Morgunblaðið - 12.09.2014, Síða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
FERMINGAR
BRÚÐKAUP
ÁRSHÁT ÍÐ IR
ERF IDRYKK JUR
FUNDIR
RÁÐSTEFNUR
AFMÆLI
EFR I SALUR INN ER LAUS FYR IR Þ IG . . .
V I LTU
HALDA
VE ISLU?
BANKASTRÆTI 7A - 101 REYK JAV ÍK - S . 562 3232
N
FJ
d
es
ig
n
J
óhanna Ragnarsdóttir segir
veislusalinn Ásgarð vera
einn af fáum sölum á höf-
uðborgarsvæðinu sem leigja
má án hvers kyns viðbót-
arþjónustu. „Salurinn er með eld-
húsaðstöðu en aðstandendur sal-
arins annast ekki neina matseld.
Fyrir vikið hefur viðskiptavinurinn
mun meiri sveigjanleika í því hvern-
ig veislan er skipulögð og hvaðan
veitingarnar koma,“ útskýrir hún.
Ásgarður er í Stangarhyl 4 og
hefur verið fáanlegur til leigu fyrir
minni og stærri samkomur frá árinu
2005 en húsið var byggt seint á 10.
áratugnum.
Fjallasýn úr salnum
Í salnum rúmast 120 sitjandi gestir
og út um gluggana geta þeir notið
útsýnis yfir Esjuna og fallegt borg-
arlandslagið. Salurinn er á 2. hæð en
lyfta tryggir gott aðgengi fyrir alla
gesti. „Salurinn er fallega innrétt-
aður og býður upp á marga mögu-
leika í uppstillingu, hvort sem til
stendur að hafa aðeins borðhald eða
nýta stórt dansgólfið. Starfsmaður
er fólki innan handar en til að halda
kostnaði í lágmarki sér leigjandi sal-
arins um bæði undirbúning salarins
og frágang. Er salurinn auðveldur
til umgengni og ekki erfitt verk að
færa til borð og stóla í þá uppröðun
sem hentar best hverju sinni,“ út-
skýrir Jóhanna og bætir við að fá
megi fallega taudúka leigða á kostn-
aðarverði.
Skjávarpi og tjald er á staðnum
og hljómflutningstæki og segir Jó-
hanna að aðstaðan henti vel fyrir
brúðkaupsveislur, árshátíðir og
fundi, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Að geta leigt sal án þjónustu segir
Jóhanna að bæði hjálpi fólki að
halda kostnaðinum í lágmarki, og
líka geti það gert viðburðinn hlý-
legri og skemmtilegri. Það séu ekki
endilega eftirminnilegustu og
ánægjulegustu samkomurnar sem
haldnar eru á flottustu hótelunum
og í þjónustusölunum. „Krist-
alljósakrónur og glamúr er ekki
endilega ávísun á góða veislu, og
mörgum sem þykir langbest þegar
viðburðurinn hefur á sér heim-
ilislegra yfirbragð.“
Þarf oft margar hendur
Framundan er líflegt tímabil í
veisludagatalinu. Nú gengur í garð
tími árshátíða og starfsmannafagn-
aða, þá koma jólaveislur fyrir full-
orðna sem og fyrir börnin, og inn á
milli ýmiskonar fundir, fyrirlestrar
og afmælisveislur.
Jóhanna lumar á ýmsum góðum
ráðum fyrir þá sem hyggjast halda
veislu og nefnir hún fyrst af öllu að
fólki hætti stundum til að vanmeta
hversu margar hendur þarf til
verksins. „Ekki aðeins þarf að
ganga frá mörgum lausum hnútum
við sjálfan undirbúninginn heldur
þarf líka fólk til að halda utan um at-
burðinn á meðan hann stendur yfir,
og svo til frágangs að veislunni lok-
inni. Þarf fólk til að undirbúa salinn
og skreyta, og líka til að halda utan
um matseldina, hugsa um hlað-
borðið eða þjóna til borðs, manna
barinn og sinna skemmtidag-
skránni. Ástæða þess að svo mörg-
um hættir til að vanmeta þennan
þátt er að almennt sjáum við ekki
mikilvægi góðrar þjónustu fyrr en
hún klikkar. Þegar allt gengur upp
sér hinn almenni gestur ekki hve
mikið er fyrir hann gert.“
Ýmsum brögðum má svo beita til
að skapa gott andrúmsloft í veisl-
unni. „Mikilvægt er að hafa t.d. ein-
hverja tónlist í gangi í bakgrunn-
inum. Það þarf ekki að vera nema
rétt smávegis ómur, og miklu betra
fyrir andrúmsloftið en að hafa al-
gjöra þögn. Íslensk tónlist gefst oft
mjög vel. Það virðist einhvern veg-
inn setja fólk í rétta skapið ef það
heyrir óminn af kunnuglegri ís-
lenskri músík þegar komið er til
veislunnar.“
Einnig verður að passa upp á
tímasetningarnar, og skilja dæmi-
gerða óstundvísi Íslendinga í
veislum: „Búast má við að þorri
fólks komi um hálftíma of seint á
staðinn og gott ef maturinn er bor-
inn fram hálftíma síðar, þ.e. klukku-
stund eftir að veislan hófst form-
lega. Ef maturinn er fyrr á ferðinni
er salurinn hálf tómlegur, en ef mat-
urinn kemur mikið seinna eru gestir
farnir að verða órólegir.“
Farið rólega í vínið
Jóhanna minnir líka á að meira
áfengi er ekki alltaf ávísun á meiri
gleði. Opinn bar og mikil víndrykkja
geti stundum látið andrúmsloftið
súrna. „Þegar þjónað er til borðs
ætti að finna rétta meðalveginn í því
hversu oft er fyllt á glösin. Ef gestir
verða of drukknir þá er bara ekkert
gaman lengur.“
Segir Jóhanna að það geti líka
hjálpað til við að skapa farsæla
veislu að raða gestum vandlega nið-
ur á borðin. „Þeir sem hafa reynslu
af þjónustustörfum kannast við það
fyrirbæri á árshátíðum að til verður
það sem kalla má „drukkna borðið“.
Þar kemur saman fólk, sem vinnur
ekki endilega við sömu deildina en á
það sameiginlegt að þykja gaman að
drekka óhóflega. Við þetta borð hafa
þau síðan stuðning hvort frá öðru í
þessari hegðun.“
Langar og mjög veglegar veislur
eru heldur ekki endilega skemmti-
legri en stuttu og léttu veislurnar.
Jóhanna segir að þeir sem vilji
sleppa vel með reikninginn ættu að
bjóða upp á smárétti og standandi
veislu. „Slík veisla getur staðið yfir
frá t.d. 7-8 og endað kl 10. Allir fá
eitthvað gott að borða, spjalla á léttu
nótunum við aðra gesti, og fengu
tækifæri til að fara í sparifötin. Þarf
í sjálfu sér ekki meira en það til að
segja að kvöldið hafi heppnast vel.“
Jafnframt segir Jóhanna gott að
velja fögnuðinum stað þar sem gest-
ir geta fundið sér ólík svæði til að
dvelja á eftir skapi og líðan. Ekki
öllum líði vel í stórum sal með mik-
inni glym og galsa, og gott ef gest-
irnir geta brotið upp kvöldið með því
t.d að tylla sér um stund afsíðis í ró-
legri setustofu. „Í anddyri Ásgarðs
er einmitt að finna rólegt lítið svæði
með sófum og stólum og þegar veisl-
an er í fullu fjöri í aðalsalnum má oft
finna nokkra sem hafa dregið sig í
hlé til að eiga notalegt spjall á hljóð-
látara svæði.“
ai@mbl.is
Tímasetja þarf veislur með tilliti til óstundvísi
Íslendinga. Flestir mæta hálftíma of seint og
gott ef maturinn er borinn fram klukkutíma eft-
ir að veislan hófst formlega. Meira áfengi er
heldur ekki á ávísun á meiri gleði. Veislusal-
urinn Ásgarður er leigður út án veitinga og
þjónustu og gefur það leigjandanum mikinn
sveigjanleika
Hvítt Ekkki má glema að gera ráð fyrir dúkum og servíettum þegar haldnar eru fínar veislur. Viðkunnalegt Skemmtilegustu veislurnar hafa oft persónulegt handbragð gestgjafans.
Morgunblaðið/Þórður
Afslappað „Í anddyri Ásgarðs er að finna rólegt lítið svæði með sófum og stólum og þegar veislan er í fullu fjöri í aðalsalnum
má oft finna nokkra sem hafa dregið sig í hlé til að eiga notalegt spjall á hljóðlátara svæði,“ segir Jóhanna.
Veisla með útsýni
yfir Esjuna