Morgunblaðið - 24.06.2014, Side 2
A-RIÐILL
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Brasilíumenn og Mexíkóar tryggðu
sér farseðilinn í 16-liða úrslitin á HM í
Brasilíu í gærkvöld. Brassarnir
tryggðu sér sigur í A-riðlinum með
því að leggja Kamerúna að velli, 4:1,
og Mexíkóar sendu Íslandsbanana í
Króatíu heim með því að vinna þá, 3:1.
Brasilíumenn, sem stefna að því að
vinna sinn sjötta heimsmeistaratitil,
mæta Sílemönnum í 16-liða úrslit-
unum en Mexíkóar etja kappi við Hol-
lendingana fljúgandi sem fengu fullt
hús stiga í B-riðlinum.
Gulldrengurinn Neymar
Kamerúnar, sem fyrir leikinn voru
búnir að tapa báðum leikjum sínum og
voru úr leik, veittu heimamönnum
harða keppni framan af leik. Gull-
drengurinn Neymar kom samba-
strákunum á bragðið þegar hann
skoraði 100. markið á HM og það í
100. HM-leik Brasilíumanna en þögn
sló á Estadio Nacional-völlinn í Bras-
ilíuborg þegar Joel Matip jafnaði met-
in. En Neymar var ekki lengi að koma
sínum mönnum yfir. Þessi frábæri
leikmaður skoraði sitt fjórða mark í
keppninni og er þar með orðinn
markahæstur og það voru síðan Fred
og Fernandinho sem gulltryggðu sig-
ur þeirra gulklæddu. Markið sem
Fred skoraði hefði ekki átt að standa.
Hann var rangstæður þegar hann
skallaði boltann inn en þungu fargi
var létt af honum enda hefur hann
harðlega verið gagnrýndur fyrir spila-
mennsku sína og það réttilega. Þetta
var besti leikur brasilíska liðsins í
keppninni til þessa en betur má ef
duga skal. Fimmfaldir heimsmeist-
ararar verða ekki krýndir meistarar á
heimavelli nema þeir bæti sinn leik en
hver veit nema S-Ameríkumennirnir
séu rétt að hitna og verði öflugri með
hverjum leik sem líður. Víst er þó að
þeir munu fá harða keppni frá góðu
liði Síle þegar liðin eigast við í Belo
Horizonte á laugardaginn.
„Þetta var okkar besti leikur til
þessa og allir verðskulda hrós fyrir að
leggja hart að sér fyrir liðið,“ sagði
Neymar eftir leikinn. „Sú ábyrgð sem
ég hef inni á vellinum er að hjálpa liðs-
félögum mínum, skapa færi og verjast
líka. Það er enginn mikilvægari en
annar. Það eru allir mikilvægir.“
Fyrirliðinn frábæri braut ísinn
Það var lengi vel stál í stál í við-
ureign Króata og Mexíkóa í Recife.
Staðan var markalaus alveg fram á 72.
mínútu en þá skoraði fyrirliðinn frá-
bæri í liði Mexíkóa, Rafael Marguez,
og þar með opnuðust flóðgáttir. And-
res Guardado og Javier Hernandez
komu Mexíkóum í 3:1 en Ivan Perisic
náði að klóra í bakkann fyrir Króat-
ana og skömmu síðar var Ante Rebic
vikið af velli fyrir ljótt brot. Mexíkóar
voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik
og í sjötta skipti í röð eru þeir með í
16-liða úrslitunum á HM. Það verður
fróðlegt að sjá hvernig Mexíkóum
tekst upp á móti Hollendingum þegar
liðin mætast í 16-liða úrslitunum í
Fortaleza á sunnudaginn. Varnarleik-
urinn hefur verið eitt helsta vopn
mexíkóska liðsins sem hefur aðeins
fengið á sig eitt mark í þremur leikj-
um en Hollendingarnir hafa skorað
mest allra liða eða tíu mörk talsins.
Neymar setti
100. markið í
100. leiknum
AFP
Fögnuður Fernandinho fagnar ásamt Willian eftir að hafa skorað fjórða mark
Brasilíu gegn Kamerún og brasilískir áhorfendur láta ánægju sína í ljós.
Brasilía og Mexíkó í 16-liða úrslitin
HM í Brasilíu
» Átta lið hafa tryggt sér far-
seðilinn í 16-liða úrslitin en þau
eru: Brasilía, Mexíkó, Holland,
Síle, Kólombía, Kostaríka, Arg-
entína og Belgía.
» Javier Hernandez, framherji
Mexíkó og Manchester United,
hafði spilað 10 leiki í röð fyrir
Mexíkó án þess að skora en hon-
um tókst að brjóta ísinn þegar
hann skoraði þriðja mark Mexí-
kóa í gærkvöld.
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2014
Það var ekki spennunni fyrir að fara
í lokaumferð B-riðils í Brasilíu enda
þegar ljóst hvaða lið kæmust í sextán
liða úrslitin. Holland og Síle þurftu
hins vegar að útkljá sín á milli hvort
fengi toppsætið og að öllum líkindum
þægilegri mótherja í næstu umferð,
ef hægt er að tala um slíkt á heims-
meistaramótinu í knattspyrnu. En
með Arjen Robben í stuði var hol-
lenskur sigur í höfn með mörkum
tveggja varamanna, Leroys Fers og
Memphis Depays. Lokatölur 2:0.
Hollendingar fara því örugglega í
gegnum þennan sterka riðil en Síle-
menn ættu varla að kvarta yfir öðru
sætinu. Það verður gaman að sjá
hvað þeir gera uppi á næsta þrepi.
Spánverjar sýndu loks brot af sínu
rétta andliti þegar liðið tók Ástrala í
gegn, 3:0. David Villa kvaddi stóra
sviðið með góðu hælspyrnumarki en
fór grátandi af velli í kveðjuleik sín-
um þegar honum var kippt út af í síð-
ari hálfleik. Markahæsti leikmaður
Spánverja í sögunni.
Fernando Torres og Juan Mata
gulltryggðu svo sigurinn í síðari
hálfleik og þriðja sæti riðilsins sem
er allt annað en ásættanlegt fyrir
fráfarandi heimsmeistara. Liðið var
þó mun sprækara í þessum leik en
þeim tveimur á undan. Diego Costa
fór á bekkinn enda ekki komist í takt
við leik þeirra og það skilaði sér. Þá
var sérstaklega gaman að sjá Andrés
Iniesta spila eins og hann á að sér
með frábærum sendingum. Það mun-
aði um minna í fyrstu tveimur leikj-
unum. yrkill@mbl.is
Fullt hús Hollands
og spænskur sigur
AFP
Magnaður Arjen Robben hefur verið jafnbesti maður Hollendinga á HM og
verið varnarmönnum andstæðinganna afar erfiður þegar hann tekur á rás.
Cristiano Ronaldo, sem var kjörinn besti knattspyrnu-
maður heims á síðasta ári, vakti athygli fyrir óvenjulegan
hárstíl þegar Portúgal og Bandaríkin gerðu jafntefli, 2:2,
í H-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu á sunnudags-
kvöldið.
Ronaldo hafði rakað ör í hægri hliðina sem líkti eftir
örum hins eins árs gamla Eriks Ortiz Cruz, sem glímt
hefur við sjaldgæfan heilasjúkdóm. Foreldrar hans höfðu
lengi safnað fyrir nauðsynlegri aðgerð handa syni sínum
og höfðu samband við Ronaldo og vonuðust til þess að
hann gæti gefið þeim notaða skó sína til þess að selja á
uppboði.
Ronaldo gerði hins vegar gott betur og borgaði fyrir aðgerðina. Hárstíll-
inn sem hann skartaði á sunnudag, og margir gerðu grín að, er einnig til
stuðnings Erik litla og líkir eftir þeim örum sem drengurinn ber eftir að-
gerðina mikilvægu. yrkill@mbl.is
Ronaldo hetja ungs drengs
Cristiano
Ronaldo
Bandaríkjamaðurinn Kevin Streelman vann heldur betur
sögulegan sigur á Opna Travelers-mótinu á PGA-móta-
röðinni í golfi um helgina. Streelman fékk sjö fugla á síð-
ustu sjö holunum á fjórða og síðasta hringnum á sunnu-
dag og tryggði sér sigurinn, en þessi fuglaröð er einnig
met.
Gamla metið yfir flesta fugla í röð átti Mike Souchak
sem fékk sex fugla í röð á Opna St. Paul-mótinu árið 1956.
Þessi ótrúlegi lokasprettur Streelmans tryggði honum
einnig sigur á mótinu, en hann lék seinni níu holurnar á
28 höggum og lauk keppni á samtals fimmtán höggum
undir pari og var einu höggi á undan Spánverjanum Ser-
gio Garcia sem var annar.
„Þetta voru sennilega uppáhalds níu holurnar mínar á PGA-mótaröðinni.
Þetta var einn af þessum dögum sem mér fannst eins og ég gæti ekki klikk-
að,“ sagði Streelman eftir sigurinn. yrkill@mbl.is
Fuglaregn Streelmans sló met
Kevin
Streelman
Pepsi-deild karla
Fram – FH................................................ 0:4
Staðan:
FH 9 6 3 0 14:3 21
Stjarnan 9 5 4 0 15:10 19
Keflavík 9 4 4 1 15:9 16
KR 9 5 1 3 13:11 16
Víkingur R. 9 5 1 3 11:11 16
Valur 9 4 3 2 14:11 15
Fjölnir 9 2 4 3 12:13 10
Fram 9 2 3 4 14:18 9
Fylkir 9 2 1 6 10:18 7
Breiðablik 9 0 6 3 8:12 6
Þór 9 1 2 6 14:18 5
ÍBV 9 0 4 5 10:16 4
1. deild kvenna A
Keflavík – Fjölnir ..................................... 0:3
Staðan:
Fjölnir 7 7 0 0 20:1 21
HK/Víkingur 6 4 1 1 16:4 13
Haukar 5 3 0 2 15:8 9
Tindastóll 6 2 3 1 9:11 9
Víkingur Ó. 6 2 1 3 7:8 7
Grindavík 4 2 0 2 5:7 6
Hamrarnir 6 1 1 4 2:12 4
BÍ/Bolungarvík 6 1 1 4 1:12 4
Keflavík 6 0 1 5 3:15 1
4. deild karla D
Kría – Árborg ........................................... 3:0
Staðan:
Þróttur V. 10, KH 10, Kría 9, Vatnaliljur 8,
Skínandi 6, Árborg 5, Máni 0.
KNATTSPYRNA
A-RIÐILL:
Króatía – Mexíkó...................................... 1:3
Ivan Perisic 87. – Rafael Márquez 72.,
Andrés Guardado 75., Javier Hernández 82.
Rautt spjald: Ante Rebic (Króatíu) 89.
Kamerún – Brasilía .................................. 1:4
Joël Matip 26. – Neymar 17., 35., Fred 50.,
Fernandinho 84.
Lokastaðan:
Brasilía 3 2 1 0 7:2 7
Mexíkó 3 2 1 0 4:1 7
Króatía 3 1 0 2 6:6 3
Kamerún 3 0 0 3 1:9 0
B-RIÐILL:
Ástralía – Spánn ....................................... 0:3
David Villa 36., Fernando Torres 69., Juan
Mata 82.
Holland – Síle............................................ 2:0
Leroy Fer 77., Memphis Depay 90.
Lokastaðan:
Holland 3 3 0 0 10:3 9
Síle 3 2 0 1 5:3 6
Spánn 3 1 0 2 4:7 3
Ástralía 3 0 0 3 3:9 0
Holland mætir Mexíkó og Brasilía mætir
Síle í 16-liða úrslitunum.
C-RIÐILL:
Staðan:
Kólumbía 2 2 0 0 5:1 6
Fílabeinsstr. 2 1 0 1 3:3 3
Japan 2 0 1 1 1:2 1
Grikkland 2 0 1 1 0:3 1
Leikir í dag:
Japan – Kólumbía....................................... 20
Grikkland – Fílabeinsströndin.................. 20
D-RIÐILL:
Staðan:
Kostaríka 2 2 0 0 4:1 6
Ítalía 2 1 0 1 2:2 3
Úrúgvæ 2 1 0 1 3:4 3
England 2 0 0 2 2:4 0
Leikir í dag:
Kostaríka – England.................................. 16
Ítalía – Úrúgvæ .......................................... 16
G-RIÐILL:
Bandaríkin – Portúgal............................. 2:2
Jermaine Jones 64., Clint Dempsey 81. –
Nani 5., Silvestre Varela 90.
Aron Jóhannsson var varamaður hjá
Bandaríkjunum og kom ekki við sögu.
Staðan:
Þýskaland 2 1 1 0 6:2 4
Bandaríkin 2 1 1 0 4:3 4
Gana 2 0 1 1 3:4 1
Portúgal 2 0 1 1 2:6 1
Leikir sem eftir eru:
26.6. Portúgal – Gana................................. 16
26.6. Bandaríkin – Þýskaland ................... 16
MARKAHÆSTIR Á HM:
Neymar, Brasilíu.......................................... 4
Enner Valencia, Ekvador............................ 3
Karim Benzema, Frakklandi ...................... 3
Thomas Müller, Þýskalandi ........................ 3
Robin van Persie, Hollandi ......................... 3
Arjen Robben, Hollandi .............................. 3
HM 2014
KNATTSPYRNA
Pepsi-deild kvenna:
Hásteinsvöllur: ÍBV – FH ........................ 18
Þórsvöllur: Þór/KA – Breiðablik ............. 18
Jáverkvöllur: Selfoss – Stjarnan......... 19.15
Vodefonevöllur: Valur – Fylkir ........... 19.15
N1 Varmá: Afturelding – ÍA ............... 19.15
1. deild karla:
Torfnesvöllur: BÍ/Bolung. – Grindavík ... 18
Í KVÖLD!