Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Það gerist ekki margt á Alþingiþessa dagana sem er í frásögur færandi. Einkennilegur doði er yfir störfum þess. Þó er eitt sem hægt er að treysta á; embættismanna- kerfið hér og í Brussel sér þing- mönnum fyrir því mikilvæga verk- efni að ýta reglu- lega á já-takkann.    Þingmenn eruánægðir með þá þjónustu sem þeir fá og telja augsýnilega að regluverkið frá Brussel sé óaðfinn- anlegt. Á fimmtudag afgreiddi Al- þingi til að mynda fern lög sem eiga uppruna sinn í borg skrifræðisins og runnu svo að segja umræðulaust í gegnum þingið.    Frumvörpin fjögur, sem sam-þykkt voru á fimmtudag, voru til meðferðar í þinginu í rúman mánuð og voru rædd þar í samtals 28 mínútur, sem nánast allar fóru í framsöguræður.    Enginn þingmaður hafði efnis-legar athugasemdir fram að færa um frumvörpin en einn kom að stuttri athugasemd um full- komið aukaatriði.    Sum EES-málin eru fullkomindella fyrir íslenskan löggjafa, svo sem lagasetning um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum með yf- ir 1000 starfsmenn, sem þingmenn samþykktu einum rómi á fimmtu- dag.    Önnur, eins og löggjöf um frjáls-an atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES, eru hins veg- ar þýðingarmikil. Hvað sem mönn- um finnst um þá löggjöf ætti hún að vekja umræður á þingi ef þingmenn litu á sig sem eitthvað annað og meira en framlengingu á já- takkanum. Umræðulaus lagasetning STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.10., kl. 18.00 Reykjavík 2 heiðskírt Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 0 skýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 11 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 7 þoka Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 12 skúrir London 16 skýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 13 skýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 12 skýjað Vín 8 alskýjað Moskva 0 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 10 skýjað New York 15 alskýjað Chicago 14 heiðskírt Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:56 17:29 ÍSAFJÖRÐUR 9:11 17:23 SIGLUFJÖRÐUR 8:54 17:06 DJÚPIVOGUR 8:28 16:55 Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Heildargreiðslur sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar hafa aukist verulega á síðustu árum. Í minnis- blaði sem Samband íslenskra sveit- arfélaga tók saman og sendi velferð- arnefnd Alþingis kemur m.a. fram að frá 2009 nema þær 23 milljörðum. Þá námu greiðslur vegna fjárhagsað- stoðar 2,5 milljörðum kr. Ári síðar var upphæðin komin í 3,1 ma.kr. og árið 2011 í 3,7 ma.kr. Árið 2012 námu greiðslurnar 4,1 ma.kr. og 4,7 ma.kr. í fyrra. Heildargreiðslur í ár 4.9 ma.kr. Spá um heildargreiðslur sveitarfé- laga vegna fjárhagsaðstoðar á árinu 2014 hljóðar upp á 4,9 ma.kr. en hún byggist á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um útgjöld sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar fyrstu sex mánuði ársins 2013 og fyrstu sex mánuði þessa árs. „Fyrstu sex mánuði ársins 2013 nam fjárhagsaðstoð 2,3 ma.kr. og 4,7 fyrir árið allt. Heildargreiðslur vegna fjárhagsaðstoðar hafa hækkað um 5,5% fyrstu sex mánuði ársins frá fyrra ári eða í 2,44 ma.kr. Því er áætlað að hún nemi um 4,9 ma.kr. fyrir árið allt,“ segir í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í áðurnefndu minnisblaði kemur ennfremur fram að árið 2013 hafi verið sögulegt „að því leyti að fjár- hagsaðstoðarþegum fjölgaði á sama tíma og atvinnuleysi dróst saman. Stytting þess tímabils sem atvinnu- lausir einstaklingar geta fengið at- vinnuleysisbætur mun hafa í för með sér enn meiri þörf fyrir fjárhagsað- stoð sveitarfélaga.“ Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar voru alls 5.975 manns at- vinnulausir í lok júlí og fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.237. Greiðslur sveitar- félaga hækka  23 milljarða greiðslur á sex árum Fjárhagsaðstoð aukist » Greiðslur sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar hafa aukist verulega að undanförnu. » Árið 2009 námu greiðslurnar 2,5 ma.kr. en í fyrra voru þær komnar upp í 4,7 ma.kr. » Í ár er svo gert ráð fyrir því að greiðslurnar nemi um 4,9 ma.kr. » Samkvæmt tölum frá Vinnu- málastofnun voru í lok júlí alls 5.975 manns án atvinnu. Justine Ljeomah, framkvæmda- stjóri mannréttindasamtaka í Port Harcourt í Nígeríu, mun í hádeg- inu flytja erindi um baráttu sína gegn pyndingum í heimalandi sínu og eigin reynslu af þeim og ann- arri illri meðferð. Erindið verður flutt í hátíðarsal Norræna hússins, en Ljeomah hefur undanfarin fimm ár starfað með Amnesty Int- ernational. Í tugi skipta hefur Ljeomah orð- ið fyrir barðinu á lögreglu lands- ins, sætt pynd- ingum af hálfu hennar og lifað af tvær morð- tilraunir, að því er fram kemur í tilkynningu Ís- landsdeildar Amnesty Int- ernational. Árið 2013 hlaut hann hin sænsku Per Anger verðlaun fyrir störf í þágu mannréttinda. Pyndingar til umræðu í Norræna húsinu Justine Ljeomah

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.