Morgunblaðið - 27.10.2014, Page 32

Morgunblaðið - 27.10.2014, Page 32
MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Svanhildur Hólm og Birna Braga 40 ára 2. „Ég hrinti honum en þetta var slys“ 3. Grófu inn í stóra sprungu 4. Verða fyrir kynferðislegri áreitni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Douglas A. Brotchie leikur glæsi- lega efnisskrá á bæði orgel kirkj- unnar á hádegistónleikum í Hafnar- fjarðarkirkju á morgun kl. 12:15-12:45. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á kaffisopa eftir tónleikana. Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni 100 ára af- mælis Hafnarfjarðarkirkju. Morgunblaðið/Ómar Brotchie í Hafnar- fjarðarkirkju  Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, stígur á svið á hádegistón- leikum Íslensku óperunnar, ásamt pí- anóleikaranum Antoníu Hevesi, í Norðurljósum í Hörpu á morgun kl. 12.15. Þar verða með- al annars flutt Söngurinn til mánans úr óp- erunni Rúsölku og rússneska þjóð- lagið Solovej moi eða Næturgalinn. Aðgangur er ókeypis. Diddú á hádegistón- leikum í Hörpu Á þriðjudag Norðan 10-15 m/s og skýjað en snjókoma fyrir norð- an og austan. Hiti nálægt frostmarki. Hægari og úrkomuminni um kvöldið, léttir til fyrir vestan og kólnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-10 m/s og él en hægara og bjart- viðri á Suðurlandi. Hvessir og snjóar norðvestanlands og á Norð- austurlandi. Hiti kringum frostmark. VEÐUR Keilir hafnaði í 3.-4. sæti í Evrópukeppni golfklúbba sem lauk í Búlgaríu um helgina. Vegna veðurs voru einungis leiknar 18 holur en ekki 54 eins og til stóð. Breytingar á mótshaldinu komu sér illa fyrir Hafn- firðingana því þeir voru í góðum málum á hring sem blásinn var af. Keilir vann sér þátttökurétt á EM með sigri í 1. deildinni í deildakeppni GSÍ. »1 Góður árangur Keilis á EM Robin van Persie sá til þess að Chelsea færi ekki með sigur af hólmi á Old Trafford í gær í stórleik helg- arinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann jafnaði metin í 1:1 rétt áður en flautað var til leiksloka. Chelsea er enn tap- laust eftir níu leiki, tíu stig- um á undan United. »6 Chelsea enn taplaust eftir för til Old Trafford Bikarmót Skautasambandsins var haldið í Reykjavík um helgina og gekk mjög vel og greinilegt að framfar- irnar eru miklar í greininni. Sem dæmi má nefna að Vala Rún B. Magn- úsdóttir, meistarinn frá því í fyrra, setti met í stuttu æfingunum, en það dugði þó ekki til sigurs því Agnes Dís Brynólfsdóttir sýndi frábærar æfing- ar daginn eftir og sigraði. »8 Miklar og stöðugar framfarir í listhlaupi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Desember hefur alltaf verið sölu- lægsti mánuðurinn hjá okkur. Við höldum okkar jól eins og aðrir og skreytum búðina en svo seljum við þetta dót sem við skreytum með því það er að berast allt árið.“ Þetta seg- ir Friðrik Ragnarsson, verslunar- stjóri í Góða hirðinum, en rekstur nytjamarkaðarins hefur vaxið ár frá ári og nú er svo komið að hann hefur lagt undir sig allt húsnæðið í Fells- múla 28. Að sögn Friðriks er sumarið gjöf- ulasti tíminn í versluninni, þá kemur mest inn af vörum og þá nær salan sömuleiðis hámarki. Umræddur varningur berst frá endurvinnslu- stöðvum Sorpu en Friðrik segir starfsmenn Góða hirðisins tæma um 20 gáma á viku og giskar á að um sé að ræða í kringum 40 tonn. Hann segir lager verslunarinnar lítinn og vörurnar renni jafnóðum í gegn. En hvað selst hraðast? „Smávaran, t.d. borðbúnaður og annað, er helmingurinn af sölunni,“ svarar Friðrik. „Myndir, styttur, glervasar, borðbúnaður, pottar og pönnur. Þetta hefur alltaf verið helmingurinn af sölunni í gegnum árin. Svo koma bækur þar á eftir,“ segir hann, en allt sem heiti antík njóti einnig mikilla vinsælda. Gullmolar inn á milli Friðrik segir verðlagið í Góða hirðinum hafa haldið sér í gegnum árin og sé mun lægra en t.d. á not- uðum vörum á netinu. Í „betri stofu“ verslunarinnar er eilítið meira lagt á hlutina en inn á milli þess gíf- urlega magns vara sem ber- ast Góða hirðinum má oft finna fjársjóði. „Það koma oft gullmolar,“ segir Friðrik, en þeim sé safnað yfir einhvern tíma og þeir síðan settir á uppboð einu sinni til tvisvar á ári. Á einu slíku voru m.a. boðin upp verk eftir Guðmund frá Miðdal. En heldur hann að fólk sé að gefa þessa hluti frá sér meðvitað eða óvart? „Fólk er bara að gefa. En ég held að í mörgum tilfellum sé það þannig að fólk hefur ekki hugmynd um verðmætið í þessu. Og ungt fólk í dag hefur engan áhuga á þessu, ekki nokkurn einasta,“ svarar Friðrik. Aðspurður segist Friðrik oft fá þá spurningu hvort starfsmenn Góða hirðisins taki upp „nýjar“ vörur á ákveðnum dögum en hann segir þær settar inn í búð jafnóðum og þær berast. „Við fáum oft þessa spurn- ingu. Þetta var kannski áður, fyrir mína tíð, en þetta er ekki svoleiðis núna.“ Góði hirðirinn vex og dafnar  Nytjamarkaður Sorpu gengur vel og hefur stækkað Morgunblaðið/Þórður Vinsæll Friðrik segir röð myndast við verslunina hvern einasta dag. Allur ágóði af sölu í Góða hirðinum rennur til góðgerðarmála. Frá 1999 hafa 177 milljónir króna verið veittar í styrki til góðgerðarsamtaka og góðra málefna. „Þetta er yfirleitt sami hópurinn, svona 40-50 manns, sem bíður hérna fyrir ut- an,“ segir Friðrik um röðina sem myndast við verslunina fyrir opnun á degi hverjum. Aðspurður segir hann að líklega séu ein- hverjir í þessum hópi sem versli í Góða hirð- inum en selji vörurnar síðan áfram. „Ég reikna nú með því, ýmist selur þetta í Kolaportinu eða á netinu. Ég hef nú svo sem ekk- ert velt því sérstaklega fyrir mér, enda er okkur alveg sama hver kaupir vöruna þannig séð. Við höfum náttúrlega bara áhuga á að koma henni aftur í umferð og það er bara vel,“ seg- ir hann. Sumir að kaupa til að selja VILJA BARA KOMA HLUTUNUM AFTUR Í UMFERÐ  Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu á Ak- ureyri undir yfir- skriftinni Rann- sóknarvinna leikstjórans. Þar fjallar hann um rannsóknarvinn- una er liggur að baki þremur sýn- ingum sem hann hefur sett upp; Lilju, Djáknanum og Makbeð. Rannsóknarvinna leikstjórans rædd Jón Gunnar Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.