Morgunblaðið - 04.11.2014, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014
BÍLAR 3
Þ
að mun lítið vanta upp á
lúxus og stællegan
staðalbúnað í vænt-
anlegri viðhafnarútgáfu
af Panamera sem Porsche
hyggst senda frá sér. Bíllinn
mun heita Porsche Panamera
Exclusive Series og verður hann
aðeins smíðaður í 100 eintök-
um.
Bíllinn er byggður á Panamera
Turbo S Executive, sem er til
þessa flottasta útfærslan af
Panamera, 570 hestöfl með
breiðu hjólhafi og sérstaklega
ríflegu rými fyrir farþega í aft-
ursæti. Þessi álitlegi lúxusvagn
verður heimsfrumsýndur á al-
þjóðlegu bílasýningunni í Los
Angeles sem verður opnuð al-
menningi föstudaginn 21. nóv-
ember næstkomandi.
Tvílit yfirbygging
Exclusive Series-bílarnir
munu, fyrstir Panamera-bíla,
skarta tvítóna lit þar sem dimm-
brúnn tónn er á framhurðunum í
bland við svartan aðallitinn. Eftir
því sem aftar dregur á hlið bíls-
ins dofnar sá brúni út og til að
ná þessari tæknilega flóknu
málningarvinnu réttri dugar ekk-
ert minna en að handmála hvern
og einn hinna hundrað bíla. 20
tommu felgur spilla svo ekki fyr-
ir hliðarsvipnum nema síður sé.
Innra byrðið er síst lakara en
það ytra, þar sem sætin eru
klædd Poltrona Frau-leðri og
sætin eru öll loftræst; skjald-
armerki Porsche er gatað í sæt-
isbökin til að tryggja loftflæði
um líkama þeirra sem eru svo
lánsamir að fá að ferðast um í
Panamera Exclusive Series. Fyrir
þá sem virkilega vilja njóta ferð-
arinnar er hægt að kaupa sem
viðbót 5 tösku ferðasett sem
passar í skottið – úr sama önd-
vegisleðrinu að sjálfsögðu.
jonagnar@mbl.is
Porsche kynnir lúxusbíl í takmörkuðu upplagi
Panamera í viðhafnarútgáfu
Það er ekki í kot
vísað innandyra í
Exclusive Series.
Línurnar eru laglegar og
tvítóna liturinn kemur
glettilega vel út.