Morgunblaðið - 27.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Barcelona Frá kr.74.900 14. nóvember í 3 nætur ys t án fy rir va ra . SÉ RT ILB OÐ Netverð á mann frá kr. 74.900 á Hotel Pere IV m.v. 2 í herbergi. Fjölmargar ályktanir hafa komið fram þar sem lýst er áhyggjum af afleiðingum verkfallsins. Meðal annars frá Félagi eldri borgara þar sem skorað er á stjórnvöld að bæta stöðu lækna. „Við skorum á stjórnvöld að koma í veg fyrir enn meiri skaða en nú stefnir í og veita meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið. Við treystum því að stjórnvöld grípi nú þegar til aðgerða til að koma í veg fyrir verkfall lækna, sem myndi rýra traust sjúklinga á heilbrigðiskerfinu enn frekar en orðið er og biðlistar lengjast enn meira,“ segir í tilkynningunni. Stjórn Félags almennra lækna birti einnig ályktun um helgina þar sem áréttað er „að neyðarmönnun lækna í verkfalli sé í sumum tilvikum allt að þreföld sú mönnun sem er við lýði dags daglega og telur þetta endurspegla skilningsleysi stjórnvalda á þeim raunveruleika sem heilbrigðisstofnanir og sjúklingar standa frammi fyrir. Starfsumhverfið er fámennt og álag á marga lækna langt fram yfir öryggismörk. Stjórn FAL hefur þungar áhyggjur af framtíð íslensks heilbrigðiskerfis ef kjör lækna verða ekki bætt“, segir í ályktuninni. Vilja aðgerðir stjórnvalda Morgunblaðið/RAX Ályktanir Fjölmargar ályktanir hafa komið fram vegna verkfallsaðgerða lækna. Skorað er á stjórnvöld.  Neyðarmönnun þreföld sú sem er dags daglega Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Verkfallsaðgerðir lækna hófust á miðnætti. Á níunda hundrað lækna samþykktu verkfallsboðun. Flestir læknanna munu leggja niður störf tímabundið en verkfallsaðgerðir ná til ólíkra hópa á ólíkum tímum til a.m.k. 11. desember ef miðað er við verkfallsáætlun eins og hún er nú. Um þrjú hundruð læknar munu starfa á undanþágu og er þeirra hlut- verk að sinna allra brýnustu þjónust- unni. Mikil óvissa Í dag og á morgun mun verkfallið annars vegar ná til lækna á heilsu- gæslustöðvum á höfuðborgarsvæð- inu og víða á landsbyggðinni og hins vegar á rannsóknarsviði og kvenna- og barnasviði Landspítalans (LSH). Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga á LSH, segir verk- fallið skapa mikla óvissu í starfsemi spítalans. „Það hefur aldrei verið farið í svona verkfall áður. Það geng- ur einfaldlega ekki upp að hafa lækna ekki að störfum. Starfsemi okkar er þess eðlis. Við höfum reynt að undirbúa okkur eftir bestu getu, farið yfir undanþágulistana og sent upplýsingar til stjórnenda okkar. Við í framkvæmdastjórninni munum hittast daglega til að fara yfir stöð- una meðan á verkfallinu stendur og komum til með að leggja áherslu á það að upplýsingaflæði verði sem best. Samhliða hvetjum við fólk, og sérstaklega þá sem eiga bókaða tíma, til að fylgjast vel með verkfalls- aðgerðum á spítalanum,“ segir Ólaf- ur. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir segir að óskað hafi verið eftir upplýsingum um viðbragðsáætlanir hjá öllum heilbrigðisstofnunum í landinu. „Við óskuðum eftir mati á því hvernig aðstæður gætu orðið. Við höfum tekið við fjölmörgum gögnum síðustu daga en enn á eftir að fara yf- ir heildaryfirlitið. Einnig höfum við verið í sambandi við Læknafélag Ís- lands um þeirra undirbúning og áætlanir. Við erum bara í viðbragðs- stöðu og höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Geir. Einn á hverri heilsugæslustöð Að sögn Svanhvítar Jakobsdóttur, forstjóra heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, verður einn starfandi yf- irlæknir á hverri heilsugæslustöð. Verður hlutverk læknanna að sinna allra nauðsynlegustu þjónustunni. Allir bókaðir tímar falla niður. „Öll starfsemi mun lamast,“ segir Svan- hvít. Hún segir að einingis hafi feng- ist undanþága fyrir einn yfirlækni á hverri heilsugæslustöð og ekkert sé hægt að gera umfram það. Það verði í höndum hvers læknis að meta það hvenær hann muni sinna sjúkling- um. „Það gæti snúið að lyfjaendur- nýjun eða bráðum veikindum sem sinna þarf. Að venju verður dagvakt hjúkrunarfræðings en svo verður það metið með yfirlækni hvaða til- vikum er sinnt,“ segir Svanhvít. „Höfum verulegar áhyggjur“  Verkfallsaðgerðir lækna hafnar  Leggja tímabundið niður störf á ólíkum tímum  „Öll starfsemi mun lamast,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis  Tveimur deildum lokað á LSH Morgunblaðið/Ómar Neyðarþjónusta Verkfallsaðgerðir lækna hófust á miðnætti í gær. Um 300 læknar munu starfa á undanþágum. Meðal annars verður allri neyðaraðstoð sinnt og fyrir vikið verða engar verkfallsaðgerðir á bráðamóttöku. Verkfall » Verkfallsaðgerðir lækna hafnar. » Á níuna hundrað læknar samþykktu verkfallsboðun. » Mikil óvissa í starfsemi LSH. » Fyrsta verkfall lækna síðan þeir fengu verkfallsrétt. » Heilsugæslan lamast. „Það er grunnatriði í öllu kerfinu að öllum bráðatilfellum sem ekki geta beðið ber að sinna,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Ís- lands. Hann segir sjúklinga geta bú- ist við óþægindum vegna verkfalls- ins en fullyrðir að öryggi þeirra verði tryggt. Síðasta samningafundi Læknafélags Íslands og samninga- nefndar ríkisins, sem fór fram á fimmtudag, lauk án niðurstöðu. Að- spurður segir Þorbjörn erfitt að full- yrða um framhald samningaferlis- ins, en segist „ekkert sérstaklega bjartsýnn á það“ að samningar náist á næstu dögum. Auk þess sem heilsugæslur á höf- uðborgarsvæðinu munu hefja verk- fall í dag verða störf einnig lögð nið- ur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heil- brigðisstofnun Norðurlands, Heil- brigðisstofnun Austurlands, Heil- brigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að sögn Þorbjarnar verður einn yfir- læknir starfandi á dagvinnutíma á hverri heilsugæslu og heilbrigðis- stofnun. Að sögn hans verður svipað fyrirkomulag á rannsóknarsviði og kvenna- og barnasviði Landspítala. „Þar gildir það sama og á heilsu- gæslunum. Þar er tiltekinn fjöldi, þar með taldir yfirlæknar, sem er á undanþágulista og þeir sinna því í dagvinnu sem má telja brýnt.“ „Ekkert sérstak- lega bjartsýnn“  Einn yfirlæknir á vakt á hverjum stað Tuttugu og fimm börnum og fjölskyldum þeirra, sam- tals um 150 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðn- um Vildarbörnum Icelandair í fyrradag. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til þess að fara í drauma- ferð sem þau ættu annars ekki kost á. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á hug- myndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður Icelandair Group, en Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur veikra barna með ýmsum hætti. Alls hefur 471 fjölskylda notið stuðnings sjóðsins frá stofnun hans fyrir ellefu árum og úthlutunin nú var sú 23. í röðinni. Úthlutað úr sjóði Vildarbarna Icelandair í 23. skiptið 150 manns fá tækifæri til draumaferða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.