Morgunblaðið - 27.10.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 27.10.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Nopef aðstoðar lítil- ogmeðalstór fyrirtæki við fjármögnun hagkvæmni- athugana.Verkefni sem eigamöguleika á styrkveitingu þurfa að hafa jákvæð umhverfisáhrif t.d. loftslagsáhrif eða fela í sér grænan hagvöxt. Stuðningur Nopef er veittur til verkefna í löndum utan EES og EFTA, t.d í Bandaríkjunum, Brasilíu, Kína, Indlandi og í ríkjumAfríku. Fabiansgatan 34 – P.O. Box 241, FI-00171 - Helsingfors, Finland | www.nopef.com Á að hasla sér völl erlendis? Kynningarfundur umNOPEF - Norræna verkefna- sjóðinn verður haldinn þriðjudaginn 28. október kl. 9:00-10:45 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn, skráning á islandsstofa@islandsstofa.is FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ítalskir bankar voru áberandi hópi þeirra 25 evrópsku banka sem féllu á álagsprofi Evrópsku bankaeftirlits- stofnunarinnar, EBA. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar á sunnudag en álagsprófið náði til 123 stærstu banka ESB. Af bönkunum sem prófaðir voru mældust 40 með eiginfjárhlutfall undir 7%, eftir að afleiðingar álags- prófsins voru reiknaðar út. Álagspróf banka skoða fjárhags- stöðu og skuldbindingar banka og meta hvernig bankarnir eru í stakk búnir til að takast á við möguleg áföll í hagkerfinu. Er slíkum prófum ætl- að að koma auga á veikleika í rekstri banka svo grípa megi til viðeigandi ráðstafana. Að sögn Reuters miðaði álagspróf EBA við að bankarnir þyftu að geta staðið af sér þriggja ára kreppu- skeið. Þeir bankar sem féllu á prófinu þurftu, m.v. stöðuna í árslok 2013, að auka hlutafé sitt um samtals 24,6 miljarða evra, jafnvirði ríflega 3.770 milljarða króna, til að ná lágmarks- kröfum álagsprófsins. Ítalskir bankar í vanda Sá banki sem verst kom út úr próf- uninni var Monte dei Paschi á Ítalíu sem þarf að afla 2,1 milljarðs evra til að standast kröfur EBA. Monte dei Paschi er í hópi níu ítalskra banka sem féllu á prófinu og vantar samtals 9,4 milljarða til að standast álagspróf- ið. Þrír grískir bankar féllu einnig á prófinu, Piraeus Bank, Eurobank Er- gasias og National Bank of Greece, og vantaði samtals 8,7 milljarða evra. Tólf af bönkunum sem féllu á próf- inu hafa þegar gripið til aðgerða sem duga til að mæta kröfum EBA. Sam- kvæmt umfjöllun BBC eiga bankar á borð við AXA Bank Europe og Dexia í Belgíu, Österreichische Volksbank- en í Austurríki og Banco Comercial Portugues í Portúgal eftir að grípa til fullnægjandi ráðastafana. Segir Reu- ters að þeir bankar sem eftir sitja þurfi samtals 9,5 milljarða evra til að geta staðið af sér meiriháttar skakkaföll á mörkuðum. Standa betur að vígi Bendir BBC á að niðurstöður álagsprófsins bendi til að evrópskir bankar séu betur á sig komnir nú en árið 2011, þegar síðustu álagspróf fóru fram. Reuters hefur eftir markaðsgrein- endum að álagsprófið nú marki sennilega ekki endalok „tiltekar“ í evrópska bankakerfinu, en gefi til- efni til hóflegrar bjartsýni. Enn sé langt í land með að takist að leysa úr þeim áskorunum sem evrópskir bankar standa frammi fyrir. Álagsprófði náði ekki til íslenskra banka. Í tilkynnngu frá FME segir að stóru íslensku viðskiptabankarnir þrír virðast koma vel út í samanburði við evrópsku bankanna, þeir íslensku verandi með töluvert hærra eigin- fjárhlutfall. Ljósmynd / ECB - Andreas Varnhorn Formúla Vítor Constancio, fyrir miðju, og Danièle Nouy frá Seðlabanka Evrópu í bakgrunni við upphaf blaðamanna- fundar þar sem niðurstöður voru kynntar. Hluti þeirra banka sem féllu á álagsprófinu hefur síðan bætt stöðu sína. Fimmtungur banka féll á álagsprófi  Bankar sem féllu á prófinu hafa níu mánuði til að uppfylla kröfur Evrópsku bankaeftirlitsstofn- unarinnar  Af 123 bönkum mældust 40 með eiginfjárhlutfall undir 7% eftir forsendur prófsins Tólf hafa bætt sig » Níu ítalskir bankar féllu á prófinu, þeirra verst mældist Monte dei Paschi. » Álagsprófið skoðaði stöðu bankanna í árslok 2013 og hvort þeir gætu staðið af sér þriggja ára kreppu. » Tólf af þeim bönkum sem féllu hafa þegar lagað stöðu sína og fullnægja nú lágmarks- kröfum álagsprófsins. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fyrstu þingkosningarnar frá því borgarastríð braust út í Úkraínu fóru fram í landinu í gær. Karl Garð- arsson alþingismaður er annar tveggja íslenskra þingmanna sem taka þátt í kosningaeftirliti í Úkra- ínu fyrir hönd Evrópuráðsins. „Á nokkrum stöðum hafa komið upp vandamál. Það er m.a. orðrómur um keypt atkvæði og það hefur skapast mikið öngþveiti við kjörstaði þar sem öll kjörgögn eru skrifleg,“ segir Karl, sem er staddur í bæ rétt sunn- an við höfuðborgina Kiev. „Þó nokk- ur fjöldi fólks á kjörskrá getur ekki kosið vegna átakanna í austurhluta landsins og við vitum að fjöldi her- manna á í erfiðleikum með að kjósa.“ Í héruðunum Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu eru langflestir kjörstaðir lokaðir og í Donetskborg er enginn kjörstaður opinn. Áætlað er að um sjö milljónir manna muni ekki geta nýtt kosningarétt sinn í kosningunum og segir Karl það draga úr vægi kosninganna. Útgönguspár gera ráð fyrir stór- sigri flokka sem styðja aðild að ESB og NATO. Kosningabandalag sem er kennt við Petró Porosénkó, forseta Úkraínu, hefur hlotið 23% atkvæða og Þjóðarfylkingin, nýr flokkur Ar- senís Jatsenjúks forsætisráðherra, hlaut 21% fylgi. Stjórnarandstöðu- flokkur Viktors Janúkovits hlaut 8%. Kjósendur horfa til vesturs  Milljónir kjósenda gátu ekki kosið AFP Kosningar Fyrstu þingkosningarnar í Úkraínu frá því átök hófust í landinu. Erlent Áströlsk yfirvöld hafa staðfest að átján ára gömul stúlka, sem kom til landsins frá Gíneu fyrir ellefu dögum, hafi verið færð í einangrun vegna gruns um ebólusmit. Stúlkan hefur verið sett í sóttkví á heimili sínu ásamt átta öðrum fjölskyldumeðlimum eftir að hún fór að finna fyrir einkennum. Hún hefur nú verið færð í einangrun á sjúkrahús í Brisbane og gengst þar undir rannsóknir sem ætlað er að staðfesta hvort um ebólusmit sé að ræða. Jeannetta Young, heilbrigðisfulltrúi Queensland-ríkis í Ástralíu, segir enga hættu stafa af mögulegu ebólusmiti þar sem stúlkan hafi ekki farið af heimili sínu eftir að einkenni komu fram né fengið til sín gesti. Þá er ekki vitað til þess að hún hafi átt samskipti við ebó- lusmitaða einstaklinga í Gíneu. „Hún hafði ekki verið í snertingu við neinn sem vitað var að væri smitaður af ebólu en hún var á svæði þar sem mörg ebólutilvik hafa komið upp,“ sagði Young á fjölmiðlafundi um helgina. Mögulegt ebólusmit komið upp í Ástralíu Bandarískir landgönguliðar og breski herinn hafa lokið hernaðar- aðgerðum sínum í Afganistan eftir 13 ára viðveru í landinu. Breski herinn afhendir í kjölfarið síðstu herstöð sína í landinu, Camp Bas- tion, öryggissveitum afganska hersins um helgina. Hátt í 150 þúsund hermenn hafa verið í Afganistan á vegum NATO en flestir komu þeir frá Banda- ríkjunum. Þegar mest var voru um 10 þúsund hermenn frá breska hernum í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa 453 breskir hermenn fallið í Afganistan. Stríðinu er því lokið af hálfu Breta en Bandaríkin munu halda úti um 15 þúsund manna herliði í landinu á næsta ári. AFGANISTAN Breski herinn farinn heim frá Afganistan Stjórnarherinn í Írak hefur tekið fjögur þorp af hryðjuverka- samtökunum IS- IS og truflað birgðalínur þeirra við bæinn Jurf al-Sakhar. Á sama tíma tókst hersveitum Kúrda að ná völdum í bænum Zumar í norður- hluta Íraks en bærinn hefur verið undir stjórn ISIS-samtakanna í þó nokkurn tíma. Íraski stjórn- arherinn segist ætla að fara hægt yfir og tryggja yfirráð sín í þeim bæjum sem teknir eru aftur af ISIS. ÍRAK Her Íraks sækir á og tekur bæi af ISIS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.