Morgunblaðið - 12.09.2014, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
Flottar veislur
www.veislan.is
26 ára reynsla
• Veislumatur
• Kökugerð
• Smurbrauð
Veislan er alhliða
veisluþjónusta,
býður upp á fyrsta
flokks mat,
veislusal,
borðbúnað og
heildarlausn í
veisluna þína
ásamt persónulegri
þjónustu.
Veislan býður uppá
ýmis hlaðborð, 2 til 6
rétta seðla og margt
fleira. Fyrsta flokks
hráefni úr eldhúsi
Veislunnar.
Smáréttahlaðborð.
Mikið úrval af tapas-
réttum og canape
sem eru vinsæl í
afmæli, móttökur
og partý.
Terta með
brúðarmassa úr
handverksbakarí
Veislunnar, bjóðum
uppá fjölbreytt úrval
af tertum, kökum og
brauðmeti.
Smurbrauðsdeild
Veislunnar töfrar
fram fallegar kaffi-
snittur, skreyttar
brauðsneiðar og
brauðtertur, vinsælt
fyrir fundi, afmæli
og erfidrykkjur.
Hringdu og leitaðu tilboða • Sími 561 2031
T
uttugasta hæðin í Turn-
inum í Kópavogi hefur
skapað sér sess sem einn
af betri veislustöðum
landsins. Staðurinn er nú
i höndum nýrra eigenda en fjöl-
skyldan í Múlakaffi tók starfsem-
ina nýlega yfir. Hefur sú breyting
verið gerð á rekstrinum að veit-
ingastaðurinn á 19. hæð var lagður
niður í þeirri mynd sem hann var
og sinnir hann í dag fyrirtækjunum
í húsinu í hádeginu, ásamt því að
vera leigður út til veisluhalda á
kvöldin og um helgar. Veisluþjón-
ustan á 20. hæð er áfram í fullu
fjöri.
Jón Örn Jóhannesson er yfrmat-
reiðslumaður Turnsins veisluþjón-
ustu. Hann segir húsakynnin
glæsileg nú sem fyrr. „Við höfum
tekið allt húsnæðið í gegn, málað
allt í hólf og gólf og slípað parketið
svo veislusalurinn er eins og nýr.
Að vanda er nóg af bílastæðum og
stór bílakjallari undir húsinu, út-
sýnið engu likt, lofthæðin mikil í
rýminu og fátt sem jafnast á við að
kíkja út á svalirnar,“ segir hann.
Allt að 400 gestir
Á 20. hæð má halda 200 manna
sitjandi veislu með hringborðum en
salurinn rúmar allt að 400 manns í
standandi boði. Salinn er svo hægt
að hólfa niður eftir þörfum, fyrir
smærri hópa. Jón Örn segir að-
stöðuna henta fyrir allar tegundir
viðburða, jafnt fermingar- og brúð-
kaupsveislur, árshátíðir og dans-
leiki, tónleika og ráðstefnur.
„Hljóðkerfi nær yfir alla hæðina og
tvö risatjöld og myndvarpa má
nota til að sýna hvers kyns efni.
Myrkvunartjöld eru á öllum glugg-
um svo hægt er að hafa algjört
myrkur í salnum á hvaða tíma árs
sem er, ef þess er óskað.“
Hægt er að skipta salnum á 20.
hæðinni í svæði A og B, að auki er
rúmgott barsvæði með aðgengi út
á svalir. Barsvæðið nýtist vel sem
móttökurými þar sem gestum er
boðið upp á fordrykk áður en sest
er til borðs.
„Heiðarlegur matur“
Aðspurður um áherslurnar í mat-
seldinni segir Jón að Turninn
veisluþjónusta leggi uppúr því að
elda það sem hann kallar „heið-
arlegan mat“. Sumir af fimustu
kokkum landsins galdra þar fram
sígilda rétti sem allir eiga að kunna
að meta. „Vinsælast er t.d. á árshá-
tíðum fyrirtækja að hafa nautakjöt
eða lambakjöt í aðalrétt og humar
eða bleikju í forrétt. Einnig hafa
vakið lukku svokölluð lúxus-
smáréttaborð þar sem maturinn er
eldaður á nokkrum „stöðvum“ í
salnum, hver stöð með ólíku
þema.“
Hann segir þá sem bera ábyrgð
á að skipuleggja afmælisveislu eða
árshátíð eiga að fara varlega í
hvers kyns tilraunastarfsemi á
matseðinum. Yfirleitt gefist best að
leita í hefðbundnu réttina sem öll-
um þykja góðir, og geyma tilrauna-
eldhúsið fyrir önnur tækifæri „Það
þarf alls ekki að finna upp hjólið í
hverri veislu og gestirnir eru yf-
irleitt ánægðastir með hefðbundinn
veislumat úr vönduðu hráefni.“
ai@mbl.is
Jón Örn yfirmatreiðslumaður segir Íslendinga kunna best að meta hefð-
bundnu veisluréttina. Gestgjafar þurfi ekki að reyna að finna upp hjólið í hverri
veislu og lamba- eða nautasteikin stendur alltaf fyrir sínu.
Morgunblaðið/Þórður
Sígilt „Vinsælast er t.d. á árshátíðum fyrirtækja að hafa nautakjöt eða lambakjöt í aðalrétt,“ segir Jón Örn.
„Útsýnið er engu líkt“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Himnar Turninn í Kópavogi gnæfir yfir nágrennið og útsýnið er einstakt.
Glansandi Hefðbundnir réttir reynast vel. Hamborgarhryggur fyrir jólaboðið.
Ein af stóru spurningunum sem
gestgjafinn stendur frammi fyrir er
hvaða drykki á að bjóða með matn-
um, og í hve miklu magni. „Við höf-
um oft þann háttinn á að skemmti-
nefndin, ef um er að ræða viðburð á
vegum fyrirtækis eða stofnunar, fær
að smakka tvær-þrjár tegundir af
rauðu og tvær-þrjár af hvítu, í mis-
munandi verðflokkum. Ódýrasta vín-
ið er þá ágætt „keyrsluvín“ en líka
hægt að velja fínni og dýrari flösk-
ur.“
Jón Örn segir fara mjög eftir til-
efninu, og eftir lengd veislunnar
hvað gera þarf ráð fyrir mörgum
glösum á hvern gest.
Er vínmagnið áætlað fyrirfram og
svo flöskurnar taldar að veislunni
lokinni.
Velja milli nokkurra víntegunda