Morgunblaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 7
Verðbréfasali smellir mynd af bíl sem ef til vill er langtímamarkmið hans
– Ferrari LaFerrari.
geta komist sem næst því að líkja
eftir mótorhjóli með mannslíkam-
anum.
„Þetta var flókið myndaspil að
raða saman. Lögun, styrkleiki og
líkamsfærni hverrar konu auð-
veldaði að byggja sérhvern hluta
vélfáksins,“ segir Trina Merry.
Fjórir förðunarmeistarar aðstoð-
uðu hana við að draga fram hina
einstöku smærri þætti hjólsins,
eins og dekkin.
Eitt módelanna sex, Lana
Baumgartner, segir að þetta hafi
verið óvenjuleg lífsreynsla. „Að
umbreyta litlum hópi áhugasamra
kvenna í mynd af mótorhjóli virtist
á vissu stigi tiltölulega útilokað.
Niðurstaðan styður hins vegar
kenninguna um að allt sé hægt,
hafi menn trú á því.
agas@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014
BÍLAR 7
fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík,
Selfossi og Barðanum Skútuvogi
Nú þegar veturinn er genginn í garð munu langar frostnætur reyna
Tudor er
hannaður til þess að þola það álag sem slíkar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur. Tudor - betra start!
Betra start fyrir þig og þína
Þá sem dreymt hefur um að
feta í fótspor James Bond í
myndinni „The Spy Who Loved
Me“ og fara í bíltúr neðansjávar
gætu nú látið drauma sína ræt-
ast. Það þarf þó sæg af seðlum
til að kaupa neðansjávarbíl.
Slíkt farartæki er nú fáanlegt
á netsölunni Hammacher
Schlemmer og er það sagt
standa Lotus Esprit bíl Bonds
fyllilega á sporði. Hann líkist þó
meira sportbílnum Lotus Elise.
Kafbíllinn kostar ekki lítið, eða
tvær milljónir dollara, um 240
milljónir króna. Hermt er að
hönnuðir hans hafi notið inn-
blásturs frá Bond-myndinni
ofangreindu. Og ekki er furða
þótt hann líkist Lotus Elise því
hann er byggður upp af und-
irvagni hans.
En hvað getur þessi kafbíll
svo? Er hann til einhverra stór-
ferðalaga í undirdjúpunum eftir
að malbikinu á þurru landi
sleppir? Hann flýtur fyrst um
sinn eftir að út á lög er komið
en sígur svo niður fyrir yfirborð-
ið fyrir tilstilli ökumanns sem
togar í sérstaka köfunarstöng.
Þannig kemst hann niður á allt
að 10 metra dýpi.
Til að knýja kafbílinn áfram í
undirdjúpunum dælir sérstakur
54 kílóvatta rafmagnsmótor
þrýstivatni út um tvær túður á
afturenda hans. Hraðinn er ekki
sérlega mikill eða tveir hnútar,
sem svarar tæplega fjögurra
km/klst hraða. Mótorinn fær afl
frá sex 48 volta litíumjóna raf-
geymi. Öllu hraðar kemst kaf-
bíllinn á þurru landi, eða allt að
120 km/klst. Loks hefur hann
130 km drægi, en um rafbíl er
að ræða.
Vilji menn njóta útsýnisins
neðansjávar fremur en að hafa
hugann við stjórn bílsins þá eru
í honum leysigeislaskynjarar
sem stýrt geta honum sjálfkrafa
undir yfirborðinu. Ennfremur eru
nægar súrefnisbirgðir í köf-
unarbúnaði fyrir ferðalangana
tvo til klukkustundar vistar neð-
ansjávar.
Þarna er ef til vill komin jóla-
gjöfin fyrir þá sem skortir eig-
inlega ekki neitt.
agas@mbl.is
Kafbíllinn nær allt að 120 km/klst hraða á landi.
Sportbíll fyrir undirdjúpin
Súrefnisbirgðir eru til einnar stundar aksturs í hafdjúpunum.
Subaru WRX STI sigraði í Tann-
istest 2015 (Nordic Car of the
Year Jury, tannistest.com) þegar
hann þreytti nýverið elgsprófið
fræga á 74 km hraða. Sigurveg-
arinn er m.a. búinn nýju örygg-
iskerfi Subaru, Active Torque
Vectoring System, sem kemur í
veg fyrir undirstýringu í snögg-
um beygjum, en út á það gengur
einmitt elgsprófið. Sama búnað
er m.a. að finna í nýjum Subaru
Outback sem væntanlegur er
hjá BL á næsta ári, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
BMW í öðru sæti
Í öðru sæti í prófinu varð
BMW 220d Coupé á 73 km/klst
og þriðja sæti Audi TT á 72 km/
klst. Í elgsprófinu er ekið ákveð-
ið á þurru og hörðu undirlagi og
síðan beygt snögglega til vinstri,
eins og elgur hefði stokkið í veg
fyrir hann. Við það lyftist vinstra
afturhjól bílsins frá veginum og
hann getur oltið sé beygt nægi-
lega snöggt. Prófið kom fram
1997 þegar sænski reynsluök-
umaðurinn, Robert Collin, annar
tveggja ritstjóra Teknikens Värld
beitti því fyrstur í reynsluakstri
á nýjum bíl sem frægt varð.
Stöðugleiki Subaru
Hið samhverfa fjórhjóladrif
Subaru og lágur þyngd-
arpunktur sem orsakast af liggj-
andi strokkum boxervélanna
hafa lengi verið meginskýringar
þess hve Subarubílar þykja
stöðugir við erfiðar og hálar að-
stæður.
Þegar elgsprófinu er beitt á
Subaru, sem búinn er nýja ör-
yggiskerfinu Active Torque Vec-
toring System, setur kerfið
ákveðinn bremsuþrýsting á það
framhjól sem er í innanverðri
beygjunni. Við það togast aft-
urhorn bílsins sömum megin
niður aftur til að koma í veg fyrir
að bíllinn velti. Þegar allir þessir
meginkostir Subaru koma sam-
an – fjórhjóladrif, afar lágur
þyngdarpunktur og öryggiskerfi
Active Torque Vectoring System
– skapast aksturseiginleikar
sem tryggðu Subaru sigur í áð-
urnefndu elgsprófi, eins og fram
kemur í tilkynningunni.
jonagnar@mbl.is
Subaru sigrar með nýju öryggiskerfi
Subaru WRX STI er gerðarlegasti sportbíll, eins og sjá má á þessum sem
var til sýnis á alþjóðlegu bílasýningunni í París í októberbyrjun þessa árs.
Subaru stöðug-
astur á elgsprófinu
Bilasmáauglýsingar
ÍSLENSKIR TRÚLOFUNAR-
OG GIFTINGAHRINGAR
3.5mm 14k gullpar, 70.900,- með áletrun.
Einnig pör úr titanium, silfri og fl. Sérsmíði,
framleiðsla og viðgerðarþjónusta.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is