Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 kna Blesa mskeiðið Höndunum sleppt á hestbaki. Teygt sig í tásurnar. Krakkarnir gera allskonar æfingar. Kristín María og Blesi. Ekki af baki dottin. Berglind Inga skólastjóri reiðskólans. Berglind Inga Árnadóttir hefur rekið reiðskólann í um 20 ár, fyrst á Reykja- lundi en nú hjá Hestamannfélaginu Herði á Varmárbökkum. „Í dag störfum við undir merkjum Hestamenntar sem er fræðslufyrirtæki þar sem eiginleikar íslenska hestsins eru nýttir á nýjan og frumlegan máta. Á veturna starfrækjum við svo reið- námskeið fyrir fatlaða,“ segir Berglind. „Reiðnámskeiðin í sumar eru fyrir alla krakka á aldrinum 6–14 ára. Svo er eitt stubbanámskeið fyrir 4–6 ára sem er alltaf vinsælt. Krakkarnir læra á allt sem viðkemur hestum. Við förum yfir eðli hestsins og umhirðu – hvernig á að umgangast hestinn, beisla, kemba og leggja á hann. Þau fá sinn hest í upphafi námskeiðs sem fylgir þeim. Þau læra ásetu og stjórnun. Yfirleitt erum við með 25 krakka á námskeiði sem er skipt niður í þrjá hópa,“ segir Berglind. REiðSKóli í 20 ÁR M yn di r/ Þó rð ur

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.