Morgunblaðið - 12.11.2014, Side 26

Morgunblaðið - 12.11.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Arnar Halldórsson er doktor í efnafræði og framkvæmdastjórigæðadeildar Lýsis hf. Í þeirri deild eru 25 starfsmenn oghún skiptist í gæðaeftirlit, gæðatryggingu, lyfjaskráningar og gæðamælingar ásamt rannsóknum og þróun. „Við höfum verið mjög upptekin við lyfjaskráningar og ýmis þróunarmál undanfarið. Við höfum einnig verið að þróast hratt úr því að vera bara matvæla- fyrirtæki í að vera einnig lyfja- og þekkingarfyrirtæki. Það hefur kallað á umtalsverðar breytingar á gæðastjórnunarkerfi fyrirtæk- isins sem standa enn yfir. Ég er einnig þessa dagana að undirbúa 120 manna ráðstefnu á vegum norrænu Lipidforum-samtakanna sem haldin verður í Reykjavík í júní 2015.“ En hvað með áhugamál? „Ég stunda mikið blak, þó aðallega strandblak. Á sumrin æfum við í Fossvoginum en á veturna inni í Sporthúsinu. Svo starfa ég sem sérhæfður fjallabjörgunarmaður eða undanfari hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Ég hef líka mikinn áhuga á Íslandi, stunda fjallahjólreiðar, fjallaskíðun og fjallaklifur ásamt hefðbundinni útivist. Það skiptist milli árstíða hvað ég stunda mest, hef verið duglegur að hjóla í haust en nú tekur ísklifrið bráð- um við og svo eru það skíðin í febrúar. Svo þegar veðrið er slæmt er hægt að fara í hellaskoðun.“ Maki Arnars er Arnheiður Klausen Gísladóttir viðskiptafræðingur og svæðisstjóri hjá Fyrirtækjamið- stöð Landsbankans. Dætur þeirra eru Anna Lilja 10 ára og Aníta Rún 6 ára, nemendur í Mýrarhúsaskóla en fjölskyldan býr á Sel- tjarnarnesi. Arnar mun halda lítið fjölskylduboð í tilefni dagsins og fer svo í strandblak með félögum sínum í kvöld. Arnar Halldórsson er fertugur í dag Á toppi Goðatinds Arnar á fjallaskíðum á Austfjörðum. Stundar fjallamennsku allt árið um kring Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Aldís Kara Júlíusdóttir fæddist 4. desember 2013. Hún vó 4.315 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Birna Eiríksdóttir og Júlíus M. Jónsson. Nýir borgarar Reykjavík Kormákur Dúi Kristinsson fæddist í Reykjavík 14. nóvember 2013. Hann vó 4.080 g og var 52 cm. Foreldrar hanns eru Karlotta Einars- dóttir og Kristinn Már Jónsson. I nga Björk fæddist á Akur- eyri 12.11. 1964, ólst upp í Þýskalandi og í Bandaríkj- unum fyrstu sjö árin, en síðan á Akureyri: „Ég var á fyrsta árinu þegar við fluttum til Göttingen í Þýskalandi þar sem pabbi stundaði nám. Það- an fluttum við svo til Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum þar sem pabbi var í námi við Duke University í fjögur ár. Ég var að verða sjö ára þegar við komum heim og settumst að á Akureyri. En mér fannst ég ekki vera að koma heim. Hér þekkti ég enga krakka og mér fannst kalt á Íslandi. Auðvitað kynntist ég strax krökkum og lærði að meta Akur- eyri en þetta var kannski ástæða þess að ég hef alltaf verið mikil flökkukind.“ Inga Björk var í Barnaskóla Ak- ureyrar og Gagnfræðaskólanum á Akureyri, stundaði síðan nám við Myndlistaskólann á Akureyri í eitt ár og við Myndlista- og handíða- skólann í Reykjavík annað ár, hóf síðan nám í gullsmíði í Mjölby í Svíþjóð 1984 og útskrifaðist sem gullsmiður 1988. Auk þess tók hún íslenskt sveinspróf í gullsmíði 1993. Inga Björk starfaði við gullsmíði á Akureyri á árunum 1989-2005. Inga Björk Harðardóttir, myndlistarkona og gullsmiður – 50 ára Stór barnahópur Inga Björk og Jón Óðinn, ásamt börnunum hennar Ingu Bjarkar og sonum Jóns Óðins. Gullsmiður og myndlist- arkennari á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útskrift Inga Björk með útskriftarnemum Myndlistaskólans á Akureyri. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.