Morgunblaðið - 24.06.2014, Side 4

Morgunblaðið - 24.06.2014, Side 4
FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR-ingar eiga nánast enga mögu- leika á að komast áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa dregist gegn Celtic frá Skot- landi í 2. umferð í gær. FH, Stjarn- an og Fram eiga hinsvegar öll ágæta möguleika á að komast í 2. umferðina í Evrópudeild UEFA. Skosku meistararnir Celtic eru númeri of stórir fyrir Íslandsmeist- ara KR sem hinsvegar frá skemmtilegt tækifæri til að glíma við þetta fræga félag, sem er með Hólmbert Aron Friðjónsson í sín- um röðum. Það dregur reyndar úr sjarm- anum að KR-ingar fá ekki að spila á Celtic Park, sem er upptekinn vegna Samveldisleikanna í Glasgow í næsta mánuði. Celtic þarf að spila heimaleikinn gegn KR í Edinborg. FH mætir Glenavon frá Norður- Írlandi, Fram mætir Nömme Kalju frá Eistlandi og Stjarnan mætir Bangor City frá Wales. Celtic hefur einu sinni áður leikið hér á landi en liðið sló Val út, 9:0 samanlagt, í Evrópukeppni bikar- hafa árið 1975 eins og fjallað er um neðar á síðunni. Einu sinni slegið Skota út Íslensk lið hafa þrettán sinnum mætt skoskum í Evrópukeppni og aðeins einu sinni tekist að hafa bet- ur. Það var árið 2004 þegar FH vann Dunfermline 4:3 samanlagt og lagði Skotana 2:1 í seinni leiknum á þeirra heimavelli. Það er einn af aðeins þremur sig- urleikjum íslenskra liða gegn skoskum í 25 leikjum. ÍA sigraði Raith Rovers 1:0 árið 1995 og KR vann Kilmarnock, 1:0, árið 1999. Hvorugur sigurinn nægði til að slá skosku mótherjana úr keppni þótt litlu hafi munað í bæði skiptin. ÍA náði fræknu jafntefli við Aberdeen, þáverandi Evrópumeist- ara bikarhafa, á útivelli, 1:1, haust- ið 1983, og FH gerði jafntefli, 2:2, við Dundee United í Skotlandi árið 1990 eftir að hafa óvænt náð tveggja marka forystu. Ísland alltaf unnið Wales Stjarnan tekur þátt í Evrópu- keppni í fyrsta sinn og mætir Bangor City frá Wales. Íslensk lið hafa þrisvar mætt velskum og unn- ið þau í öll skiptin, og sigrað í öllum sex leikjunum. ÍA vann Bangor City 2:0 og 2:1 árið 1994, FH vann Haverfordwest 3:1 og 1:0 árið 2004 og Fram vann The New Saints 2:1 og 2:1 árið 2009. Bangor City hafnaði í 4. sæti velsku deildarinnar í vor, 25 stigum á eftir meisturum The New Saints, og vann svo umspil um Evrópusæti. Öruggt gegn Norður- Írum seinni árin FH mætir Glenavon frá Norður- Írlandi og þegar horft er á viður- eignir íslenskra og norðurírskra liða frá upphafi er um jafnræði að ræða. Íslensku liðin hafa farið fimm sinnum áfram af níu skiptum. Á þessari öld hafa íslensk lið hins- vegar reynst mun sterkari en þau norðurírsku. Keflavík vann Dung- annon 4:1 samanlagt árið 2006 og KR vann Glentoran 5:2 samanlagt árið 2010 og aftur 3:0 í fyrra. Glenavon sló hinsvegar FH út, 1:0 samanlagt, árið 1995 og vann þá leik liðanna í Kaplakrika. FH féll líka fyrir norðurírskum mótherj- um, Linfield, árið 1994 og þá 2:3 samanlagt. Glenavon er norðurírskur bikar- meistari en hafnaði í fimmta sæti deildarinnar í vetur, 26 stigum á eftir meisturum Cliftonville. Stjarnan og FH hafa það bæði með sér að mótherjar þeirra, Bang- or City og Glenavon, eru rétt að koma úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. Sagan hliðholl gegn Eistlandi Framarar spila fyrstu Evrópu- leiki sína í fimm ár en andstæð- ingar þeirra, Nömme Kalju, eru í þriðja sæti þegar 17 umferðir hafa verið leiknar af 36 í Eistlandi. Liðið varð meistari 2012 og hafnaði í öðru sæti í fyrra. Framarar eru líklega með erfið- asta verkefnið af íslensku liðunum þremur í Evrópudeildinni en sagan er þó hliðholl íslenskum liðum gegn eistneskum í Evrópukeppni. ÍBV var slegið út af Lantana Tallinn, 1:2 samanlagt, árið 1996 en tvö ís- lensk lið hafa hinsvegar slegið út TVMK Tallinn. Skagamenn unnu þá 6:3 samanlagt árið 2004 og FH vann TVMK 4:3 samanlagt árið 2006. Skotland, Pólland og Hvíta-Rússland Þá liggur fyrir hverjir mótherjar íslensku liðanna verða í 2. umferð Evrópudeildarinnar ef þau komast áfram. Ef Stjarnan slær Bangor City út verður Motherwell frá Skotlandi mótherjinn. Ef Fram slær Nömme Kalju út verður Lech Poznan frá Póllandi mótherjinn. Ef FH slær Glenavon út verður Neman Grodno frá Hvíta- Rússlandi mótherjinn. Þrjú lið eiga möguleika  KR ógnar tæplega skosku meisturunum Celtic  FH, Stjarnan og Fram eiga að geta slegið út Glenavon, Bangor City og Nömme Kalju  Erfiðast hjá Fram Morgunblaðið/Ómar Bretland KR og Stjarnan fara bæði til Bretlands. KR-ingar mæta Celtic í Edinborg en Stjörnumenn fara til Wales og leika við Bangor City. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2014 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland P R E N T U N .IS Goodnight Grannar mínir norðan heiða í Magna á Grenivík lentu í ansi dramatískum atburði í 3. deild- inni á sunnudag. Þeir voru 4:3 undir gegn ÍH og fengu víta- spyrnu að uppbótartíma liðnum. Spyrnan var varin og dómarinn flautaði af um leið, andartökum áður en Magnamenn fylgdu eftir og skoruðu úr frákastinu. Alvöru- dramatík og eflaust mikið hróp- að í kjölfarið þótt mig gruni að fátt af því sé prenthæft. En það er alltaf gaman að dramatík í fótboltanum. Ég við- urkenni fúslega að ég hrópaði í átt að imbanum þegar Portúgal- ar jöfnuðu metin gegn Bandaríkj- unum á heimsmeistaramótinu á sunnudagskvöldið. Ekki að ég haldi með Portúgal, raunar langt því frá, en augnablikið var bara svo magnþrungið. Já svona er maður einfaldur. Ég fletti upp orðinu sjónvarp í samheitaorðabók enda imbi eða imbakassi löngu orðið klént. Ég fékk þar upp orðið„hálfvita- kassi“ og gat ekki annað en hleg- ið enda hef ég staðið mig að því að hrópa á tækið nokkuð oft yfir heimsmeistaramótinu eins og, jú, algjör hálfviti. Það er samt ekki hægt ann- að en að lifa sig inn í þetta mót af krafti enda hefur það verið al- veg hreint mögnuð skemmtun. Nú er síðasta umferð riðlakeppn- innar hafin og lýkur á fimmtu- dag, sem þýðir að það er enginn leikur á föstudaginn áður en sex- tán liða úrslitin hefjast. Illa farið með góðan föstudag segi ég. Ég vona að litlu liðin svo- kölluðu fari sem lengst. Kosta- ríka, Ekvador og Síle hafa öll komið mér skemmtilega á óvart. Ástríða þeirra er mögnuð og það er eins og ég vil sjá – þó að inn- lifunin hjá mér hafi endimörk við hálfvitakassann. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrir 39 árum léku Valsmenn gegn Celtic frá Skotlandi í Evrópukeppni bikarhafa og í gær drógust KR-ingar gegn skoska meistaraliðinu í 2. um- ferðinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Rétt eins og nú var Celtic þá með íslenskan leikmann í sínum röð- um. Nú er það Hólmbert Aron Frið- jónsson en árið 1975 var Jóhannes Eðvaldsson landsliðsfyrirliði nýkom- inn í raðir Celtic, og einmitt frá Val. Og Jóhannes lék gegn bróður sín- um, Atla Eðvaldssyni, sem þá var 18 ára gutti í Valsliðinu og sjö árum yngri en landsliðsfyrirliðinn. Jó- hannes hafði rúmum mánuði fyrr skorað sigurmark Celtic í uppgjöri Skotlandsmeistaranna gegn Eng- landsmeisturum Derby County og hann var fyrirliði Skotanna í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum. Þar tók hann vítaspyrnu en Sigurður Dagsson, markvörður Vals og lands- liðsins, gerði sér lítið fyrir og varði frá sínum gamla samherja, sem fékk tvær tilraunir til að skora. Celtic vann þennan leik 2:0 og Jó- hannes náði að koma fram hefndum gegn Sigurði með því að skora fyrsta mark Celtic í stórsigri, 7:0, í seinni leik liðanna í Glasgow hálfum mánuði síðar. Nú fá KR-ingar það erfiða verk- efni að glíma við Celtic, sem hefur sýnt styrk sinn með góðri frammi- stöðu í Meistaradeildinni undanfarna vetur. Celtic lagði Barcelona, 2:1, fyrir hálfu öðru ári og komst þá áfram í 16-liða úrslit en féll þar út fyrir Juventus. Celtic lék líka í riðla- keppni Meistaradeildarinnar síðasta vetur en komst þá ekki áfram. Vann þó heimaleik sinn við Ajax, 2:1. Celtic Jóhannes Eðvaldsson spilaði gegn Valsmönnum í Laugardal. Jóhannes lék með Celtic gegn Atla og Val  Siggi Dags varði vítaspyrnu Jóhannesar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.