Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 18.10.2014, Síða 7

Barnablaðið - 18.10.2014, Síða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Fljúgandi spilið Töframaðurinn Einar Mikael sýnir lesendum Barnablaðsins hérna hvernig á að láta spil svífa í lausu lofti. Galdur: Þú sýnir eitt spil og heldur því bak við hendurnar og lætur það svífa í lausu lofti. Leyndarmál: Þú festir spilið undir neglurnar á þumlunum og hreyfir báða fingurna upp og niður. Þetta er alveg mögnuð sjónhverfing, það lítur hreinlega út fyrir að spilið svífi í lausu lofti. Erfiðleikastig: 1 Fylgihlutir: Eitt töfrahetjuspil. Hafðu báðar hendurnar fyrir framan spilið og festu spilið undir neglurnar þumlunum. Hreyfðu núna báða þumlana upp og niður og í hringi og þá lítur það út eins og spilið svífi í lausu lofti. Gættu þess að enginn sjái bak við hendurnar svo fólk átti sig ekki á leyndarmálinu. Æfðu þig fyrir framan spegil og sjáðu hversu raunverulegt þetta lítur út fyrir að vera. Völundarhús Getur þú hjálpað kanínunni að finna gulrótina? Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson er skemmtileg ævintýrabók. Bókin gengur út á það að lesandinn fær að velja sjálfur hvað gerist næst, lesandinn er í rauninni aðalpersóna bókarinnar. Ef eitthvað slæmt gerist og þú lendir í vandræðum geturðu alltaf farið til baka í næsta kafla og valið aðra leið. Ævintýrið getur endað illa en ef þú ert heppinn þá endar það vel. Í bókinni koma fyrir skemmtilegar þjóð- sagnapersónur eins og Sæmundur fróði, Lagarfljótsormurinn, Grýla og djákninn á Myrká. Sumar persónur bókarinnar eru illar en aðrar persónur eru sem betur fer góðar. Þín eigin þjóðsaga er mjög spennandi og frumleg bók. Það er ótrúlega gaman að fá að vera sjálfur söguhetjan og ákveða örlög sín í bókinni. Maður verður samt að passa að velja bestu leiðina, því annars gæti maður endað á því að vera étinn. Bókin er mjög skemmtileg og fyndin og ég mæli með því að allir splæsi í eintak. Fimm stjörnur frá mér! Halldóra Elín Einarsdóttir 12 ára Bókarýni Drátthagi blýanturinn

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.