Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég þakka árangur okkar fyrst og fremst því að okkur hefur tekist vel til við að byggja upp óviðjafnan- legan hóp starfsmanna á tæknihlið- inni sem hefur tekist á við og leyst úr þeim flóknu úrlausnar- atriðum sem lausnin okkar krefst,“ segir Hjálmar Gíslason, framkvæmda- stjóri nýsköpunarfyr- irtækisins Datamar- ket. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 2008 af Hjálmari og Frosta Sigurjónssyni, „safnar margvíslegum gögnum af ólíkum uppruna saman á einn stað og gerir þau aðgengileg á samræmdan hátt þannig að auðvelt sé að leita, bera saman, myndbirta og deila gögnunum í stærri eða smærri hópum eða með heiminum öllum“, eins og það er orðað í lýs- ingu á fyrirtækinu. Góðar viðtökur DataMarket veitir þannig fyrirtækjum og stofnunum ítarlegt yfirlit yfir ytra viðskiptaumhverfi sitt. Þessi þjónusta hefur fengið góðar viðtökur. Fyrr á þessu ári fékk Datamarket Vaxtarsprotann, sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Hjá Datamarket starfa nú fjórtán manns, ellefu á Íslandi við þróun og þrír í útibúinu í Boston í Bandaríkj- unum við sölu og markaðssetningu. Datamarket jók sölutekjur sínar milli áranna 2012 og 2013 um 134%, úr tæpum 80 milljónum króna í 182 milljónir. Og fram- kvæmdastjórinn er bjartsýnn á framtíðina: „Við sjáum fyrir okkur töluverðan vöxt á næsta ári. Við munum fjárfesta í áframhaldandi vöruþróun og sjáum fyrir okkur að bæta allmörgum viðskiptavinum í hópinn á næstunni.“ Að skilja gögn Viðskiptavinir Datamarket eru að sögn Hjálmars annars vegar markaðsrannsóknarfyrirtæki og aðrir útgefendur tölfræðigagna og hins vegar stjórnendur fyrirtækja sem nota slík gögn til ákvarð- anatöku. Datamarket er gott dæmi um vaxtarsprota sem byggst hefur upp á nokkrum árum, en tekur nú flugið með auknum umsvifum á erlendri grund. Verkefnastyrkir Tækniþró- unarsjóðs og endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarstarfsemi hafa komið í góðar þarfir og átt þátt sinn þátt í að byggja upp góð- an árangur. „Lykillinn að því að taka réttar ákvarðanir er að hafa góð gögn í höndunum til að byggja á. Ekki er samt nóg að hafa gögnin, heldur þarf líka að vera hægt að skilja þau,“ segir Hjálmar. Að skilja gögn er ekki léttur leikur á tímum nets- ins, þegar nánast er offramboð á tölfræði. Jafnvel bara tölurnar sem verða til innan eins fyrirtækis geta verið svo margslungnar að erfitt er fyrir stjórnandann að sjá hvernig Morgunblaðið/Ómar Gögn Lykillinn að því að taka réttar ákvarðanir er að hafa rétt gögn í höndum til að byggja á. Safnar gögn- um og gerir aðgengileg  Datamarket sér fram á frekari vöxt á næsta ári  Er með 14 starfsmenn REYKJAVÍK2014Á FERÐ UMÍSLAND Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Pínkulítill Hljómskáli, nokkurra sentímetra hátt Alþingishús og Safnahús sem smellpassar í lófa. Þannig er My little Reykjavík, pakki með pappírsmyndum sex þekktra bygginga í Reykjavík.Um er að ræða hugmynd og framleiðslu arki- tektanna Snorra Þórs Tryggvason- ar og Péturs Stefánssonar og til- gangurinn er að skemmta og fræða um arkitektúr, en þess fyrir utan eru húsin mikið augnayndi. „Reykjavík er vissulega ósam- stæð borg, þar ægir öllu saman eins og í bútasaumsteppi og sumum finnst það ljótt. Okkur finnst aftur á móti að ákveðin gæði felist í þessari fjölbreytni,“ segir Snorri Þór. Hann og Pétur hafa unnið ýmis verkefni saman eftir að þeir útskrifuðust úr arkitektanámi í LHÍ fyrir fimm ár- um og reka nú arkitekta- og hönn- unarstofuna Borgarmynd. Meðal þeirra verkefna er handteiknað kort af Reykjavík í þrívídd sem margir þekkja og þeir hafa gert áþekk kort yfir aðrar borgir, m.a. San Frans- isco. Húsin í My little Reykjavík eru, auk þeirra þriggja sem nefnd eru í upphafi greinar, Iðnó, Aðalstræti 10 og hús Menntaskólans í Reykjavík. Spurður um hvers vegna þessi til- teknu hús hafi orðið fyrir valinu seg- ir Snorri Þór það m.a. vera vegna þess að þessi hús séu fjölbreytt sýn- ishorn af mismunandi bygging- arefnum og byggingarlagi. Þá séu þetta þekkt hús með mikla sögu. „Húsið Aðalstræti 10 er elsta hús Reykjavíkur, byggt 1762. Banda- ríkjamönnum finnst skemmtilegt að hugsa til þess að það sé eldra en Bandaríkin.“ Langafi vann við Safnahúsið Safnahúsið á sér ekki síður áhugaverða sögu, til stóð að það væri byggt á sama hátt og Alþing- ishúsið, þ.e. hlaðið úr grágrýti með koparþaki. „Síðan áttuðu menn sig á því að það væri helst til dýrt og ákveðið var að steypa það og setja á það járnþak. Annars hef ég tals- verða tengingu við það hús, en langafi minn, sem var járnsmiður, bar ábyrgð á öllu járnavirki í hús- inu,“ segir Snorri Þór sem segir Safnahúsið vera sitt uppáhaldshús. Byrjað var að selja húsin fyrir nokkrum vikum, þau eru seld á nokkrum stöðum, m.a. Listasafni Ís- lands og Epal og hafa fengið af- bragðsgóðar viðtökur. Hvert hús er á A4 pappírsörk, klippt út í heilu lagi, brotið saman og límt. Á þeim eru upplýsingar um sögu þeirra og helstu einkenni. Að sögn Snorra Þórs fylgja húsin fyrirmyndunum að mestu, þó hafi þurft að gera breyt- ingar á sumum, m.a. á Alþingishús- inu þar sem kringlunni svokölluðu var sleppt, en hún þótti helst til erfið í broti. „Gestaþraut með fræðslu- ívafi. Ætli það sé ekki besta lýsingin á húsunum. Þau höfða bæði til full- orðinna og barna, margir fullorðnir Agnarsmátt Alþing- ishús og Iðnó-kríli  Hugmyndaríkir arkitektar hönnuðu eftirlíkingar af frægum húsum Ljósmynd/Guðmann Þór Bjargmundsson Hugmyndaríkir Arkitektarnir Snorri Þór Tryggvason og Pétur Stefánsson hjá My little Reykjavík Þjónusta Datamarket er af tvennum toga. Tekjurnar mynd- ast af áskrift viðskiptavina að hugbúnaðarveitu og innifelur sú áskrift aðgang að ört vaxandi safni gagna frá leiðandi gagna- veitum um allan heim. Gögnin sem fyrirtækið vinnur með eru með öðrum orðum ekki aðeins ís- lensk. Hins vegar er opið svæði á vef fyrirtækisins (datamarket.com) og gjaldfrjáls skráning þar gerir notendum kleift að finna, myndbirta og deila opinberum gögnum – og hlaða upp og vinna með sín eigin gögn – sér að kostnaðarlausu. Gögnin íslensk og alþjóðleg GÖGN DATAMARKET ERU ÝMIST OPIN EÐA SELD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.