Morgunblaðið - 27.10.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 27.10.2014, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. Dagskrá: 13:30 -13:40 Setning. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu 13:40-13:55 Hvaða áhrif hafa stjórnmálin á starfsfólk heilbrigðisstofnana? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis 13:55-14.10 Hver hugsar um mig í ellinni? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna 14:10-14:25 Munt þú eiga kost á hjúkrun á efri árum? Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 14:25-14:40 Mönnun LSH - tækifæri og ógnir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala 14:40-15:00 Vinnumarkaður framtíðarinnar. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent HÍ 15:00-15:30 Pallborðsumræður frummælenda. Fundarstjóri: Edda Hermannsdóttir, blaðamaður Fagmönnun framtíðar – Hverjir munu vinna á heilbrigðisstofnunum framtíðarinnar? MÁLÞING Grand Hótel Reykjavík Þriðjudaginn 28. október kl. 13:30-15:30 Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Gísli Páll Pálsson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Pétur Magnússon Ólafur G. Skúlason Páll Matthíasson Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Edda Hermannsdóttir Allir velkomnir, aðgangur ókeypis Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Kvef eða flensa? Ég er asma- og ofnæmissjúklingur og viðkvæm fyrir kvefi, hálsbólgu, eyrnabólgum og ennis- og kinnholusýkingum. Mér finnst tinktúran Sólhattur og hvönn svínvirka fyrir mig og það skemmir ekki hversu einfalt er að nota hana. – Inga Harðardóttir www.annarosa.is Tinktúran Sólhattur og hvönn er talin styrkja ónæmiskerfið. Hún hefur m.a. reynst afar vel gegn kvefi, hálsbólgu, flensu, hósta og ennis- og kinnholusýkingum ásamt því að örva blóðflæði. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rauði krossinn á Íslandi ráðleggur fólki að útbúa viðlagakassa með nauðsynjum sem duga í þrjá sólar- hringa vegna hugsanlegra hamfara. Listi yfir útbúnaðinn var uppfærður í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarnasviðs Rauða krossins, segir að viðlagakassinn sé nauðsyn- legur í þeim tilvikum þegar al- mannavarnir hvetja fólk til þess að vera í skjóli heima hjá sér, til dæmis vegna veðurs eða hamfara. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, bætir við að komi til þess að það gjósi í Bárðarbungu og flóð verði í Þjórsá í kjölfarið gæti versta mögulega sviðsmyndin kallað á rýmingu á svo til öllu Suðurlandi. Þar væru margar virkjanir og raf- orkudreifing á öllu landinu í hættu. Án rafmagns væru allir innviðir samfélagsins illa staddir. „Þetta er nokkuð sem er frekar ólíklegt að gerist en engu að síður gæti það gerst,“ segir hann. Um 100 fjöldahjálparstöðvar Um 750 sjálfboðaliðar Rauða krossins eru í viðbragðsstöðu komi til hamfara hérlendis. Þeir setja þá meðal annars upp um 100 fjölda- hjálparstöðvar um allt land, þar af 17 á höfuðborgarsvæðinu. Björn Teitsson segir að í þessum stöðvum sé hlúð að óslösuðu fólki og því veitt húsaskjól, fæði og áfallahjálp. Al- mannavarnir beini fólki þangað þeg- ar þær telja þörf á því. Jón Brynjar áréttar að fólk fari ekki í þessar stöðvar nema gripið sé til rýminga vegna rofs í innviðum. Í flestum tilfellum eru stöðvarnar í skólum, en einnig í félagsheimilum, samkomuhúsum, hótelum og íþróttahúsum. Listi yfir þessar stöðvar er á vef Rauða krossins (raudikrossinn.is), en í Reykjavík eru þær meðal annars í Melaskóla, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Laugardalshöll. Útbúnaður í neyðarkassa Sjúkrakassi Lyf Afrit af mikilvægum skjölum Listi yfir mikilvæg símanúmer Rafhlöður Vasaljós með rafhlöðum Ljósalugt með rafhlöðum eða olíulampi Kerti og eldfæri Vasahnífur eða fjölnotaverkfæri Teppi Hreinlætispakki s.s. tannbursti, tannkrem, svitalyktareyðir, sápa o.s.frv. Fatnaður Blöð og skriffæri Flauta Útbúnaður til eldunar s.s. gasgrill eða útilegubúnaður – hafa nóg gas á kútnum Útvarp með langbylgju, upptrekt eða með rafhlöðum Reiðufé, ef greiðslukerfi liggja niðri Borðsími með snúru, ef símtenging er til staðar Barnavörur, bleiur, leikföng ofl. Gæludýravörur Matur með langt geymsluþol s.s. dósamatur, pakkamatur Vatn á flöskum, hver einstaklingur notar allt að fjóra lítra á dag Sterkt viðgerðarlímband Heimild: raudikrossinn.is Annað sem mikilvægt er að hafa í huga Farðu á skyndihjálparnámskeið Hafðu nóg eldsneyti á bílnum ef hættuástand skapast Hafðu símann alltaf vel hlaðinn ef hættuástand skapast og slökktu á óþarfa öppum Gott er að eiga hleðslutæki fyrir símann sem hægt er að hlaða í bíl Kynntu þér staðsetningu næstu fjöldahjálparstöðvar Náðu í skyndihjálparappið á App Store eða Google Play. Þar er einnig kafli um neyðarvarnir. Varnir vegna hugs- anlegra hamfara  Vekja athygli á viðlagakassa Aukablað alla þriðjudaga – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.