Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2014
Sölufulltrúar
Undirritaður lögmaður
og löggiltur fasteignasali
hefur áhuga á að fá til samstarfs við sig fólk
til aðstoðar við sölu fasteigna (sölufulltrúa) -
réttindi til sölu fasteigna æskileg en ekki
skilyrði.
Væntanlegir umsækjendur þurfa að uppfylla
eftirfarandi lágmarksskilyrði:
1. Vera fjárráða
2. Vera reglusamir í hvívetna
3. Hafa ríka þjónustulund
4. Vera skipulagðir
5. Vera vel skrifandi og talandi á íslensku
Í upphafi ráðningar verður haldið námskeið
í undirbúningi töku fasteigna til sölumeð-
ferðar, gagnaöflunar, gerðar söluyfirlita og
uppsetningu kauptilboða skv. þeim reglum
sem lögin um sölu fasteigna kveða á um.
Boðið er upp á frábæra vinnuaðstöðu í
björtum húsakynnum miðsvæðis á höfuð-
borgarsvæðinu.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið:
rettarbakki@gmail.com
Kristján Ólafsson hrl.
löggiltur fasteignasali.
CenterHotels óska eftir að ráða starfsmann í
sölu- og bókunardeild. Viðkomandi er ábyrgur
gagnvart Sölu og bókunarstjóra fyrir daglegri
umsjón einstaklingsbókana á hótelunum sem
og uppfærslu verða og upplýsinga í öllum
bókunarvélum og öðrum dreifileiðum á netinu.
Hann hefur umsjón með og samræmir störf er
snúa að einstaklingsbókunum og vinnur stöðugt
við að ná markmiðum fyrirtækisins á sviði
tekjustýringar og nýtingar.
Starfsmaðurinn skal sýna frumkvæði í þeim
málum er heyra undir deildina og hafa ávallt góða
yfirsýn yfir bókanir fyrirtækisins.
Leitum að fólki með reynslu af sambærilegum
störfum, góða tungumálakunnáttu, góða
tölvuþekkingu og skilning á markaðsmálum.
Starfið heyrir undir
Sölu og Bókunarstjóra
CenterHotels og umsóknir
óskast sendar á
sales@centerhotels.com
fyrir 10.október.
Spennandi tækifæri
Starfsmaður í
Sölu- og Bókunardeild
ER AUGLÝSINGIN ÞÍN
Á BESTA STAÐ?
VIÐSKIPTA
Úrvalsv i
11 ,
ís talan
3 985
1. ,5288
4,1515
,90157
Fjó i i ki hl h fu v r r ut a arr r stærst
Eignastýring, markaðsviðskipti
g j gj
a
o fyrirtæk aráð öf.
Framúrskarandi árangur
ðí þágu vi skiptavin
alla fimmtudaga
VIÐSKIPTABLAÐ
Í tilefni aldarafmælis skóla-
hússins á Bjarnastöðum á
Álftanesi verður dagskrá
haldin í hátíðarsal íþrótta-
hússins á Álftanesi í dag,
laugardaginn 4. október, kl.
14-16. Fyrri hluti dagskrár-
innar nefnist Bessastaðir og
Bjarnastaðaskólinn. Þar
flytja frú Vigdís Finnboga-
dóttir, Guðmundur Andri
Thorsson, Pétur H. Ár-
mannsson og Anna Ólafs-
dóttir Björnsson erindi.
Fyrrverandi nemendur
Bjarnastaðaskóla koma að
seinni hluta dagskrárinnar
Minningar frá Bjarnastöð-
um. Að lokinni dagskrá
verður opið hús á Bjarna-
stöðum þar sem sýndar
verða myndir og munir sem
tengjast skólanum.
Skipuleggjendur dag-
skrárinnar eru Félag
áhugamanna um sögu
Bessastaðaskóla, Fugla- og
náttúruverndarfélag Álfta-
ness í samstarfi við Garða-
bæ.
Skólahúsið á Bjarnastöð-
um var reist árið 1914. Þar
er eitt þeirra skólahúsa sem
fyrsti íslenski arkitektinn,
Rögnvaldur Ólafsson, teikn-
aði ásamt aðstoðarmanni
sínum, Einari Erlendssyni.
Flest þeirra skólahúsa sem
Rögnvaldur teiknaði eru nú
horfin eða mikið breytt
vegna viðbygginga. Skóla-
húsið á Bjarnastöðum er
eitt af þeim fáu sem haldið
hafa ytra útliti og formi í
nokkurn veginn upp-
runalegri mynd.
Skólahús til 1978
Fram til ársins 1978 var
skólahald á Bjarnastöðum
en skólahaldið færðist svo
yfir í Álftanesskóla í nýja
skólabyggingu. Innréttingu
gamla skólahússins var þá
breytt til að koma mætti
skrifstofu Bessastaðahrepps
fyrir í húsinu. Sveitarfélagið
var seinna nefnt Álftanes og
var sameinað Garðabæ fyrir
nokkrum árum. Á síðustu
mánuðum hefur verið unnið
að viðhaldi innanhúss og
gagngerum endurbótum ut-
anhúss á Bjarnastöðum. Í
framtíðinni er ætlunin að
félög geti fengið aðstöðu á
Bjarnastöðum til funda-
halda og annars. sbs@mbl.is
Hátíð í hundrað ára skóla
Bjarnastaðir í eina öld Hátíð á Álftanesi Hús fær nýtt hlutverk
Bjarnastaðir Gamla skólahúsið sem hefur reyndar nýst á
marga lund og var síðustu árin hreppsskrifstofa.
Laun á opinberum markaði
eru enn 17% lægri, en í einka-
geiranum. Þetta kemur fram í
nýrri launakönnun sem gerð
var fyrir SFR – stéttarfélag í
almannaþjónustu. Laun fólks
í SFR og Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar voru lögð
ti l grundvallar. Kom þar
fram að meðalgrunnlaun SFR
félaga eru rúmar 333 þús. kr.
en grunnurinn hjá VR fólki er
505 þúsund kr. Þarna munar
172 þúsund kr. Þegar heild-
arlaunin eru skoðuð er munur
minni, eða 398 þúsund kr. hjá
SFR á móti 542 þúsund kr.
hjá VR.
Launamunur er mikill
„Það er ekkert launungar-
mál að grunnlaunum opin-
berra starfsmanna er haldið
niðri og þeim bætt lágu launin
að hluta til með auka-
greiðslum, s.s. óunninni yfir-
vinnu, eins og rætt hefur verið
um í fjölmiðlum að undan-
förnu. Þrátt fyrir þetta stend-
ur eftir að launamunur á milli
opinberra starfsmanna og
starfsmanna á almennum
markaði er 17%,“ segir í frétt
á vef SFR. Mat félagsins er að
ekki þurfi því að koma á óvart,
eins og könnunin leiðir í ljós,
að VR-fólk sé ánægðara með
sinn hlut en aðrir. Helmingur
þess er ánægður með sitt en
aðeins 18% SFR félaga.
Þá er launamunur
kynjanna hjá SFR mun hærri
en á almenna markaðinum.
Er rúm 13% hjá VR og 21%
hjá SFR ef heildarlaun eru
skoðuð.
Alls ¾ hlutar SFR-fólks,
eða um 76% telja starfsöryggi
sitt standa í stað á milli ára.
Flestir hafa þó upplifað að-
haldsaðgerðir á vinnustaðn-
um, eða um 90%.
Í könnun þeirri sem Capa-
cent gerði fyrir SFR, var
spurt um ýmsa afmarkaða
þætti í starfsumhverfi, svo
sem álag sem 42% telja of
mikið. Aðrir telja það hæfi-
legt. Ef þetta er rýnt eftir
flokkum kemur í ljós að stofn-
anir í flokknum innheimtu-
menn ríkissjóðs, almanna-
tryggingar og lánasjóður eru
sér á báti. Í þessum flokki eru
Tryggingastofnun ríkisins,
Sjúkratryggingar Íslands,
Ríkisskattstjóri, Tollstjóri,
sýslumenn og Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna. Fólk í
heilbrigðisþjónustu telur
álagið einnig mikið.
Langar ekki í
vinnu næsta dag
Rúmur fimmtungur svar-
enda á erfitt með að hætta að
hugsa um vinnuna þegar heim
er komið og svipað hlutfall
segist úrvinda eftir daginn.
Um 12% segjast oft hafa
áhyggjur af því að upp komi
vandamál í vinnunni sem þeir
ráða ekki við og ámóta margir
segja sig oft ekki langa í vinnu
næsta dag. Karlar eiga erfið-
ara en konur með að hætta að
hugsa um vinnuna eftir að
heim er komið. Almennt á
þetta helst við við um fólk sem
sinnir félagsþjónustu.
sbs@mbl.is
Grunnlaunum er haldið niðri
Miklu munar á kjörum SFR og VR-fólks Starfsöryggi ágætt en
álagið talsvert Hugsa áfram um vinnuna þegar heim er komið
Morgunblaðið/Golli
Landspítalinn Margir félagsmenn SFR starfa á sjúkrahús-
unum. Þar finnur starfsfólk fyrir álagi, eins og víðar.
Runólfur Pálsson, yf-
irlæknir nýrnalækn-
inga á Landspítala og
prófessor í lyflæknis-
fræði við læknadeild
Háskóla Íslands, hefur
verið kjörinn framtíð-
arforseti Evrópusam-
taka lyflækninga. Það
þýðir að hann mun
sitja í framkvæmda-
stjórn samtakanna næstu tvö árin sem
framtíðarforseti og taka síðan við sem
forseti.
Evrópusamtök lyflækna (European
Federation of Internal Medicine, EFIM)
eru fagsamtök, það er samband félaga
lyflækna í Evrópulöndum. Þau halda ár-
legt vísindaþing, standa fyrir skóla fyrir
unga og verðandi lyflækna og gefa út tvö
tímarit, þar á meðal European Journal of
Internal Medicine. Skrifstofa samtak-
anna er í Brussel. Félag íslenskra lyf-
lækna er aðili að samtökunum en Run-
ólfur hefur verið formaður þess frá 2001.
Runólfur lauk embættisprófi frá
læknadeild Háskóla Íslands 1985 og
stundaði síðar sérfræðinám í lyf- og
nýrnalækningum. Hefur starfað á Land-
spítala frá 1998.
Runólfur kjörinn
framtíðarforseti
Runólfur Ólafsson
Þrír stundakennarar hafa
fengið fasta stöðu aðjúnkts
á viðskiptasviði Háskólans
á Bifröst. Þetta eru Brynjar
Þór Þorsteinsson, Haraldur
Daði Ragnarsson og Ragn-
ar Már Vilhjálmsson.
Brynjar Þór Þorsteinsson
er með M.Sc. í alþjóða-
viðskiptum frá CBS við-
skiptaháskólanum í Kaup-
mannahöfn og B.Sc.gráðu í
viðskiptafræði frá Bifröst.
Hefur verið stundakennari á
Bifröst síðan 2012 og kennt
markaðsfræði, þjónustu-
stjórnun og samningatækni.
Er og yfirmaður markaðs- og
samskiptamála Háskólans á
Bifröst. Haraldur Daði Ragn-
arsson er með M.Sc. í hag-
fræði og stjórnun sem og í al-
þjóðaviðskiptum og stjórn-
málafræði frá CBS við-
skiptaháskólanum í
Kaupmannahöfn. Hefur
kennt á Bifröst og við HR og á að baki
fjölbreyttan feril í atvinnulífinu.
Ragnar Már Vilhjálmsson, þriðji mað-
urinn í þessum hópi, hefur verið stunda-
kennari við Háskólann á Bifröst síðan
árið 2004. Hefur kennt ýmsa áfanga í
markaðsfræðum og leiðbeint fjölda
nemenda við ritgerðaskrif. Frá 1997
hefur Ragnar Már starfað við markaðs-
stjórn og á og rekur í dag ráðgjafafyr-
irtækið Manhattan Marketing, við þriðja
mann.
Þrír nýir fá fasta stöðu á Bifröst
Bifröst Mikilvæg stofnun í Borgarfjarðarhéraði.
Haraldur Daði
Ragnarsson
Brynjar Þór
Þorsteinsson
Ragnar Már
Vilhjálmsson