Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 23
lausar stundir fyrir áhugamál utan daglegra anna: „Sólarhringurinn er vel hlaðinn verkefnum við upp- byggingu á nýsköpunarfyrirtæki og frjálsíþróttadeild hjá fjögurra barna föður. Það er helst að ég hugi að eigin þjálfun. Ég vil helst hreyfa mig eitthvað á hverjum degi. Ég næ því með því að hjóla til og frá vinnu allan ársins hring. Ég bý á Teigunum, hef lengst af hjólað um 14 kílómetra á dag, til og frá vinnu. En svo flutti Handpo- int í Hamraborg í Kópavogi. Þá styttist vegalengdin í átta kíló- metra á dag sem er náttúrlega aft- urför. Þá er bara að taka auka- hring. Annars togar sveitin alltaf dálítið í mig og fjölskylduna. Ég er alinn upp í Landeyjunum, móðir mín býr á Reykjum á Skeiðum og konan mín ólst upp þar skammt frá, í Miðfelli í Hrunamannahreppi, þar sem tengdapabbi býr enn. Við för- um því oft austur, sérstaklega á sumrin. Kristjana konan mín hefur verið þar með börnin samfleytt nokkrar vikur yfir sumrin og ég eftir því sem vinnan hefur leyft. Krakkarnir njóta sín náttúrlega hvergi betur en hjá ömmu og afa á Reykjum.“ Fjölskylda Eiginkona Freys er Kristjana Skúladóttir, f. 14.2. 1975, leikkona og söngkona. Foreldrar hennar: Arndís Sigríður Sigurðardóttir frá Birtingaholti, f. 21.7. 1930, d. 10.1. 2012, húsfreyja í Miðfelli í Hruna- mannahreppi, og Skúli Gunn- laugsson, f. 25.10.1927, bóndi í Mið- felli. Börn Freys og Kristjönu eru Ólafur Fjalar, f. 12.10. 2002: Ber- gey, f. 27.10. 2004; Fjölnir, f. 22.4. 2010, og Arnar Frosti, f. 28.1. 2013 Bræður Freys eru Örvar Ólafs- son, f. 7.4. 1978, verkefnastjóri hjá ÍSÍ og yfirþjálfari hjá Ármanni; Andri Ólafsson, f. 1.10. 1985, tón- listarmaður með Moses Hightower og fleiri hljómsveitum; Bjarni Már Ólafsson, f. 29.1. 1991, nemi í sjúkraþjálfun og frjálsíþróttaþjálf- ari hjá Ármanni. Stjúpsystkini Freys, börn Rún- ars Þórs Bjarnasonar, f. 7.10. 1956, eiginmanns Birnu, eru Vaka Rún- arsdóttir, f. 28.10. 1981, matráður í Svíþjóð; Halla Rúnarsdóttir, f. 13.3. 1984, grunnskólakennari á Selfossi, og Bjarni Rúnarsson, f. 23.3. 1989, sölumaður í Reykjavík. Foreldrar Freys: Ólafur Bjarna- son, f. 14.8. 1952, d. 18.4. 1998, bóndi í Stóru-Hildisey í Austur- Landeyjum, og Birna Þorsteins- dóttir, f. 16.2. 1955, bóndi á Reykj- um á Skeiðum, áður í Stóru- Hildisey. Úr frændgarði Freys Ólafssonar Freyr Ólafsson Ólafur Eiríksson bóndi í Skálakoti Guðrún Nikolína Snorrad. húsfr. í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bjarni M. Ólafsson bóndi í Skálakoti Katrín Marta Magnúsdóttir húsfr. í Skálakoti undir Eyjafjöllum Ólafur L. Bjarnason bóndi í Stóru- Hildisey í Landeyjum Magnús Tómasson bóndi í Steinum Elín Bárðardóttir húsfr. í Steinum undir Eyjafjöllum Magnús Bjarnason rafvirki á Hvolsvelli Vigdís Marta Magnúsdóttir húsfr. á Herjólfsstöðum á Kirkjubæjarklaustri Bjarni Magnússon þjálfari meistarafl. karla í körfubolta hjá ÍR Hanna Sigríður Hjartardóttir skólastj. á Klaustri Vignir Snær Vigfússon tónlistarmaður og vinur Sjonna Sigurður Oddsson skipstj. og útgerðarm. í Eyjum Jónas Sigurðsson skipstj. í Eyjum Sigurgeir Jónasson ljósmyndari í Eyjum Andri Ólafsson tónlistarmaður í hljómsveitinni Moses Hightower o.fl. Helgi Guðmundsson byggingameistari í Hafnarfirði Reynir Guðmundsson símamaður í Rvík Auðun Helgason knattspyrnumaður Grétar Reynisson leikmyndahönnuður Oddur Oddsson bóndi á Heiði Þorsteinn Oddsson bóndi á Heiði Svava Guðmundsdóttir húsfr. Heiði á Rangárvöllum Birna Þorsteinsdóttir húsfr. á Reykjum á Skeiðum, áður húsfr. í Stóru-Hildisey Guðmundur K. Guðmundsson b. á Kvígindisfelli Þórhalla Oddsdóttir húsfr. á Kvígindisfelli í Tálknafirði Arndís Þorsteinsd. húsfr. á Syðri- Hömrum Ingveldur Ástgeirsd. húsfr. á Brúna- stöðum. Guðni Ágústss. fyrrv. ráðherra og form. Framsóknar- flokksins V. Helga Þorsteinsdóttir húsfreyja á Heiði ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Hallgrímur Pétursson fæddistí Gröf á Höfðaströnd eða áHólum í Hjaltadal árið 1614. Ekki er vitað um fæðingardag hans en hann lést á þessum degi, 27.10. 1674. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, umboðsmaður kirkjujarða Hólastóls í Fljótum og hringjari á Hólum, föðurbróðir Guð- brands Þorlákssonar biskups, og Sólveig Jónsdóttir. Hallgrímur ólst upp á Hólum, lærði járnsmíði í Danmörku og kynntist Brynjólfi Sveinssyni, síðar biskupi, sem kom honum til náms í Frúarskóla. Er Hallgrímur var í efsta bekk var hann fenginn til að uppfræða hóp Íslendinga sem voru á heimleið eftir að hafa lent í Tyrkjaráninu tæpum áratug fyrr. Þá tókust ástir með honum og Guðríði Sím- onardóttur, sem hann fór með heim til Íslands 1637 án þess að ljúka prófum. Þau bjuggu fyrst í litlu koti við Ytri-Njarðvík þar sem Hall- grímur vann hjá dönskum kaup- mönnum. En Brynjólfur Sveinsson vígði hann til prests á Hvalnesi 1644. Hann fékk veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1651 og bjó þar lengst af, í nokkur ár á Kalastöðum og loks á Ferstiklu þar sem hann lést úr holdsveiki. Hallgrímur var höfuðskáld þjóðarinnar á 17du öld og er almennt talinn mesta trúar- skáld Íslendinga. Frægasta verk hans eru Passíusálmarnir, 50 að tölu, ortir á árunum 1656-59, heims- frægt bókmenntaverk, sem þýtt hef- ur verið á fleiri tungumál en önnur íslensk rit. Passíusálmarnir hafa verið lesnir í kirkjum landsins á lönguföstu um alda skeið. Þeir hafa verið lesnir í Ríkis- útvarpið í heild á föstunni frá 1944 og hafa margir þjóðþekktir Íslend- ingar komið þar við sögu. Sálmurinn sem Hallgrímur orti eftir Steinunni dóttur sína, Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) hefur verið sunginn yfir nánast öllum Ís- lendingum fram á þennan dag. Margt hefur verið ritað um Hall- grím og Passíusálmana á síðustu öld og Hallgrímskirkja í Saurbæ og sú á Skólavörðuholti bera nafn hans. Merkir Íslendingar Hallgrímur Pétursson 95 ára Kristján V. Kristjánsson 90 ára Sjöfn Jóhannesdóttir 85 ára Elsa Sigurvinsdóttir Ingibjörg Jóhannesdóttir Margrét Margeirsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Sverrir Júlíusson Theódóra Thoroddsen 80 ára Auður Hauksdóttir Guðrún Geirs Árnadóttir Kristjana Jónsdóttir 75 ára Birgir Marinósson Ólafía G. Steingrímsdóttir Regína Sigurlaug Pálsdóttir 70 ára Ágústa Þyri Friðriksdóttir Erna Sigurjónsdóttir Ingibergur Gunnar Jónsson Kristinn Friðrik Jónsson Oddur Þórðarson 60 ára Aðalheiður Guðmundsdóttir Hlífar Már Snæbjörnsson Inga Ragnheiður Magnúsdóttir Kristín Jósteinsdóttir Sigríður A. Sigurkarlsdóttir Unnur Björg Kristþórsdóttir 50 ára Einar Halldórsson Elín Ingólfsdóttir Guðjón Sigurðsson Gústav Gústavsson Helga Gunnarsdóttir Jón Helgi Einarsson Lára Jónsdóttir Manuel Vincent Colsy Stefán Sigurðsson Vilborg Rut Viðarsdóttir 40 ára Claudia Mrugowski Freyr Ólafsson Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Guðbjörg Jóhanna Níelsdóttir Íris Björnsdóttir Makrem Mazouz Soffía Jóhannsdóttir Hauth Sólveig Guðfinnsdóttir 30 ára Einar Ágúst Einarsson Guðni Þór Guðnason Hörður Snær Pétursson Ingólfur Ágúst Hjörleifsson Judit Balázs-Bécsi Katarzyna Rojecka Kolbrún Þorsteinsdóttir Oddur Smári Rafnsson Sindri Bessason Til hamingju með daginn 30 ára Oddur Smári ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk prófum í matreiðslu frá MK og er fram- kvæmdastjóri hjá Saffran. Maki: Ásdís Björk Krist- jánsdóttir, f. 1983, veit- ingastjóri hjá Saffran. Sonur: Kristján Rafn, f. 2005, og Hjörleifur Daði, f. 2009. Foreldrar: Anna María Þorláksdóttir, f. 1962, og Rafn Arnar Guðjónsson, f. 1956. Oddur Smári Rafnsson 40 ára Guðbjörg ólst upp í Grundarfirði og býr þar, lauk prófi sem einkaþjálf- ari, starfar við einkaþjálf- un og við Fellaskjól í Grundarfirði. Maki: Kristján Einar Krist- jánsson, f. 1964, verktaki. Börn: Friðfinnur, f. 1994, og Lovísa Margrét, f. 1997. Foreldrar: Jakobína El- ísabet Thomsen, f. 1953, og Níels Friðfinnsson, f. 1946. Guðbjörg J. Níelsdóttir 30 ára Guðni Þór býr í Kópavogi og er nú forrit- ari hjá Green Qloud í Reykjavík. Systur: Björk Guðnadótt- ir, f. 1973, fram- kvæmdastjóri, og Anna María Guðnadóttir, f. 1979, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Guðni Guð- mundsson, f. 1944, starfsmaður hjá Steypu- stöðinni, og Steinunn Sig- urðardóttir, f. 1950, starfsmaður við LSH. Guðni Þór Guðnason Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón                                    ! " ##$%&'(' )))  * 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.