Morgunblaðið - 27.10.2014, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er ákaflega flókið mál og menn treystu sér ekki til þess að setja niður tiltekin viðmið,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, en á þingi Al- þýðusambandsins, sem lauk síðast- liðinn föstudag, voru launakjör stjórnenda fyrirtækja til umræðu. Í einni af þeim sjö ályktunum sem samþykktar voru á þinginu kemur fram að lífeyrissjóðir launafólks séu stórir eigendur í fjölmörgum fyrir- tækjum og að sjóðir geti tekið ákvörðun um að „fjárfesta ekki í fyrirtækjum þar sem laun æðstu stjórnenda eru það há að þau mis- bjóði siðferðisvitund alls almenn- ings“. Spurður hvort krafa hafi komið upp á þinginu þess efnis að sett yrðu fram töluleg viðmið fyrir launakjör stjórnenda fyrirtækja kveður Gylfi nei við. „Menn óttuðust það að ef sett yrði upp tiltekið viðmið þá gæti það virkað sem tilefni hjá mörgum til að hækka upp í það,“ segir hann og bætir við að mál þetta verði áfram til skoðunar hjá Alþýðusam- bandinu. „Það er alveg ljóst að þetta er komið upp að einhverjum þol- mörkum sem fólki finnst vera há.“ Grundvöllur að reiði og ólgu Lögð er áhersla á í sömu ályktun að „lífeyrissjóðir yfirfari og skerpi á eigendastefnum sínum þannig að sjóðirnir verði betur í stakk búnir til að bregðast við ofurlaunum æðstu stjórnenda fyrirtækja“. Aðspurður segir Gylfi ályktun þessa draga fram skýra afstöðu verkalýðshreyf- ingarinnar til þess sem hann kallar lítt rökstudd ofurlaun. „Stjórnir og stjórnendur fyrirtækja verða einnig að átta sig á því að með þessu hátta- lagi sínu eru þau að skapa grundvöll að reiði og ólgu. Ef ekki verður fundin leið til þess að gera þetta með meiri sátt þá mun það koma í bakið á fyrirtækjunum,“ segir Gylfi. Í annarri ályktun sambandsins, um uppbyggingu kaupmáttar til framtíðar, kemur m.a. fram að „sá kaupmáttur sem samið er um í kjarasamningum verði varinn, t.d. með rauðum strikum“. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir vel hafa tekist að und- anförnu að byggja upp kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu. „Það sem skiptir nú mestu máli er að verja þennan stöðugleika sem náðst hefur. Verkföll og launakröfur sem hleypa munu af stað verðbólgu koma ekki til með að hjálpa okkur,“ segir Þorsteinn og bætir við að nú sé þörf á víðtækri samstöðu um næstu skref. Ekkert þak sett á launakjör Gylfi Arnbjörnsson Þorsteinn Víglundsson  Ekki voru sett tiltekin viðmið fyrir launakjör stjórnenda fyrirtækja á þingi Alþýðusambands Íslands  „Þetta er ákaflega flókið mál,“ segir forseti ASÍ Hið árlega skákmót Æskan og ellin fór fram um helgina í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur en þar tefldu skákmenn yngri en fimmtán ára við skákmenn eldri en sextíu ára. Alls voru þátttakendur hátt í hundrað en sig- urvegari að þessu sinni var úr liði ellinnar, Bragi Halldórsson, en hann fór einnig með sigur af hólmi í fyrra. Bragi hlaut 7½ vinning og varð jafn Guð- finni R. Kjartanssyni að vinningum en ofar að stigum. davidmar@mbl.is Æskan mætir ellinni við skákborðið Morgunblaðið/Golli Skákmótið Æskan og ellin fór fram um helgina þar sem Bragi Halldórsson sigraði Guðlaugur Þór Þórðarson al- þingismaður ætl- ar að bjóða sig fram í embætti ritara Sjálfstæð- isflokksins. Flokksráð Sjálf- stæðisflokksins kemur saman næstkomandi laugardag. Þá á að kjósa til embættis ritara en mið- stjórnin samþykkti skipulagsbreyt- ingarnar með miklum meirihluta og er því búist við að þær verði samþykktar. „Ritari mun bera sér- staka ábyrgð gagnvart innra starfi Sjálfstæðisflokksins. Í þrjá áratugi hef ég unnið með öflugri grasrót Sjálfstæðisflokksins um land allt sem formaður ungs sjálfstæðisfólks í Borgarnesi og á Akureyri, for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, varabæjarfulltrúi í Borg- arnesi og borgarfulltrúi í Reykjavík, þingmaður og ráð- herra,“ segir Guðlaugur, sem telur mikilvægt að virkja krafta allra þeirra sem vilja leggja hönd á plóg í flokksstarfinu. Býður sig fram til ritara Guðlaugur Þór Þórðarson  Kosið á laugardag Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Gasmengun frá eldgosinu í Holu- hrauni mældist töluverð á Höfn í Hornafirði og nágrenni í gær. Á milli 9.000 og 21.000 míkrógrömm á rúm- metra mældust í bænum og eru það hæstu gildi sem mælst hafa í byggð að sögn Víðis Reynissonar, deildar- stjóra Almannavarna. „Mengunin gæti minnkað aðeins á svæðinu í kvöld og í nótt en svo er búist við því að hún komi aftur á morgun, mánu- dag,“ segir Víðir en hann bendir fólki á að hafa samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum í öndunar- vegi. „Þeir sem eru veikir fyrir, t.d. með astma, verða að passa upp á að taka lyfin sín samkvæmt ráðlegging- um lækna.“ Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, segir að fylgst sé með menguninni í bænum og brugðist við líkt og annars staðar þar sem gosmengunin hafi gengið yf- ir. „Fólk heldur sig inni og hækkar í ofnum og fylgir almennt leiðbeining- um sem finna má t.d. á vef Umhverf- isstofnunar.“ Ástandið í bænum í gær sagði Björn helst minna á góða þoku og að mistur hefði sést í um 150 til 200 metra fjarlægð. „Mengunin liggur yf- ir bænum eins og blá þoka.“ Íbúar finna fyrir óþægindum Hulda Laxdal Hauksdóttir, annar skólastjóri grunnskólans á Horna- firði, segir skólastarf hafa raskast lít- illega vegna mengunarinnar. „Við sendum börnin ekki út í frímínútur þegar mengunin er mikil og skóla- sund hefur verið fellt niður. Að öðru leit hefur skólastarf gengið sinn vanagang.“ Hún segir þó að finna megi fyrir áhrifum mengunarinnar þegar hún er mikil. „Höfuðverkur og sviði í hálsinum leggst á marga og síð- an má finna óbragð í munninum sem erfitt er að lýsa.“ Íbúar virðast vel upplýstir um mengunina og segir Hulda að börnin í skólanum séu meðvituð um ástandið og dugleg að nota buff eða annan búnað þegar farið er milli skólabygg- inga, t.d. í íþróttahúsið. Þegar styrkur á brennisteinsdíox- íði mælist yfir 14.000 míkrógrömm- um á rúmmetra er ástandið skilgreint sem hættuástand samkvæmt loft- gaedi.is. Fólki er því ráðlagt að halda sig inni, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Gífurleg gosmengun mælist á Höfn  Á milli 9000 og 21000 míkrógrömm á rúmmetra mældust á Höfn í Hornafirði  Mengunin liggur yfir bænum eins og blá þoka  Höfuðverkur, sviði í hálsi og óbragð í munni vegna mikillar mengunar Kort/Veðurstofan Mengun Gasdreifingarspá Veðurstofunnar fyrir hádegi í dag. Rjúpnaveiði- tímabilið hófst á föstudaginn en heimilt er að veiða í samtals tólf daga sem skiptast á fjórar þriggja daga helgar fram til 16. nóvember. Veiðarnar hafa farið vel af stað og engin óhöpp verið tilkynnt enn. Lögreglan sér um eftirlit með veið- unum og var farið í eftirlitsflug með Landhelgisgæslunni á laug- ardaginn í kringum Kjöl og nær- liggjandi svæði. Búnaður og veiði- leyfi voru skoðuð hjá nokkrum veiðimönnum og reyndist allt vera samkvæmt ströngustu kröfum. Náttúrufræðistofnun metur veiðiþol rjúpnastofnsins 48.000 rjúpur. Umhverfisstofnun telur að veiðin í ár verði í samræmi við veiðiþolsmatið þar sem það er um 10% af áætluðum veiðistofni. Rjúpnaveiðin fór vel af stað um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.