Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Brynjar Karl Birgisson er 11 ára gamall einhverfur drengur sem vinnur að því að byggja líkan af Titanic úr Lego-kubbum. Skipið er alls 6,33 m á lengd og er Brynjar meira en hálfnaður með verkið. Hver eru þín helstu áhugamál? Lego og tölvan. Ég er mikið tölvu- nörd, þó ég segi sjálfur frá. Hvað er svona spennandi við Lego? Þetta er bara mjög skemmtilegt dót. Ég byrjaði að fá áhuga á Lego og Titanic og hef ekki stoppað síðan. Hvað ertu nákvæmlega að gera? Ég er að byggja stærsta skip í heimi, Titanic, úr Lego-kubbum. Hefur þú farið í Legoland í Danmörku? Já, ég hef farið. Ég hef verið u.þ.b. 7 ára og það var mjög skemmtilegt. Ég sá ekkert þar í þessari stærðar- gráðu sem mitt Titanic verður. Af hverju Titanic? Fallegt skip, stórt, og hraðskreitt. Þar var líka mjög góður matur. Ég hafði mikinn áhuga á John Lennon, Jesús og lestum. Ég horfði mikið á lestar þegar ég var lítill, gufulestar snúast í hringi. Mig langaði svo mikið að verða lestar- stjóri. Ég sá Titanic þegar ég var að horfa á myndband á Youtube og þá byrjaði það að vera áhugamál. Hvernig heldur þú að það hafi verið að vera um borð í Titanic? Það sem ég veit er að það voru 2.200 manns á skipinu þegar það sökk. Ég hefði allavega ekki viljað vera um borð þegar það sökk. Það hefði eflaust verið gaman að sigla með því, en það sökk í fyrstu ferðinni og náði ekki til New York. Nú er í smíðum Titanic II, hvernig líst þér á það? Mjög vel, árið 2016 verður tilbúið nýtt Titanic II. Mamma mín lofaði að við myndum sigla með nýja Titanic-skipinu sumarið 2016. Það skip verður töluvert stærra og með fleiri strompum. Ég er búinn að skoða þetta nýja skip dálítið. Þar verða til dæmis betri sundlaugar og miklu stærri. Undir skipinu verða þrjár skrúfur, sem er dálítið öðruvísi en í gamla daga. „Það verður öllu m boðið á sýn ingu þegar skip ið verður klárt. Öllum þeim sem hafa styrkt mig og öllum sem þekkja mig.“ Dreymir um að verða stýrimaður á skemmtiferðaskipi Titanic-skipið í öllu sínu veldi.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.