Morgunblaðið - 27.10.2014, Side 6

Morgunblaðið - 27.10.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Sjóðfélagafundur 28. október 2014 Dagskrá fundarins: 1. Starfsemi og staða Gildis 2. Samrunasamningur Gildis og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga kynntur Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. Kynningarfundur verður haldinn fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs þriðjudaginn 28. október nk. kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Auðvitað eru einhverjar áhyggjur af fjárhagsstöðu Þjóðkirkjunnar sökum niðurskurðar og tekjusam- dráttar. Það litar umræðuna að ein- hverju leyti,“ segir Magnús E. Kristjánsson, forseti Kirkjuþings 2014, sem sett var í 51. skiptið síð- astliðinn laugardag í Grensáskirkju. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, og Hanna Birna Kristjáns- dóttir, innanríkisráðherra, fluttu ávörp auk Magnúsar en í upphafs- ræðu sinni við þingsetninguna gagnrýndi hann meðal annars rík- isvaldið fyrir að vera erfitt í sam- skiptum varðandi fjármál. Hann nefndi einnig til sögunnar aðferðir í fjármálaráðuneytinu þar sem brúk- aðar væru æfingar með vísitölu til að draga úr leiðréttingu sem ráð- herra hafði gefið vilyrði um. Magnús kvað þær einkar óviðfelldnar. Ríkisstjórnir gagnrýndar Ýmis málefni eru þó á þingmála- skrá að þessu sinni, þar á meðal skýrsla um fjármál Þjóðkirkjunnar og skýrsla kirkjuráðs. „Skýrsla kirkjuráðs var til um- ræðu og voru yfir þrjátíu ræður fluttar. Eins og gengur og gerist þegar fólk kemur saman þá ríkir sátt um sum mál á meðan menn eru ósammála um önnur. Skýrsla kirkjuráðs og fjármál þjóðkirkjunn- ar eru náttúrlega viðamikil mál og eru einatt númer eitt og tvö á kirkjuþingum sem þessum,“ segir hann. Þess má geta að séra Gísli Jón- asson steig í pontu og benti á að fjár- framlög til Þjóðkirkjunnar væru að krónutölu 5,7% lægri í ár en árið 2008. Séra Leifur Ragnar Jónsson setti auk þess út á hugmyndir um að nýta fé Þjóðkirkjunnar, sem væri af skornum skammti, til að styrkja enn frekar starf hennar erlendis þegar kirkjustarf á landsbyggðinni væri víða í molum. Þingfulltrúar ræddu mikið um Skálholt og rekstur þess en Magnús segir þeirri umræðu ekki lokið. „Skálholtsumræðan var undir skýrslu kirkjuráðs og ýmislegt rætt. Það mun síðan allt mótast í allsherj- arnefnd og línur munu þá skýrast. Það var auk þess kosið til embætta upp á nýtt,“ bætir Magnús við en nýtt kjörtímabil er nú að hefjast. Í ræðu sinni við setninguna gagn- rýndi Magnús stjórnvöld og sagði hann illa vegið að Þjóðkirkjunni. „Kjörtímabil síðasta kirkjuþings einkenndist mjög af erfiðum sam- skiptum við ríkisvaldið um fjármál. Bæði á það við um greiðslur sem byggja á svonefndu kirkjujarða- samkomulagi og svo sóknargjöldin. Það þekkja allir hér inni hve erfiður tími þetta hefur verið og hve sorgleg niðurstaða hefur orðið af viðræðum við ríkisvaldið hvert einasta ár. Stundum hafa jafnvel verið gefin fyrirheit um að þessi mál verði löguð en jafnan hefur verið minna um að þau fyrirheit rættust,“ sagði hann í ræðustóli og gagnrýndi jafnframt aðferðir nýrrar ríkisstjórnar. „Með nýrri ríkisstjórn vonuðum við að málstað kirkjunnar væri sýndur meiri skilningur. En jafnvel þegar ráðherra kirkjumála hefur tekið vel í að þessi mál verði sett í sanngjarnan farveg þá fréttist af tæknimönnum í fjármálaráðuneyt- inu sem nota furðulegar æfingar með vísitölu til að draga úr þeirri leiðréttingu sem ráðherra hefur gef- ið vilyrði um. Þessar aðferðir eru ekki geðfelldar og samskipti eru ekki hrein og bein þegar svona trix eru brúkuð. Mér persónulega finnst það ekki ríkisvaldinu sæmandi að fara fram með þessum hætti,“ sagði Magnús um samskipti Þjóðkirkj- unnar við ríkisstjórnina. „Meiri samkeppni um athygli“ „Þá er það með algjörum ólíkind- um að ár eftir ár lendi fulltrúar Þjóðkirkjunnar sem eru í þessum samskiptum í rökræðum um það hvort sóknargjöld trúfélaga séu fé- lagsgjöld eða ekki. Sóknargjöldin eru elstu félagsgjöld á Íslandi. Þótt innheimta þeirra færi í þann farveg sem nú er var það ekki hugmynd löggjafans að leggja sóknargjöld niður eða að hætta að tengja þau við aðild félagsmanna að trúfélögum,“ sagði hann ennfremur. Þá ræddi Magnús um framtíð og stefnu Þjóðkirkjunnar og að hún þyrfti að takast á við breytt sam- félag líkt og aðrar stofnanir. „Predikunarstóllinn var öflugt samskiptatæki í margar aldir. Í raun mikilvægur fjölmiðill í sóknar- kirkjunni. Hér er því ekki haldið fram að predikunarstóllinn sé ónýt- ur en kurteisislega á það bent að það er meiri samkeppni um athygli fólksins en áður var og boðleiðirnar sem bjóðast fleiri en nokkru sinni fyrr,“ sagði hann máli sínu til stuðn- ings. Morgunblaðið/Golli Ávörp Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, fluttu ávörp við setningu Kirkjuþings 2014. „Ekki ríkisvaldinu sæmandi“  Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar var sett í 51. skiptið um helgina í Grensáskirkju  Áhyggjur af fjárhagsstöðunni sökum niðurskurðar og tekjusamdráttar Forseti Magnús E. Kristjánsson gegnir stöðu forseta Kirkjuþings 2014. Ljóðabókin Tím- inn og vatnið eft- ir Stein Steinarr er meðal þeirra 305 bóka sem boðnar eru upp á vefnum upp- bod.is, en bók þessi var á sín- um tíma prentuð í tvö hundruð tölusettum ein- tökum. Það eintak sem hér um ræðir er hið 63. í röðinni og er það áritað af höfundi. Á uppboðssíð- unni segir að um sé að ræða „gott eintak í vönduðu brúnu skinn- bandi“. Á uppboðinu má einnig finna verk eftir höfundana Hannes Pét- ursson, Þorstein frá Hamri, Krist- ján frá Djúpalæk, Steinunni Sig- urðardóttur, Jón frá Pálmholti, Vilborgu Dagbjartsdóttur og Ein- ar Braga. Óhætt er að segja að það kennir margra grasa á uppboðinu að þessu sinni en auk ljóðabóka má finna mikið af frumútgáfum ís- lenskra skáldsagna, bækur um ís- lensk og norræn fræði, rímur og riddarasögur svo fátt eitt sé nefnt. Ljóð eftir Stein Steinar boðin upp Ljóð Verkið er áritað af höfundi. Engin lausn er í sjónmáli í kjara- deilu tónlistarkennara en rúmlega 500 tónlistarkennarar fóru í verkfall á miðvikudaginn í síðustu viku. Sig- rún Grendal Jóhannsdóttir, formað- ur Félags tónlistarskólakennara, segir tilboð sem lagt var fram á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstu- daginn ekki vera viðunandi og enn vanti nokkuð upp á til að tónlistar- kennarar verði á sambærilegum launum og aðrir kennarar í grunn- skólum landsins. „Við fögnum hverju skrefi sem færir okkur nær því markmiði að laun tónlistarkenn- ara verði sambærileg launum ann- arra kennara. Tilboðið sem okkur barst á föstudaginn var hins vegar ekki ásættanlegt þar sem við teljum að verið sé enn og aftur að breikka bilið milli okkar og annarra kenn- ara í Kenn- arasambandi Ís- lands,“ segir Sigrún. Viðræðuáætlun vegna kjara- samninga við tón- listarkennara var undirrituð fyrir rúmum 10 mánuðum síðan en frá þeim tíma hefur tekist að semja við kennara og stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Sigrún segir lítinn sáttavilja hafa einkennt viðræðurnar við tónlistar- kennara en í Félagi tónlistarkennara eru hátt í 500 félagsmenn og óttast Sigrún að verkfallið geti dregist á langinn.  Funda hjá ríkissáttasemjara í dag Enn langt í land hjá tónlistarkennurum Vignir Vatnar Stefánsson varð í gær barna- og unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur eftir örugg- an sigur á barna- og unglinga- meistaramóti félagsins. Lagði hann alla sjö andstæðinga sína að velli og hlaut þannig fullt hús stiga. Björn Hólm Birkisson hafnaði í öðru sæti með sex sigra, en þrír keppendur komu þar á eftir með fimm. Í stúlknaflokki hafði Freyja Birkisdóttir sigur eftir aukakeppni við Ylfu Ýri Welding Hákonardótt- ur og Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur en þær hlutu allar fjóra vinninga af fimm mögulegum. Keppendur voru alls 38 og var skákstjórn í höndum þeirra Torfa Leóssonar og Sig- urlaugar R. Friðþjófsdóttur. Lagði alla andstæð- inga sína Meistarar Vignir Vatnar og Freyja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.