Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 08.11.2014, Page 5

Barnablaðið - 08.11.2014, Page 5
BARNABLAÐIÐ 5 Eruð þið ekkert stressaðar? Fanný: Ég reyni að hugsa ekki um það, ég hugsa bara að þetta verði svo skemmtilegt. Birta: Nei, nei. Ég ætla bara að njóta þess í botn að stíga á svið. Ég er búin að kynnast svo mörgum og eignast góða vini, ég vil njóta tímans með þeim. Jasmín: Þetta er auðvitað smákrefjandi en þetta verður örugglega bara gaman. Fyrir hvern er svo sýningin? Jasmín: Ég myndi segja að Töfraflautan væri aðallega fyrir börn á aldrinum 2ja ára til sirka 18 ára. Fanný: Já, og bara alla fjölskylduna. Birta: Einmitt, það er nefnilega mjög mikill húmor í þessu verki. Þetta er líka rosalega mikið sjónarspil, sagan gerist í ævintýraheimi. Allir búningar eru ótrúlega fallegir og glitrandi. Jasmín: Já, þar verður mikið um pallíettur. Og hvað ætlið þið svo að verða í framtíðinni? Jasmín: Ég ætla að verða myndlistarkona. Ég hugsa að ég fari eitthvað til útlanda að læra. Birta: Mig langar að taka þátt í söngleikjum, ég stefni á þannig nám. Fanný: Ég hef líka áhuga á söngleikjum. Ég stefni á að fara í FG og eftir það langar mig í háskóla, annaðhvort á Íslandi eða í útlöndum. Svo langar mig að reyna að komast á Broadway. Eitthvað að lokum? Birta: Þetta er ótrúlega skemmtileg sýning og ég mæli með að fólk reyni að ná sér í miða sem allra fyrst. Fanný og Jasmín: Sammála! M yn di r/ K ri st in n In gv ar ss on „Ætli það séuekki svona 40manns sem komaað sýningunni. Þegarmest er þá erum við25 á sviðinu í einu.“ Leikarar Töfraflautunnar fá að klæðast fallegum búningum. Vinkonurnar Jasmín, Birta og Fanný hlakka til að sjá sem flesta í Hörpu.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.