Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Í hvaða skóla ert þú? Sævar: Langholtsskóla. Ertu að æfa einhverjar íþróttir? Sævar: Já, fótbolta. Horfir þú á fótbolta í sjónvarpinu? Sævar: Já, stundum. Með hvaða liði heldur þú? Sævar: Bara mjög mörgum. Arnar: Ég held með Þýskalandi. Hver setti myndbandið af þér að teikna inn á YouTube? Sævar: Pabbi, ég bað hann um það. Og hvað varstu að teikna á myndbandinu? Sævar: Flugvél frá Icelandair. Mér finnst þær svo flottar. Í myndbandinu teiknaði ég eina flugvél sem heitir Hekla. Hefur þú farið í svona flugvél? Sævar: Já, ég fór til Svíþjóðar á þessu ári. Arnar: Ég hef farið til Tyrklands en ekki með Icelandair. En af hverju fórstu að teikna flugvélar? Sævar: Vinur minn var mjög oft að teikna flugvélar og eitthvað fleira. Ég er mjög oft að leika við hann og þess vegna fór ég bara líka að teikna flugvélar. Og ertu búinn að sýna einhverjum vinum þínum myndbandið? Sævar: Já, þeir segja að það sé flott. Hvað er skemmtilegast að teikna? Sævar: Flugvél! Ætlar þú að gera fleiri myndbönd í framtíðinni? Sævar: Ég veit það ekki, kannski þegar ég verð aðeins eldri og fer að gera aðeins flottari myndir. Teiknar þú eitthvað annað stundum? Sævar: Já, stundum teikna ég bíla í svona þrívídd. Sem sagt ekki bara eina hlið heldur sést framan á bílinn og á eina hlið. Og stundum teikna ég fólk, t.d. í skólanum ef við fáum eitthvað verkefni. Þá á maður kannski að teikna mynd af sér á einhverja forsíðu. Arnar: Ég teikna stundum jólatré. Litar þú myndirnar þínar? Sævar: Já, mjög oft. Þá nota ég tréliti. Hvar lærðir þú að teikna? Sævar: Ég veit það ekki alveg, ég er bara búinn að æfa mig svo mikið. En hvaða flugvél er þetta á borðinu hjá þér? Sævar: Ég fékk hana frá Icelandair um daginn. Það var einn maður sem kom með hana. Hann kom hérna í anddyrið og sagði: ,,Býr Sævar Reynisson hér? Hér er gjöf.’’ Svo fékk ég líka poka með bókum og pennaveski og eitthvað fleira. Ég var bara rosalega glaður. Ég ætla að teikna í bækurnar, litlar skissur eða eitthvað. Og hvar geymir þú svo flugvélina? Sævar: Bara út um allt sko, mér finnst gaman að leika með hana og láta hana fljúga. Þessi flugvél er aðeins öðruvísi en sú sem ég teiknaði. Hver er munurinn? Sævar: Það eru fleiri hurðir á þeirri sem ég teiknaði. En þekkir þú einhverja flugstjóra, flugþjóna eða flugfreyjur? Sævar: Já, frændi minn er flugmaður hjá Icelandair. En þú hefur teiknað nokkrar mismunandi flugvélar, er það ekki? Sævar: Jú, ég hef t.d. teiknað flugvél sem heitir Hekla og aðra sem heitir Snæfellsjökull. Þær eru nefndar eftir eldstöðvum, ein heitir Katla og ein heitir Krafla. Þú hefur greinilega brennandi áhuga á flugvélum? Sævar: Já, ég er með forrit í Ipadinum, þar getur maður fylgst með öllum flugvélum í heimi sem eru að fljúga. Maður getur ýtt á „Maður verður að æ fa sig heima o g kannski lík a í skólanum“ FINNST SKEMMTILEGAST AÐ TEIKNA FLUGVÉLAR Sævar Reynisson er virkilega flottur listamaður. Bræðurnir Sævar og Arnar eru með svipuð áhugamál. Sævar Reynisson er níu ára gamall listamaður. Sævar er snillingur í að teikna og hefur æft sig mikið undanfarið. Skemmtilegast finnst honum að teikna flugvélar. Fyrir stuttu setti pabbi Sævars myndband á YouTube sem sýndi Sævar teikna stóra þotu frá Icelandair. Það myndband fékk mikla athygli enda er um sannkallað listaverk að ræða. Barnablaðið heimsótti Sævar um daginn og fékk að spjalla við hann og bróður hans, Arnar Reynisson, sem er fimm ára.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.