Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 1
Verkfall hafið » Læknar hófu verkfalls- aðgerðir á miðnætti. » Bráðaþjónusta tryggð. » Ekki bjartsýnn á að samn- ingar náist á næstu dögum. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við munum tryggja öryggi sjúklinga meðan á verkfallinu stendur og skipu- leggjum vinnuna þannig að neyðar- þjónusta verði veitt,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækn- inga á Landspítalanum, en á miðnætti hófust verkfallsaðgerðir lækna. Þær eru tímabundnar og munu hefjast á ólíkum tímum eftir hópum. Í dag lögðu læknar niður störf á heilsu- gæslum á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar á landsbyggðinni annars veg- ar og á rannsóknarsviði og kvenna- og barnasviði á LSH hins vegar. Um 300 læknar munu starfa á und- anþágu, fyrst og fremst við það að tryggja bráðaþjónustu. Síðasti samn- ingafundur var á fimmtudag. „Við getum í raun ekki skipulagt okkur nema um örfáa daga í senn. Við getum í raun lítið annað en vonað að deiluaðilar, þ.e. ríkið og læknafélagið, leysi málið,“ segir Ólafur. Boðað hefur verið til kjarafundar í dag klukkan 16. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, seg- ist „ekkert sérstaklega bjartsýnn“ á að samningar náist á næstu dögum. Áhersla á neyðarþjónustu  Verkfallsaðgerðir lækna hófust á miðnætti  Tímabundnar aðgerðir sem ná til ólíkra hópa á ólíkum tímum  Byrjar á heilsugæslum og tveimur deildum á LSH M„Höfum verulegar áhyggjur“ »4 M Á N U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  251. tölublað  102. árgangur  HÖNNUÐU EFTIRLÍKINGAR AF FRÆGUM HÚSUM ÍSLENSKAR OG PÓLSKAR BÓKMENNTIR INNRA MEÐ HENNI BÝR KRAFT- MIKILL HRAFN LESTRARHÁTÍÐ 26 HVETJANDI UMHVERFI 10AGNARSMÁAR BYGGINGAR 12 Morgunblaðið/Árni Sæberg Við veiðar LÍÚ og SF sameinast í SFS.  Landssamband íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) mun næstkomandi föstudag heyra sögunni til þegar það sameinast Samtökum fisk- vinnslustöðva (SF) undir heitinu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þetta staðfesti Karen Kjart- ansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Að sögn hennar er stefnt að því að fulltrúar félaganna beggja hitt- ist fyrir hádegi næstkomandi föstu- dag til þess að kjósa hina nýju stjórn SFS. „Þá verða formaður, fulltrúar í framkvæmdaráð og stjórn kosin. Svo verður þetta kynnt,“ segir Karen. LÍÚ og SF mynda Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) Morgunblaðið/Golli Setning Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, flutti ávarp. Magnús E. Kristjánsson, forseti Kirkjuþings, gagnrýndi stjórnvöld í upphafsræðu sinni við setningu Kirkjuþings um helgina. „Með nýrri ríkisstjórn vonuðum við að málstað kirkjunnar væri sýnd- ur meiri skilningur,“ sagði hann og kvað í framhaldi aðferðir fjár- málaráðuneytisins ekki geðfelldar. Auk fjármála Þjóðkirkjunnar var skýrsla kirkjuráðs rædd og kosið var í embætti. Framtíð Þjóðkirkjunnar var einnig til umræðu og kvað Magn- ús hana þurfa að takast á við breyt- ingar. »6 Þörf á breytingum  Fjármál Þjóðkirkjunnar í brennidepli Frændurnir Haukur Leó og Svavar Óli gáfu sér góðan tíma til þess að stilla sér upp fyrir ljós- myndara Morgunblaðsins þegar sá mætti þeim á Klambratúni í Reykjavík. Voru kapparnir, sem virðast vel meðvitaðir um mikilvægi hjálmanotk- unar á hjólum, að njóta vetrarblíðunnar og þöndu þeir fáka sína af miklum móð. Áfram má búast við fremur björtu en köldu veðri á höf- uðborgarsvæðinu næstu daga. Frændur þöndu fáka sína á Klambratúni í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Tveir guttar í ævintýraferð í höfuðborginni  Af 123 evr- ópskum bönkum náðu 25 ekki að fullnægja kröf- um álagsprófs Evrópsku bankaeftirlits- stofnunarinnar. Helmingur bank- anna sem féllu hefur bætt stöðu sína frá áramótum og stæðist prófið í dag. Ítalskir bankar stóðu sig áber- andi illa og Monte dei Paschi stóð sig verst. »14 Fimmtungur banka féll á álagsprófi Fyrir f lottan málstað er bleikur miði hugsaðu um heilsuna 200KR. húð, bein og l iði . www.gulimidinn.is Rétt fyrir klukkan fimm í gærdag mældist brennisteinsdíoxíð 5,5 ppm, eða yfir 14000 míkrógrömm á rúm- metra, í Höfn á Hornafirði. Þetta er skilgreint sem hættuástand að sögn loftgaedi.is. Styrkurinn fór upp í 18.500 míkrógrömm á rúmmetra kl. 18 í gær en hefur ekki farið hærra síðan þá. Þetta eru afar há gildi og ljóst þykir að staðan verði síst skárri í dag. Búið er að senda út tilmæli til foreldra barna í grunn- og leikskóla um að keyra börn sín í skólann á morgun. Fólk er almennt beðið um að halda sig innandyra meðan ástandið er óbreytt og ljóst er að lítil starfsemi mun fara fram ut- andyra. Mengunin frá eldgosinu á Holuhrauni mun því raska tölu- verðu á þessu svæði. Íbúar á svæðinu sem Morgunblað- ið hefur rætt við segjast finna fyrir höfuðverk, særindum í hálsi og óbragði í munni vegna gosmengun- arinnar. »2 Fór yfir hættumörk  Héldu sig inni vegna gosmengunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.