Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Side 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2014 5 Tölvunarfræðingur, forritari eða hugbúnaðar- sérfræðingur óskast Prógramm ehf. leitar að starfsmanni í fullt starf. Ef þú ert áhugasamurog ábyrgur og þyrstir í fjölbreytt verkefni þá áttu erindi við okkur. Við erum ört vaxandi fyrirtæki, fjárhagslega sterkt og bjóðum fína vinnuaðstöðu á besta stað í Reykjavík. Helstu verkefni:  .net, c# forritun, vefþjónustur ( xml/soap)  nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarkerfa  þróun og viðhald xml/xsl-samskipta  oracle forritun (plsql) og sql Æskilegt er að þú hafir klárað (eða sért kominn langleiðina með) tölvunar- og eða kerfis- fræðina frá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands eða frá sambærilegum skólum. Reynsla úr hugbúnaðargeiranum er kostur og meðmæli eru æskileg. Vinsamlegast greindu stuttlega frá þeim verkefnum á hugbúnaðar- sviði sem þú hefur unnið við og á hvaða hátt þú komst að þeim. Ef þú hefur áhuga, sendu þá endilega umsókn á vinna@programm.is Starf lögfræðings hjá Húseigendafélaginu Húseigendafélagið vill ráða lögfræðing í fullt starf frá 1. desember næstkomandi. Í starfinu felst að veita ráðgjöf og aðstoð í fasteignamálum (fjöleignarhús, húsaleiga, fasteignakaup, grennd o.fl.), svo og að vinna að almennum hagsmunamálum félagsins og kynningar- og fræðslumálum þess. Nánar er um að ræða viðtöl, ritun bréfa og álitsgerða, fundi og fundastjórn, fyrirlestra, greinaskrif og rekstur mála fyrir kærunefnd- um og stjórnvöldum og eftir atvikum dómstólum. Umsækjandi þarf m.a. að hafa góða og trausta fræðilega undirstöðu, vera vinnu- samur, ötull, skilvirkur og sjálfstæður og lipur í mannlegum samskipum. Umsóknir ásamt meðmælum berist skrif- stofu félagsins Síðumúla 29, 108 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið shg@huso.is Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Spennandi störf hjá Ísafjarðarbæ • Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs • Deildarstjóri í málefnum fatlaðra • Deildarstjóri launadeildar • Þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Nánari upplýsingar á www.isafjordur.is Ísafjarðarbær nær yfir Flateyri, Hnífsdal, Ísafjörð, Suðureyri og Þingeyri. Bærinn er þekktur fyrir stórbrotna náttúru og menningarlíf þar sem tónlist, skíði og fjölbreytt tómstundastarf skipa veglegan sess. Skólar bæjarins eru vel skipaðir og framsæknir. Góð þjónusta, verslanir, kaffihús og veitingastaðir gefa bænum notalegan blæ. Þrátt fyrir að til bóta sé að ríkisstjórnin hyggist ein- falda virðisaukaskattkerfi ferðaþjónustunnar, fela boð- aðar breytingar í sér tals- verða flækju. Fyrirvari er of skammur og takmörkuð breikkun skattstofna skapar flækjustig. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) þar sem fjallað er um fjár- lagafrumvarp næsta árs. Forysta samtakanna fundar á næstu dögum með Bjarna Benediktssyni fjár- málaráðherra til að ræða áherslumál ferðaþjónust- unnar varðandi skatta og fleira. Lítið viðhald veldur óhöppum Margt er tekið fyrir í álitsgerð SAF. Lýst er áhyggjum með hve litlu skuli varið á næstu árum til viðhalds og framkvæmda í samgönguáætlun 2013-2016. Í fyrirliggjandi fjárlögum séu fjárframlög til vega- gerðar skert umtalsvert miðað við áætlun sem lögð var fram á vorþingi. Þar hafi rúmir 23 milljarðar króna verið undir en í fjár- lagafrumvarp næsta árs sé talan 21 milljarður króna. Þá telur SAF fjárveitingar til flugvalla ekki nægar. Þar sé skorið niður, en til að mæta viðhaldsþörf og sinna rekstri flugvalla þurfi að auka framlög um 600 til 700 milljónir kr. Sjóðir hafa greitt leið fólks til mennta „Viðhaldsleysi á sam- göngumannvirkjum er nú þegar farið að valda óhöpp- um á vegum víða um land og er það með ólíkindum að vegna niðurskurðar í ríkis- fjármálum sé flugöryggi og samgöngum á Íslandi stefnt í voða. Nauðsynlegt er að veita auknu fjármagni í við- hald til að bæta öryggi not- enda enda samgöngukerfið hér á landi lífæð byggðaþró- unar og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerð ferða- þjónustufólks. SAF segir að miður sé að framlög til starfsmennta séu skorin niður, svo sem til Vinnustaðanámssjóðs og Þróunarsjóðs starfsnáms. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi mörg sótt um styrki vegna vinnustaðanáms. Áhyggjuefni sé ef áður- nefndir sjóðir fái ekki fram- lög, enda hafi starfsemi þeirra greitt mörgum leið til mennta. Það sé og miður hve litlum fjármunum sé varið til rannsókna í ferða- þjónustu. Miklu sé varið til slíkra verkefna á sviði sjáv- arútvegs, landbúnaðar og orkuframleiðslu. Ferðaþjón- ustan sé hins vegar af- gangsstærð, sem sé miður enda séu á vettvangi hennar mörg verkefni sem rann- saka þurfi til hlítar. sbs@mbl.is Skammur tími til skatta- breytinga skapar flækjur  Ferðaþjónustan segir lítið veitt til vega og flugs  Starfs- menntafé skorið niður  Rannsóknir eru afgangsstærð Morgunblaðið/Eggert Rútur Umsvifin í ferðaþjónustu eru slík, að stundum er eins og enginn sé morgundagurinn. Það hefur leitt af sér vaxtarverki og fulltrúar greinarinnar vilja að skattareglum hennar sé breytt. Ferðastúlkur Lesið í landið af kortinu og ákvörðun tekin um næsta áfangastað. Myndin er tekin í norður Mývatnssveit. Ríkisstjórnin er með fyrirætl- unum í lífeyrismálum að rjúfa samkomulag um jöfnun á ör- orkubyrði sem var ein af for- sendum kjarasamninga 2005. Samkomulag þetta var lög- fest ári síðar á Alþingi. Þetta segir í ályktun sem samþykkt var í vikunni á fundi Eflingar – stéttarfélags. Þar segir að í fjárlagafrumvarpinu sem ný- lega var lagt fram séu kynnt áform um að fella niður greiðslur til jöfnunar á ör- orkulífeyrisbyrði lífeyris- sjóða. Það leiði til skerðinga bóta félaga í sjóðum þar sem örorkubyrði sé mikil. Gildi er lífeyrissjóður margra félaga í Eflingu og er talið að hlutur 4,5% þeirra gæti skerst verulega ef breyt- ingar ná fram að ganga. „Ríkisstjórnin sem nú situr telur að forsendur hafi breyst og því sé rétt að taka þetta fyrirkomulag til endurskoð- unar. Ljóst er að engin rök mæla með því að þessu fyrir- komulagi verði breytt ef stjórnvöld vilja standa við fyrirheit um jöfnun lífeyris- skuldbindinga eins og lögfest hafði verið á sínum tíma. Þess vegna eru áform ríkisstjórn- arinnar nú aðför að lífeyris- kjörum þeirra lakast settu í landinu,“ segir Efling. Er í umsögn félagsins tekið undir þau sjónarmið sem Gildi hef- ur sett fram, að ekki séu for- sendur til breytinga á ör- orkubyrði. Eykur á mismun „Þá er ljóst að þessi áform- aða breyting mun ekki jafna lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, sem var eitt af markmiðum breyt- inganna, heldur auka þennan mismun þar sem opinberir starfsmenn fá skerðingar sjóðanna bættar frá skatt- greiðendum eins og verið hef- ur. Þess vegna munu þessi áform leiða til þess ef þau ná fram að ganga að sjóðfélagar í lífeyrissjóðum almenns verkafólks og sjómanna munu hafa minna fé í ellilífeyri og þannig munu kjör þessa hóps versna,“ segir Efling. Félagsmenn segja enn- fremur í ályktun að það sé hrópleg ósanngirni ef sjóð- félagar eigi að taka á sig ábyrgð á örorku. Eðlilegt sé að samfélagið allt komi að þeim málum, en ekki bara launafólk sem sinnir slítandi og hættulegum störfum. sbs@mbl.is Áformin eru aðför að lífeyriskjörum  Eflingarfélagar ósáttir  Mótmæla breytingum á lífeyri  Ósanngjarnt að launafólk beri ábyrgð á örorkubótum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mannlíf Efling segir að áform ríkisstjórnarinnar nú séu aðför að lífeyriskjörum þeirra lakast settu í landinu. Morgunblaðið/Golli Höfnin Fjölbreytt störf til sjós og lands og stéttarfélaganna er að tryggja fólkinu góð kjör, í víðustu merkingu þeirra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.