Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Tilfinningar þínar sýna þér að hverju þarf að vinna, en ekki sýna tilfinningar við vinnuna. Gleymdu ekki að þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú leitar ráða hjá félaga sem reynast skemmtileg blanda af speki og hnyttni. Sam- ræður, endurfundir og ánægjulegar stundir geta breytt einkalífi þínu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ýmsir erfiðleikar í einkalífinu eiga hug þinn allan. Komdu hugmyndum þínum og tillögum á framfæri. Forðastu líka að lána öðrum peninga og að fá peninga að láni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Munurinn á sveitarómaga og kóngi felst í málinu og siðunum sem hann temur sér. Sýndu kurteisi en ekkert umfram það fyrr en viðkomandi hefur sannað sig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Falda hliðin á þér kemur út til að skemmta sér. Svo mikið að þér finnst þú eiga minna sameiginlegt með gömlum vin- um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert að velta því fyrir þér hvort þú eigir að sýna meiri hörku í viðkvæmu máli. Ekki byrja á neinu nýju fyrr en eftir 12. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er óráðlegt að láta skapið hlaupa með sig í gönur þótt hlutirnir gangi ekki átakalaust upp. En stundum þarf hann að fara sínar eigin leiðir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú mátt ekki hunsa góðar til- lögur, þótt þær komi frá öðrum og þá stund- um mönnum, sem þér er lítið um. Töfum á peningaflæði („ávísunin er í póstinum“) hef- ur linnt í bili. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er betra að líta fram á veg- inn þegar maður vinnur mikið. Aðrir eiga mikið undir viðbrögðum þínum svo þú skalt temja þér tillitssemi í þeirra garð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er algerlega óraunsætt að ætlast til þess að þú sért fyllilega samkeppnisfær á öllum sviðum. Ef þú hefur efni á því án þess að skuldsetja þig skaltu láta af verða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það besta sem gæti komið fyrir þig er að taka ábyrgð. Vertu samstarfsfús og lipur svo að verk strandi ekki á þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur mikla hæfileika en nú er komin röðin að þér að vera aðdáandi. Vertu sveigjanlegur því á þann veg muntu ná mestum árangri. Á föstudaginn hófst rjúpnaveiði-tímabilið og reyndist Davíð Hjálmar Haraldsson sannspár: Þeir fara á veiðar í eldgosa eim þótt ískaldur snjórinn sé djúpur en lögga er þrautseig og heldur loks heim með hríðskotnar óeirðarjúpur. Hallmundur Kristinsson skrifaði á Leirinn á fimmtudag: Margfróður gaur var Gestur. Í gúgglinu raunar hvað bestur. Hans gáfa var greind, gerð kunn með leynd: Áunninn athyglisbrestur. Fía á Sandi var vel með á nótunum: Hugrakkur gaur var hann Gestur og gerðist af löggunum mestur. Eftir þrjóti hann þaut og þrívegis skaut. Hinn látni var leikfangahestur. Davíð Hjálmar segist fyrir löngu hættur að botna nokkuð í hríðskota- byssumálinu eftir misvísandi upplýs- ingar lögreglu, landhelgisgæslu og norskra ráðamanna. Málið er loðið mjög og sleipt, menn virðast lítið hafa keypt. Stálu þeir? Báðu um byssulán? Borguðu mútur? Frömdu rán? Hvað sem því líður gefur Hösk- uldur Búi Jónsson þetta heilræði: Ef þú nemur annan hreim, sérð augun grimm, nefið finnur nýjan keim… og nótt er dimm: Þá opna skott og eyddu þeim með MP5. Hallmundur Kristinsson tekur skýrt fram að þetta sé ekki auglýs- ing: Ég þekki óþekktarorma. Einn þeirra hatar víst gorma. Hann vill hafa val en velja þó skal að sofa á dýnu frá Dorma. Sigrún Haraldsdóttir þekkti vel til: Mjög svo hin nýríka Norma naut þess að liggja og dorma í rúminu kát rumdi hún og át sjötíu sjaldgæfa orma. Ármann Þorgrímsson kallar þetta „Andvökubull“: Ljóð að semja langar til af litlum hugar mætti Fögur orð ég fanga vil og fella að bragarhætti. En stundum eitthvað stúrinn er ef stendur illa á skrefi Drauma nætur dúrinn fer og dagsýn enga hefi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af óeirðarjúpum, leikfanga- hesti og sjaldgæfum ormum Í klípu „FRÁBÆRT AÐ KYNNAST ÞÉR. ÞÚ ERT FYRSTI GAURINN SEM HÚN KEMUR MEÐ HEIM, SEM ER EKKI MEÐ LISTA YFIR MATAROFNÆMI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI GLEYMA, ÞETTA ER BARA ÆFING, ÞANNIG AÐ LÁTTU MIG VITA EF ÞÚ FINNUR EITTHVAÐ FYRIR ÞESSU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera hin eina og sanna. ODDI FER EKKI ÚT Í DAG ILLRÆMDU ÍKORNARNIR ERU ÞARNA SÍÐAST NEYDDU ÞEIR HANN TIL ÞESS AÐ SAFNA HNETUM. KONAN ÞÍN HEFUR RÁÐIÐ MIG TIL ÞESS AÐ KENNA ÞÉR MANNASIÐI, MINN GÓÐI HERRA... ROOP ! MÁ ÞAÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL BJÓRINN ER BÚINN? Aftur og aftur leggur Víkverji leiðsína á Þingvöll og var þar síð- ast í gær, sunnudag. Ferðirnar á þessu ári eru orðnar vel á annan tuginn. Það eru kannski ellimerki og nokkuð sem vitnar um hugarró að þessi mesti helgistaður þjóð- arinnar skuli eiga orðið svona sterk ítök í mönnum. Það er samt ekki sem verst og leiðangurinn austur í gær var alveg prýðilegur. Venju samkvæmt var fyrst dokað við á Hakinu, þaðan sem er gott útsýni yfir vatnið, vellina og gjárnar. Þar er eins og gengið sé beint inn í landslagsmynd á konfektkassa Nóa-Síríus eða lifandi útgáfu almanaks Eimskipafélagsins. x x x Numið var staðar við Flosagjá,sem í daglegu tali er nefnd Peningagjá. Aðrir kenna þennan stað við Fjallamjólk, en svo heitir hið fræga málverk Kjarvals af þess- um stað. Þaðan svo áfram um brýrnar yfir flæður Öxarár, upp að Lögbergi og þaðan að Drekking- arhyl þar sem horfa mátti yfir beint í hylinn þar sem stórurriðinn liggur þessa dagana og er að hrygna. Það var býsna gaman að fylgjast með þessu þar sem risafiskurinn lá mak- indalega. Að fylgjast með þessu var eins og að sjá náttúrufræðiþátt með David Attenborough í háskerpu. x x x Í mildu veðrinu var gaman aðhorfa til fjalla. Þarna eru Búrfell, Botnssúlur, Ármannsfell, Skjald- breiður og Hrafnabjörg en það síð- astnefnda þykir Víkverja vera það fallegasta í þessum víðfeðma sal. Og nú eru fjöllin öll komin með hvítar nátthúfur vetrarins sem gef- ur þeim skemmtilegan svip. Litirnir á svæðinu voru raunar einstaklega fallegir í gær, grasið er sölnað og laufið fallið en samt var heildarsvip- urinn snotur. Og miðað við hver reyndin hefur verið undanfarið þá var fjöldi ferðamanna hóflegur, ekki jafn yfirþyrmandi og var á bestu dögum í sumar. Í alla staði má því segja að öll hlutföll í breytni manns og svo náttúran á Þingvöll- um hafi verið í góðu jafnvægi í gær og því er bíltúr þangað nú á haust- dögum sterkur leikur. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálmarnir 66:20) Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _3 1. 08 .1 4 Muna að drekka vatn Veit á vandaða lausn • Venjulegt vatn + sódavatn • Tengist beint við vatnslögn • Sparar pláss þar sem ekki þarf vatnsdunk • Hægt að stilla hitastig vatns frá 5-20°C • Ljós kemur þegar þrífa þarf vél eða skipta um filter Frábær vatnsvél fyrir fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.