Morgunblaðið - 12.09.2014, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ | 7
E
kki verður of mikil áhersla
lögð á gildi tónlistarinnar fyr-
ir veisluna. Réttu lögin koma
jafnvel önugustu gestum í
gott skap og ómótstæðilegur
smellur fær fólk til að drífa sig út á
dansgólfið.
Gestgjafi sem leggur mikið uppúr
fallegum sal, ljúffengum mat og fínum
vínum, en gleymir að hugsa út í tónlist-
ina, er að gera stór mistök.
Fyrst ætti að skoða þann möguleika
að fá einfaldlega fagmann til að sjá um
tónlistarhliðina. Plötusnúðar kunna t.d.
ekki bara að trylla lýðinn á næturklúbb-
unum heldur geta þeir sett saman tón-
listarpakka fyrir ólík tilefni.
Ef fjárhagurinn leyfir ekki að panta
lagalista frá plötusnúð þá getur reynst
vel að leita hjálpar á netinu. Ekki þarf
að leita lengi á Google, eða jafnvel á
YouTube til að finna síður þar sem tón-
listarhugmyndum fyrir veislur er safn-
að saman. Leit að „Party Mix“ eða
„Party Playlist“ á YouTube vísar strax á
fyrirfram-smíðaða lagalista, sem er
hægt að spila sísvona ef hljóðkerfið er
nettengt, ellegar nota lögin sem þar
eru sem forskrift að handvöldu tónlist-
arprógrammi.
Tónlistin verður vitaskuld að hæfa
tilefninu, og gestunum. Ekki boðar gott
að spila nýjustu smellina með One Di-
rection í veislu þar sem gestirnir eru
allir löngu komnir af léttasta skeiði. Á
sama hátt er ekkert endilega sniðugt
að taka syrpu af Brandenbúrgarkons-
ertum í gleðskap fyrir táninga.
Rólegt í bakgrunni
Tónlistin ætti heldur ekki að vera af
þeirri tegund sem tekur til sín alla at-
hyglina. Tónlistin á að vera í bakgrunn-
inum.
Þá getur verið gott að lagalistinn
breyti um takt og styrk eftir því sem
veislunni vindur fram. Þegar fólk situr
að snæðingi getur ómur af rólegum
djassi skapað notalegt andrúmsloft, en
þegar kemur að desertinum og sumir
fara að gjóta augunum að dansgólfinu
er kannski sniðugt að skipta yfir í Si-
natra-sveiflu og hækka örlítið í.
Á sama hátt, ef ekki þykir æskilegt
að teitin standi yfir langt fram á nótt,
er hægt að nota tónlistina til að róa
hópinn frekar en örva, og leyfa þannig
veislunni að fjara þægilega út. Þeir sem
eiga í mesta basli með að muna eftir
hentugum lögum ættu að kíkja á vef-
síðuna Musicovery.com. Þar er haldið
úti stóru safni laga sem flokkuð hafa
verið eftir tónlistarstefnu, hrynjandi og
hlýleika.
Þarf bara að merkja við réttu reitina
og tilgreina „skapið“ sem sóst er eftir
og forritið galdrar fram röð af lögum.
Musicovery er máski hægt að tengja
beint við hljóðkerfið ef góð nettenging
er á staðnum, en öruggara er samt að
nota tillögur forritsins bara til innblást-
urs og leiðsagnar, því stundum tekur
kerfið feilspor og skýtur inn lagi sem er
á skjön við þau sem koma á undan og á
eftir.
ai@mbl.is
Tónlistin ræður úrslitum
Töluverð kúnst að setja
saman hinn fullkomna
lagalista fyrir veislur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stuð Góður plötusnúður getur gert gæfumuninn. Frá viðburði á Laugavegi.
Morgunblaðið/Golli
Glamúr Ef gestirnir eiga að dansa þarf tónlistin að vera við hæfi. Frá Fiðluballi.
Morgunblaðið/hag
Yndi Hvað með smá djass í bakgrunn-
inum, af diski eða jafnvel lifandi? Sig-
urður Flosason mundar saxafóninn á
þessari mynd úr safni.