Morgunblaðið - 08.10.2014, Síða 3

Morgunblaðið - 08.10.2014, Síða 3
Bestu leikmenn liðanna 2014 Samkvæmt -einkunnagjöf Morgunblaðsins KR 103 Gary Martin 13 Haukur Heiðar Hauksson 12 Óskar Örn Hauksson 11 Grétar S. Sigurðarson 10 Stefán Logi Magnússon 9 FH 129 Atli Guðnason 17 Pétur Viðarsson 13 Kassim Doumbia 12 Davíð Þór Viðarsson 12 Ólafur Páll Snorrason 11 Stjarnan 103 Daníel Laxdal 13 Ingvar Jónsson 11 Veigar Páll Gunnarsson 10 Arnar Már Björgvinsson 9 Ólafur Karl Finsen 8 Andrew Sousa 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Tómas Þorsteinsson 7 Oddur Ingi Guðmundsson 6 Fylkir 77 Árni Vilhjálmsson 15 Guðjón Pétur Lýðsson 13 Elfar Freyr Helgason 10 Höskuldur Gunnlaugsson 7 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Breiðablik 87 Bjarni Ólafur Eiríksson 12 Magnús Már Lúðvíksson 12 Haukur Páll Sigurðsson 8 Sigurður Egill Lárusson 7 Kristinn Freyr Sigurðsson 7 Valur 86 Hafsteinn Briem 11 Viktor Bjarki Arnarsson 9 Ögmundur Kristinsson 7 Jóhannes Karl Guðjónsson 7 Ósvald Jarl Traustason 6 Fram 83 Brynjar Gauti Guðjónsson 12 Jonathan Glenn 9 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Matt Garner 7 Atli Fannar Jónsson 6 ÍBV 85 Igor Taskovic 15 Aron Elís Þrándarson 12 Ingvar Þór Kale 9 Kristinn J. Magnússon 9 Dofri Snorrason 8 Víkingur R. 82 Elías Már Ómarsson 16 Haraldur Freyr Guðmundsson 11 Jonas Sandqvist 10 Sindri Snær Magnússon 7 Halldór Kristinn Halldórsson 6 Keflavík 90 Sándor Matus 10 Jóhann Helgi Hannesson 8 Shawn Nicklaw 7 Jónas Björgvin Sigurbergsson 6 Chukwudi Chijindu 5 Þór 69 Þórir Guðjónsson 13 Bergsveinn Ólafsson 13 Gunnar Már Guðmundsson 11 Ragnar Leósson 10 Þórður Ingason 10 Fjölnir 93 3-4-3 Hörður Fannar Björgvinsson 1997 Fram Úrvalslið yngri leikmanna Fjöldi sem leik- maður fékk á leiktíð 2 Mads Nielsen 1994 Val Ósvald Jarl Traustason 1995 Fram Höskuldur Gunnlaugsson 1994 Breiðabliki Aron Elís Þrándarson 1994 Víkingi Gunnar Þorsteinsson 1994 ÍBV Jónas Björgvin Sigurbergsson 1994 Þór Þorri Geir Rúnarsson 1995 Stjörnunni Árni Vilhjálmsson 1994 Breiðabliki Atli Fannar Jónsson 1995 ÍBV Elías Már Ómarsson 1995 Keflavík 7 6 5 6 12 6 6 1 16 15 6 3-5-2 Sándor Matus 1976 Þór Úrvalslið öldunga Fjöldi sem leik- maður fékk á leiktíð 2 Haraldur Freyr Guðmundsson 1981 Keflavík Magnús Már Lúðvíksson 1981 Val Orri Freyr Hjaltalín 1980 Þór Stefán Gíslason 1980 Breiðabliki Hólmar Örn Rúnarsson 1981 FH Jóhann Birnir Guðmundsson 1977 Keflavík Dean Martin 1972 ÍBV Jóhannes Karl Guðjónsson 1980 Fram Veigar Páll Gunnarsson 1980 Stjörnunni Atli Viðar Björnsson 1980 FH 5 5 5 9 11 5 10 7 10 12 6 ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Hlynur Mort-hens, markvörður handknattleiks- liðs Vals, leikur ekki meira með liðinu á þessu ári nema kraftaverk eigi sér stað. Hlynur meiddist illa í kappleik Stjörnunnar og Vals í Olís-deildinni á fimmtudagskvöld og kom í ljós mjög slæm tognun í lær- vöðva. Valsmenn verða þar með að treysta á Danann Stephen Nielsen í komandi leikjum. Þá verður líklega einnig kallað á Kristján Inga Krist- jánsson til baka úr láni frá Gróttu.    Sundkonan og ólympíumótsfarinnKolbrún Alda Stefánsdóttir hefur byrjað nýtt keppnistímabil með stæl og setti fjögur Íslandsmet á Fjarðarmótinu á Ásvöllum um helgina þar sem keppt var í 25 metra laug. Kolbrún keppir í fötlunarflokki S14, flokki þroskahamlaðra og setti metin fjögur í 50 og 10 metra bringusundi, 50 metra baksundi og 100 metra fjórsundi. Kolbrún Alda hefur nú sett 100 Íslandsmet í flokki S14, en hún er aðeins 17 ára gömul.    Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðs-þjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið Bryndísi Elínu Halldórs- dóttur, leikmann Vals, í landsliðið í stað Hildigunnar Einarsdóttur sem varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Bryndís Elín er nýliði í landsliðinu. Ísland mætir Svíum í tveimur vináttuleikjum í Svíþjóð á morgun og á laugardag.    Gareth Bale,leikmaður Real Madríd, hef- ur verið útnefnd- ur besti knatt- spyrnumaður Wales og er það fjórða árið í röð sem kappinn hreppir þessa út- nefningu. Bale er jafnframt orðinn sá leikmaður sem oftast hefur verið kjörinn frá upphafi, en þeir John Hartson og Mark Hughes voru vald- ir þrisvar sinnum hvor.    Halldór Sigurðsson, sem veriðhefur aðstoðarþjálfari meistaraflokksliðs Vals í knatt- spyrnu karla, er hættur störfum fyr- ir félagið. Á heimasíðu Vals er greint frá að Halldór og Valur hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi sem var í gildi. Óvíst er hvað tekur við hjá Halldóri, en hann var þjálfari Tindastóls um skeið áður en hann flutti sig til Vals.    Lars Lager-bäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir mikinn mun á öllum aðbúnaði og launum sem fylgja því að þjálfa Ísland í samanburði við það að þjálfa Svíþjóð eins og hann gerði á árunum 2000- 2009. Lagerbäck sagði þetta í viðtali við sænska dagblaðið Expressen og talar þar um mikinn galla þess hve íslenska landsliðið hefur oft þurft að fljúga í almennu flugi í stað einka- flugs, frá því hann tók við íslenska landsliðinu.    Sandra Erlingsdóttir skoraði 9mörk og Andrea Jacobesen 7 mörk fyrir íslenska stúlknalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, sem tapaði naumlega fyrir Hollandi, 25:22 í vináttulands- leik ytra í gær. Ísland var tveimur mörkum yfir, 22:20, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Liðin mætast á ný í dag klukkan 8.30. Fólk folk@mbl.is vörnin var léleg, en nú þegar ekkert bit er í framlínunni blasa veikleikarnir við. Keisarinn er kannski ekki allsber en fjarska klæðalítill. Ef til vill er ofsagt að liðið sé lélegt, en það er óskaplega leið- inlegt að horfa á það spila. Rétt er að hafa í huga að um það bil hálft liðið er skipað öðrum mönnum en í fyrra og tíma tekur að stilla strengina. Stjórinn Brendan Rogers hefur viður- kennt að hann átti ekki annarra kosta völ en að fjárfesta í ítalska framherj- anum Balotelli á síðasta viðskiptadegi með leikmenn í haust, og sá hefur ekki smollið inn í lið Rauða hersins. Er samt góður, það vita allir; Rodgers herforingi hefur jafnan lagt áherslu á að boltinn gangi hratt á milli manna en sá ítalski hefur enn ekki áttað sig á því. Hann var rækilega minntur á það um helgina að frammistaðan hafði ekki verið góð fram að því; varla er hægt að hugsa sér meiri niðurlægingu en að vera settur á vara- mannabekkinn og Ricky Lambert í byrj- unarliðið í staðinn. Hann stóð sig vel með Southampton en Chris Norman þótti líka ágætur söngvari með Smokie. Íslands- og bikarmeistarar Stjörn- unnar gera í kvöld aðra atlögu að því að komast í 16-liða úrslit Meistara- deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonur mæta þá rússnesku Stjörnunni, eða liði Zvezda, á Sam- sungvellinum í flóðljósunum þar klukkan 20. Seinni viðureign liðanna fer fram í Perm í Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku, 16. október. Sigurliðið samanlagt mætir annaðhvort enska liðinu Liverpool, með Katrínu Ómarsdóttur innan- borðs, eða Linköping frá Svíþjóð, sem einnig leika fyrri leik sinn í dag. Stjörnukonur kannast við sig í Rússlandi því þegar þær þreyttu frumraun sína í keppninni haustið 2012 mættu þær Zorkij í 32ja liða úr- slitunum. Liðin gerðu 0:0 jafntefli í Garðabæ en Zorkij vann seinni leik- inn, 3:1, á sínum heimavelli. Zorkij sló svo Þór/KA út í fyrra, 2:1 á Akureyri og 4:1 í Rússlandi, þannig að þetta er þriðja árið í röð sem meistaralið Íslands og Rúss- lands dragast saman á þessu stigi keppninnar. Efsta liðið í Rússlandi Zvezda virðist vera besta lið Rúss- lands í dag en liðið er efst í úrslita- keppni um meistaratitilinn sem nú stendur yfir þar í landi. Fjögur efstu liðin leika tvöfalda umferð um tit- ilinn og Zvezda er þar með 9 stig, Ri- azan 6, Zorkij 3 og Rossijanka ekk- ert eftir fyrri umferðina. Riazan leikur einmitt gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og samherjum í sænska meistaraliðinu Rosengård í 32ja liða úrslitunum og liðin eigast við í Rússlandi í dag. vs@mbl.is Stjarnan mætir Stjörnunni  Fyrri leikurinn gegn Rússunum í Garðabænum í kvöld Morgunblaðið/Golli Evrópuleikur Stjarnan mætir efsta liðinu í Rússlandi í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.