Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 06.09.2014, Síða 4

Barnablaðið - 06.09.2014, Síða 4
BARNABLAÐIÐ4 Frá keppninni í Kanada. Á Íslandsmóti á Akureyri. Þorgeir Ólafsson, 13 ára: Dreymir um að sigla í kringum jörðina Hvenær byrjaðir þú að æfa siglingar? Ég byrjaði átta ára, þá dró pabbi mig af stað. Í dag æfi ég þrisvar sinnum í viku í Nauthólsvík, en þar hefur Siglingafélag Reykjavíkur aðstöðu. Á hvernig bát ertu? Ég er svökölluðum Optimist en svo eru aðrar tegundir sem nefnast Laser og Secret. Allt eru þetta mis- munandi gerðir af kænum. Kæna er lítil opin seglskúta með eitt mastur og lausan kjöl án kjölfestu. Hvernig æfið þið? Við siglum eftir ákveðnum brautum sem er merktar með baujum. Svo förum við líka oft í alls konar leiki. Tíu metrar á sekúndu er eiginlega alveg hámarksvindur fyrir okkur á æfingum. Sjö metrar á sekúndu er fínt, þá er ég ánægður. Ég keppi í flokki 15 ára og yngri. Hvernig útbúnað þarf maður? Blautgalla, blautskó, vindjakka, björgunarvesti og hanska. Varðandi bátinn sjálfan á ég til dæm- is seglið sjálfur en bátsskelina fæ ég að láni. Verður maður aldrei hræddur úti á sjó? Ég verð sjaldan hræddur. Hef samt orðið sjóveikur, sérstaklega ef maður er búinn að borða mikið áður en maður fer út á sjó. Hvað er skemmtilegast við siglingar? Það er skemmtilegast að vera í miklum vindi, þá fer maður hraðast. En hvað er það erfiðasta? Það er erfiðast að eiga við lognið. Svo getur líka verið ákveðin kúnst að vera með vindinn í bakið. Þá þarf maður að stilla seglið rétt. Á hvaða mótum hefur þú keppt? Ég hef unnið Íslandsmótið á Optimist síðustu tvö ár en með þrotlausum æfingum kemur árangurinn smátt og smátt. Í sumar keppti ég einnig erlendis, á Írlandi og í Kanada. Á Írlandi keppti ég á Evrópu- meistaramóti 15 ára og yngri og fórum við tveir keppend- ur frá Íslandi. 254 kepp- endur tóku þátt og mikið umstang er í kringum svona keppni. Fyrir hálfum mánuði keppti ég í Kanada og lenti í 48. sæti. Ég er mjög ánægður með þann árangur. Þetta fer allt í reynslubankann. Á tímabili voru aðstæður mjög erfiðar þar sem við sigldum stundum í miklum vindi, eða nálægt 14 metrum á sekúndu. Þá þarf maður að hafa fulla einbeitingu. Farnir voru 10 hringir og tekur hver hringur um klukkustund. Mótið stóð yfir í nokkra daga. Þegar ég fer á mót erlendis tek ég mitt eigið segl með en bátinn sjálfan leigjum við á staðnum. Eru fleiri í fjölskyldunni sem stunda siglingar? Pabbi og svo er systir mín líka aðeins. Hvernig er framhaldið? Þegar ég verð 16 ára þá fer ég á Laser-bát. Það eru þrjú segl á honum og maður velur segl eftir þyngd. Svo dreymir mig um að sigla einhvern tímann í kringum jörðina. Taka þátt í Volvo Ocean Race. Það væri gaman. Þar er keppt á risa- seglskútum. Þorgeir Ólafsson er 13 ára sigl- ingakappi úr Lindaskóla í Kópa- vogi. Hann æfir þrisvar í viku hjá Brokey, siglingafélagi Reykjavíkur. Þorgeir hefur unnið Íslandsmót 15 ára og yngri síðastliðin tvö ár og keppti á tveimur stórmótum erlendis í sumar. „Á Írlandi kep pti ég á Evrópum eistaramót i 15 ára og y ngri og fór um við tveir ke ppendur fr á Íslandi. 25 4 keppend ur tóku þátt o g mikið um - stang er í k ringum svona kepp ni.“

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.