Morgunblaðið - 12.11.2014, Side 1

Morgunblaðið - 12.11.2014, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  265. tölublað  102. árgangur  EINAR SEMUR TÓNLIST FYRIR BÖRN STÚDENTA- LEIKHÚSIÐ OG STUNDARFRIÐUR DR. GUNNI OG SKÆRT LÚÐAR HLJÓMA FRUMSÝNING 10 SAFNDISKUR 30HÖFUNDUR 33 Kaupi fleiri raftæki » Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Elko, telur leið- réttinguna kunna að auka eftirspurn eftir raftækjum. » Áhrifin verði þó mun minni en vegna lækkunar vörugjalda. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Leiðréttingin mun auka eftirspurn eftir neysluvörum, þar með talið dýrum vörum eins og bifreiðum. Um þetta eru viðmælendur blaðsins í atvinnulífinu sammála. Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar, telur að leiðréttingin muni eiga þátt í mikilli jólaverslun í ár. „Fólk sér að það hefur aukið greiðslurými og byrjar að eyða. Ég á von á því að jólaverslunin verði meiri en við höfum séð í langan tíma. Það mun væntanlega þurfa að fara aftur til 2007 til að finna meiri jólaverslun ef fram heldur sem horfir,“ segir Haukur. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir markaðinn hafa verið í frosti á síðustu vikum. „Það verður að ætla að leiðréttingin muni örva fasteignamarkaðinn,“ segir Grét- ar. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, seg- ir bílasala telja að leiðréttingin muni örva sölu en hins vegar ekki leiða til sölusprengju. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir kaupmenn bú- ast við meiri sölu. MBúast við meiri »4 Leiðrétting auki kaupgleði  Fasteignasalar, kaupmenn og bílasalar telja leiðréttinguna munu auka einkaneyslu  Dýrar vörur seljist betur  Forstjóri Borgunar spáir mestu jólaverslun frá 2007 Íslendingar telja samkynhneigða foreldra í sambúð betri uppalendur en einstæða foreldra. Þetta eru nið- urstöður alþjóðlegrar könnunar þar sem spurt var um kyn, kyn- hneigð og barnauppeldi. Könnunin er gerð í 48 löndum og voru niðurstöðurnar kynntar í Þjóðarspegli Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands í lok síðasta mánaðar. Þar kom m.a. fram að 70% svarenda hér á landi telja eitt foreldri geta alið upp barn jafn vel og tveir foreldrar. Talsvert fleiri, eða yfir 80%, töldu samkynhneigð pör, burtséð frá því hvort um er að ræða homma eða lesbíur, geta alið barn upp jafn vel og gagnkyn- hneigðir foreldrar. Þorgerður Einarsdóttir, ein þeirra sem stóðu að könnuninni, segir að niðurstöðurnar komi nokk- uð á óvart, hér á landi sé sterkari hefð fyrir því heldur en víða annars staðar að börn alist upp hjá ein- stæðu foreldri. Niðurstöður sýna líka að Íslendingar eru talsvert já- kvæðari en ýmsar aðrar þjóðir gagnvart öðrum fjölskyldugerðum en þeirri hefðbundnu. »12 Tvær mömmur betri uppalendur en ein Nemendur Hagaskóla stóðu sig vel á öðru und- anúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, sem fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 24 skólar taka þátt í keppninni í ár og fóru fyrstu undanúrslit fram á mánudaginn. Þá kom- ust Austurbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram með sín atriði. Í gærkvöldi komust svo Kelduskóli í Vík og Seljaskóli áfram. Þriðja undanúrslitakvöldið er í kvöld og síðan keppa átta skólar til úrslita í Skrekk mánudag- inn 17. nóvember. Meyjar og peyjar sýna hæfileika sína í Skrekk Morgunblaðið/Árni Sæberg Hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík fer fram í Borgarleikhúsinu  Í íþróttaheim- inum hér á landi leikur samfélags- miðillinn Twitter æ stærra hlut- verk en þar fara fram mikil sam- skipti á milli íþróttaáhuga- fólks. Knattspyrnuþjálfari segir að sér finnist það gefa íþróttaviðburðum sem hann er að horfa á aukið gildi að geta fylgst með umræðunni á Twitter. Umfjöllun um hlutverk Twitter í íþróttalífinu má finna í Morgunblaðinu í dag. » Íþróttir Twitter spilar stóra rullu í íþróttunum Sala á nýjum lúxusbílum á fyrstu 45 vikum ársins var 43,7% meiri en á sama tímabili í fyrra, jókst úr 492 bílum í 707. Þar af hefur salan til einstaklinga farið úr 316 lúxusbílum í 356, sem er 12,7% aukning. Með lúxusbílum er átt við vörumerkin Audi, BMW, LandRover, Lexus, Mercedes Benz, Porsche, Tesla og Volvo. Meðalverð slíkra bifreiða er um 8,5 milljónir kr., samkvæmt greiningu Brim- borgar, og hafa því selst lúxusbílar fyrir sex milljarða í ár. Athygli vekur að sala á lúx- usbílum til fyrirtækja eykst um 63,6%. Á fyrstu 45 vikum ársins keyptu fyrirtæki þannig 175 lúxus- bíla en 107 í fyrra. Til samanburðar keyptu fyrirtækin samtals 204 lúx- usbíla árin 2009, 2010, 2011 og 2012. Salan er þó langt undir með- altali áranna 1999 til 2008, sem var um 422 lúxusbílar á ári. Árin 2006, 2007 og 2008 keyptu fyrirtæki 600, 619 og 653 lúxusbíla á fyrstu 45 vik- um hvers árs. Bílaleigur eru hér ekki með- taldar. Alls keyptu þær 176 lúx- usbíla á fyrstu 45 vikum ársins en 69 í fyrra og er það 155% aukning. »4 Sprenging í sölu á lúxusbílum til fyrirtækja Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra, ját- aði fyrir henni síðdegis í gær að hafa afhent fjölmiðlum skjal úr ráðuneyt- inu varðandi hælisleitanda í nóvem- ber 2013. Hann greindi frá þessu á fundi sem hann óskaði eftir með ráð- herranum eftir að réttarhöldum í máli ríkissaksóknara gegn honum hafði verið frestað í gær. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem innan- ríkisráðherra sendi fjölmiðlum. Í framhaldi af játningunni var Gísla Frey þegar vikið frá störfum. „Trúnaðarbrot Gísla Freys gagn- vart mér, ráðuneytinu og almenningi öllum er algjört og alvarlegt. Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sak- leysi sínu, ekki aðeins gagnvart yf- irvöldum og fjölmiðlum, heldur einn- ig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði í tilkynningu Hönnu Birnu. Afhenti upplýsingar í góðri trú „Þegar ég afhenti fjölmiðlum upp- lýsingarnar var það gert í góðri trú. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir al- varleika málsins, hvað þá að um lög- brot var að ræða. Það var dóm- greindarbrestur af minni hálfu,“ sagði í tilkynningu frá Gísla Frey í gærkvöldi. „Mistök mín fólust í því að telja eðlilegt að upplýsa almenn- ing á Íslandi betur um efni málsins frá fleiri hliðum en komið höfðu fram. Daginn eftir gerði ég mér grein fyrir að ég hafði tekið ranga ákvörð- un. Í stað þess að vera maður til að viðurkenna mistök mín strax sagði ég ráðherra ósatt þegar hún spurði mig hvort ég hefði sent fjölmiðlum upplýsingarnar.“ »2 Játaði að hafa afhent skjalið  Gísli Freyr gerði sér ekki grein fyrir alvöru málsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.