð í fyrsta
skipti í landsleik kvenna í hand-
knattleik með því
að vinna leik þjóð-
anna, 7:6, á Norð-
urlandamótinu ut-
anhúss í Västerås í
Svíþjóð. Sigríður
Lúthersdóttir skor-
ar flest mörk ís-
lensku leikmannanna, þrjú tals-
ins, og Sigríður Sigurðardóttir
skorar tvö.
24. júní 1998
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik sigrar Norðmenn,
30:24, í vináttulandsleik í Elver-
um. Geir Sveinsson og Patrekur
Jóhannesson skora fimm mörk
hvor fyrir íslenska liðið sem
hafði tapað með sjö mörkum á
sama stað tveimur dögum áður.
24. júní 2009
Helga Margrét Þorsteinsdóttir
setur nýtt Íslandsmet í sjöþraut
kvenna þegar hún fær 5.878 stig
á móti í Kladno í Tékklandi. Hún
bætir eigið tíu daga met um 157
stig og er efst í greininni á
heimslista unglinga. Þetta met
Helgu stendur enn.
Á ÞESSUM DEGI
Brasilíumaðurinn Neymar tók í gærkvöld forystuna í
keppninni um markakóngstitilinn á HM í knattspyrnu.
Hann skoraði tvö markanna í 4:1 sigrinum á Kamerún
og hefur nú gert fjögur mörk í keppninni. Neymar hef-
ur þar með skorað 35 mörk í 52 landsleikjum og 22 ára
er hann orðinn sjötti markahæsti landsliðsmaður þjóð-
ar sinnar frá upphafi. Brasilía mætir Síle og Holland
mætir Mexíkó í 16-liða úrslitunum. »2
AFP
Fjögur Neymar fagnar seinna marki sínu í sigrinum á Kamerún í gær. Brasilía mætir Síle í sextán liða úrslitum.
Neymar orðinn markahæstur á HM
Atli Viðar
Björnsson náði
enn einum áfang-
anum í marka-
skori sínu fyrir
FH í efstu deild í
knattspyrnu í
gærkvöld þegar
hann gerði eitt
marka Hafn-
arfjarðarliðsins í
stórsigri á Fram
á Laugardalsvellinum, 4:0.
Atli Viðar skoraði þriðja mark FH
og um leið sitt 94. mark fyrir félagið
í efstu deild. Þar með náði hann öðr-
um miklum markahrók, Skaga-
manninum Matthíasi Hallgrímssyni,
en þeir deila nú fimmta sætinu yfir
markahæstu leikmenn deildarinnar
frá upphafi. Matthías gerði 77 mörk
fyrir ÍA og 17 fyrir Valsmenn á sín-
um tíma.
Þá er Atli aðeins einu marki á eftir
Hermanni Gunnarssyni sem er í
fjórða sæti markalistans með 95
mörk.
En þegar horft er á markaskor
fyrir eitt og sama félagið er Atli í
öðru sæti í sögunni. Aðeins Ingi
Björn Albertsson hefur gert fleiri
mörk fyrir eitt félag en hann skoraði
109 mörk fyrir Val og 17 fyrir FH.
Kristján Gauti Emilsson skor-
aði tvö marka FH í gærkvöld og er
þar með orðinn einn fimm leikmanna
sem eru markahæstir í deildinni í ár
með 5 mörk hver. Hinir eru Hörður
Sveinsson úr Keflavík, Jóhann Helgi
Hannesson úr Þór, Ólafur Karl Fin-
sen úr Stjörnunni og Pape Mamadou
Faye úr Víkingi.
vs@mbl.is
Einn áfanginn
í viðbót hjá
Atla Viðari
Atli Viðar
Björnsson