Morgunblaðið - 12.09.2014, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11
GLÆSILEGIR SALIR, FRÁBÆR AÐSTAÐA
OG FJÖLBREYTTIR MAT- OG KAFFISEÐLAR
Hótel Kea hefur þrjá sali sem hver um sig rúma allt að 50 manns.
Einnig er hægt að opna fyrir hluta af sölum eða alla, allt eftir hentugleika og stærð fundar/samkvæmis.
Salir Hótel Kea rúma allt að 160 manns, því er Hótel Kea tilvalið fyrir árshátíðir eða samkvæmi af öllum toga.
Salina er hægt að útbúa með sviði og hljóðkerfi. Í salnum er bar sem heitir Veigaberg og er staðsettur í miðju rýmis.
Í hverjum sal er skjávarpi, tjald, tölva og hljóðnemi til afnota fyrir hverslags viðburð sem þar fer fram.
Litlir fundir – stórir fundir – ráðstefnur – smærri veislur – stærri veislur – árshátíðir – gala kvölverður
námskeið – hópefli – kynningar – fermingar – brúðkaup – afmæli – tónleikar og allt sem hægt er að hugsa sér.
Hóte l Kea | Hafnars t ræt i 87 - 89 | S ími 460 2000 | fax 460 2060 | kea@keahote ls . i s
www.keahotels.is
V
ið höfum litið á þetta sem okkar sér-
stöðu í þeirri flóru veislusala sem
standa fólki til boða. Að hafa val-
kosti fyrir fólk um alla þá þjónustu
sem helst er óskað eftir í kringum
veislur og mannfagnaði, en skylda samt ekki
til að kaupa hana. Sumir vilja einfaldlega
halda kostnaðinum niðri með því að gera hlut-
ina sjálfir og þá er gott að geta leigt sal án
þess að þurfa að taka allan pakkann með,“ út-
skýrir Skúli Björnsson, einn aðstandenda
veislusalar FÍ. „Konseptið í þessu dæmi er
sem sagt að bjóða upp á sal þar sem fólk getur
gert sem mest sjálft, ef það vill.“
Viðskiptavinir hafa valið
Að sögn Skúla þýðir þetta að hægt er að leigja
salinn með eða án veitinga, með starfsfólki eða
án, með ræstingum eða án og með barþjón-
ustu eða án. Viðskiptavinir setja þetta svo upp
eins og þeim hentar og leigja þá viðbótarþjón-
ustu sem þeir kjósa. „Þetta er það sem okkur
fannst vanta í þessa veislusalaflóru – aðstaða
þar sem allt er til alls til að halda hvers konar
mannfagnað eða fund sem vera skal en án
kvaða um keypta viðbótarþjónustu. En auðvit-
að stendur þetta allt til boða hjá okkur, mat-
urinn, þrifin, barþjónustan og svo framvegis.
Það eru bara svo margir salir þar sem
ákveðnar kvaðir fylgja með salnum um keypt
þrif, veitingar, starfsfólk í veislunni og þvíum-
líkt. Manni hrýs hugur við sögum sem maður
hefur heyrt af því að í eina erfidrykkju hafi
þurft að kaupa veitingar fyrir 6-800 þúsund
krónur til að geta leigt salinn.“
Skúli bætir því við að móttökueldhús sé til
staðar fyrir veitingarnar og öll aðstaða til að
taka við matnum.
Rúmgóð salarkynni
Skúli bendir á að gestir komi inn í afar rúm-
góðan móttökusal þar sem hentugt sé að bjóða
upp á fordrykk áður en gengið er til borðs í
aðalsalnum, nokkuð sem hentar sérstaklega
vel til dæmis í brúðkaupsveislum. Aðgengi
fyrir hjólastóla er í gegnum starfsmannainn-
gang. „Salurinn sjálfur er um 320 fermetra og
tekur á þægilegan máta um og yfir 250 manns
í sæti, og er leyfi fyrir 300 manns,“ bendir
Skúli á. Salurinn er mjög vel búinn með skjá-
varpa og rafdrifnu sýningartjaldi, nýju og
vönduðu hljóðkerfi, auk þess sem að þar er
góður bar. Annar stærri bar er svo við eldhús-
inngang.
Aðbúnaður og aðstaða
„Það ljær salnum okkar nokkra sérstöðu
hversu heppilegur hann er í laginu, en hann
liggur í nokkurs konar hálfhring. Það þýðir að
sætin raðast betur upp í hann og það sjá allir
til, öfugt við ferkantaða sali þar sem þeir sem
sitja innst sjá ekkert né heyra af því sem fer
fram. Í okkar sal sést vel hvaðan sem er og
hljómburður er hreint afbragð. Lofthæðin er
góð í salnum og notkunarmöguleikar miklir.“
Í húsnæðinu er líka að finna sérstaka að-
stöðu fyrir starfsmenn með salerni og fata-
hengi. Þar er ennfremur ræstikompa, stóla-
geymsla og búningsaðstaða. „Inn af bar er
eldhús með uppþvottavél, hilluplássi, upphit-
unaraðstöðu fyrir veitingar og gott skápa-
pláss. Svo er nóg af bílastæðum fyrir utan svo
það verða ekki vandræði með það,“ bendir
Skúli á. „Í salnum má halda hvers konar
mannfagnaði á borð við afmælisveislur, fundi
og ráðstefnur, móttökur, brúðkaup, afmæli,
árshátíðir, hvataferðir, jólahlaðborð, ferm-
ingar, erfidrykkju og margt fleira. Heimasíða
fyrir FÍ-salinn verður svo tilbúin í lok sept-
ember en þangað til bendum við áhugasömum
á að hafa samband við okkur símleiðis í núm-
erið 779 2222,“ segir Skúli að lokum.
jonagnar@mbl.is
Hátt til lofts og vítt til veggja
Bogadreginn Lögunin á stóra salnum er
sérlega heppileg fyrri veislur því allstaðar
sést vel til og hljóð afbragsgott.
Í Mörkinni 6 er veislusalur
Ferðafélags Íslands. Rekstr-
araðilar hans leggja áherslu
á að hafa alla mögulega
þjónustu í boði en um leið
eru engar kvaðir um þjón-
ustukaup á viðskiptavinum.
Móttökusalur Þar er tilvalið að hefja veisluna með fordrykk og léttu spjalli.