Reykjanes - 09.01.2014, Síða 2

Reykjanes - 09.01.2014, Síða 2
2 9. janúar 2013 Reykjanes 1. Tbl.  4. áRganguR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 23. janúar. næsta blað Árið 2014 er runnið upp.Hvernig verður þetta nýja ár? Eflaust skiptast á skin og skúrir eins og allta. Það virðist samt gæta mun meiri bjartsýni meðal landsmanna nú en mörg síðustu ár.Óvinsælasta ríkisstjórn sem nokkurn tíma hefur setið lét af völdum á síðasta ári. Flestir voru búnir að fá upp í kok af skattpíningarstefnu hinnar tæru vinstri stjórnar. Bjartara er framundan. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur tilkynnt aðgerðir til aðstoðar skuldsettu fólki. Fyrstu skref hafa verið stigin í að lækka skatta. Kjarasamningar hafa tekist við stóran hóp launþega á almenna mark- aðnum.Það er því eðlilegt að léttara sé yfir mörgum. Hér á Suðurnesjum er þó ástæða til að hafa áhyggjur af stóra málinu upp- byggingu atvinnulífsins.Lítið hefur gerst í þeim efnum á jákvæðan hátt. Við erum að vakna upp við það að frekari framkvæmdir og gangsetning álvers í Helguvík er ekki í augsýn. Suðurnesjamenn hafa vonast til að úr þessu stærsta atvinnutækifæri myndi rætast með nýrri og jákvæðari ríkisstjórn. Því miður er það ekki að gerast. Verulega stórar fjárhæðir liggja því bundnar í steynsteypu álversins og hafnaframkvæmdum í Helguvík. Nú er sagt að ýmislegt annað sé á prjónunum til atvinnuuppbyggingar í Helguvík. Vonandi er það rétt,en það trúa því fáir miðað við það sem á undan er gengið. Helsti vaxtarbroddurinn í jákvæðri atvinnuuppbyggingu er þjónustan í ferðamennskunni. Það er flott en nægir ekki eitt og sér. Í lok maí verður kosið til sveitastjórna. Umræðan á næstu mánuðum mun örugglega taka mið af því. Málefni einstakra sveitarfélaga og frambjkóðendur þar verða það sem kjósendur koma til með að meta og vega. Samt er þð nú svo að í stærri sveitarfélögum þar sem stjórnmálaflokkarnir tefla fram listum undir sínum bókstaf spila landsmálin inn í. Margra augu munu beinast að Reykjanesbæ. Mun Sjálfstæðisflokknum takast að halda meirihluta sínum eða verða þar breytingar? Það mun mikið velta á því hvernig Björt framtíð og Píratar spila á sín spil. Þessir hafa byr í seglin samkvæmt skoðanakönnunum. Verði af framboðum hjá þeim hér á Suðurnesjum kemur það til með að hafa veruleg áhrif. Meirihlutar verða þá í hættu og gætu hæglega fallið. Eitt mál á landsvísu getur orðið Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Fyrir Al- þingiskosningar fór það ekkert milli mála að flokkurinn lofaði þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort halda ætti áfram aðildarviðræðumvið ESB eða ekki. Það var talað alveg skýrt af formanni flokksins Bjarna Benediktssyni. Þjóðaratkvæða- greiðsla fer fram á kjörtímabilinu og ég vil sjá að hún fari fram á fyrri hluta kjörtímabilsins,sagði Bjarni. Það er ekki hægt að misskilja þessi orð á neinn hátt. Leiðarahöfundur er á móti því að Ísland gangi í ESB og myndi segja NEI við spurningunni um áframhaldandi viðræður. Það breytir því ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn lofaði að spyrja þjóðina um framhald viðræðna. Við það verður að standa. Yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar um vinnubrögð ráðamanna í Sam- fylkingunni hafa að vonum vakið athygli. Össur segir frá því hvernig fyrir- hugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár voru notaðar sem skiptimynt í póli- tískum hrossakaupum við VG til að hægt væri að halda áfram ESB viðræðum. Samfylkingin féllst á óskir VG um að hætta við virkjanir í stað þess féllist VG á að svíkja sitt loforð um aandstöðu við ESB. Það vekur óneitanlega athygli að aðalmaðurinn í öllum þessum pólitísku hrossakaupslýsingum Össurar skuli vera Oddný G.Harðardóttir,þingmaður hér í kjördæminu og þáverandi fjármálaráðherra.Varla stuðluðu þessi vinnubrögð að atvinnuuppbyggingu í kjördæminu.Rétt að árétta að þetta eru yfirlýsingar Össurar eins af forystu- mönnum Samfylkingarinnar. Ágætu lesendur. Óska þess að nýbyrjað ár færi okkur frið og ánægju. Sigurður Jónsson, ritstjóri Leiðari Árið 2014 Bæjarstjórn Garðs samþykkti að rekstri Garðvangs verði haldið áfram Bæjarstjórn hefur samþykkt að rekstri Garðvangs verði haldið áfram og tryggt að orðið verði við óskum þess heimilisfólks sem býr á Garðvangi og þess óska að það geti búið þar áfram. Jafnframt lýsir bæj- arstjórn því yfir að hjúkrunarrými á Garðvangi verði ekki tekin þaðan gegn vilja bæjarstjórnar Garðs, enda er heimilisfólk á Garðvangi með lög- heimili í Sveitarfélaginu Garði. Bæjarstjórn Garðs lýsir yfir and- stöðu við samþykkt meirihluta í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum (DS) um að hjúkr- unarheimilinu Garðvangi verði lokað og starfsemi þess flutt á Nesvelli í Reykjanesbæ. Stjórn DS hefur ekki heimildir til að leggja niður hjúkr- unarheimilið og flytja starfsemina á annan stað. Ákvörðun um slíkt er í höndum heilbrigðisráðherra Bæjarstjórn Garðs skorar á heil- brigðisráðherra að sjá til þess að Garðvangi verði ekki lokað og þannig virtur vilji bæjarfélaganna, Garðs og Sandgerðis, um að leggja ekki niður eina hjúkrunarheimilið í þessum tveimur bæjarfélögum. Bent er á að ráðuneytið hefur ítrekað upplýst að skipan þessara mála sé háð samstöðu sveitarfélaganna sem standa að DS. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráð- herra að sjá til þess að framlög verði veitt úr Framkvæmdasjóði aldraðra og/eða á fjárlögum til að kosta hlut ríkisins við breytingar á húsnæði Garðvangs, sem nemi 85% af kostn- aðnum. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að koma að því máli með svokallaðir leiguleið. Loks samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra undirbúning þess að ráða hönnuð til þess að gera tillögur að breytingum á húsnæði Garðvangs, þannig að það standist ýtrustu kröfur um aðbúnað og húsnæði á hjúkr- unarheimilum. Þorrablót á Nesvöllum Félag eldri borgara á Suðurnesjum efnir til Þorrablóts laugar- daginn 1.febrúar á Nesvöllum. Nánar auglýst þegar nær dregur. Karlakór Keflavíkur 60 ára: Stofnun kórsins og starf Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. desember 1953 og var því 60 ára á síðasta ári. Kórinn hefur starfað samfellt í þessi 60 ár. Eins og vænta má hefur starfið átt sínar hæðir og lægðir en ávallt hafa starfað í kórnum kraftmiklir einstaklingar af öllum Suðurnesjum. Á fyrri árum þegar framboð af tóm- stundum og afþreyingu var minna en nú má segja að kórinn hafi notið sérstöðu og kraftar kórmanna dreifst minna en nú er. Að öllum líkindum hefur innra starf kórsins risið hæst á þeim árum þegar kórinn byggði sitt glæsilega félagsheimili að Vesturbraut 17-19 í Keflavík. Á þessum árum hefur kórinn gefið út hljómplötuna „Karlakór Keflavíkur“ (1981) og hljómdiskana“Suðurnesja- menn“ (1996), „Tónaberg“ (2003) og „Þú lýgur því“ (2008), sem inniheldur lög eftir popptónskáld okkar Suðurnesjamanna; Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðar- son og fleiri. Kórinn hefur verið fastur liður í menn- ingarlífi Suðurnesja allan þennan tíma. Starfið. Innra starf kórsins er öflugt og skemmti- legt. Fyrir utan vikulegar æfingar heldur kórinn árlega ýmis skemmtikvöld með fé- lögum. Má þar nefna sviðakvöld eða ný- liðakvöld þar sem kórfélagar koma saman og kynna starfið fyrir áhugasömum einstaklingum, árlega árhátíð kórsins, jólatónleika, vortónleika og vorferðir. Þess utan hefur kórinn farið í all- margar utanlandsferðir svo sem til Fær- eyja, Kanada og nú síðast til Pétursborgar í Rússlandi. Kórinn hefur einnig tekið þátt í mörgum söngviðburðum með öðrum kórum, sungið við ýmsar athafnir í kirkjum m. a. við jarðarfarir. Þá hefur kórinn sungið við ýmis tilefni; í af- mælum, heimsótt stofnanir og sungið á hátíðisdögum í bæjarfélögum á svæðinu. Má þar nefna 17. júní, Ljósanótt, Sjóar- ann síkáta, Sandgerðisdaga og fleira. Kórinn heldur sínar reglubundnu æfingar á fimmtudagskvöldum þar sem oft er mikið fjör. Þótt einbeiting og agi einkenni æfingarnar eru innan raða kórsins miklir karakterar sem gera starfið skemmtilegt. Tónlistin hefur þann eiginleika að skapa samhljóm í félags- skapnum og menn halda endurnærðir heim að lokinni hverri æfingu. Eiginkonur núverandi og fyrri kór- manna hafa með sér öflugan félagsskap, Kvennaklúbb Karlakórs Keflavíkur, sem stendur fyrir ýmsum uppákomum og styður við starf kórsins með ýmsum hætti. Karlakórinn hélt sína árlegu árshátíð 7. desember s. l. í félagsheimili sínu við Vesturbraut og var mikið um dýrðir i tilefni afmælisins. Framundan Eftir áramót mun kórinn hefja undirbún- ing vortónleika með því að halda í æf- ingabúðir um helgi og í vor er áformað að halda hina árlegu vortónleika og vorferð þar sem kórinn mun koma fram utan heimabæjarins. Haustið 2015 mun kórinn standa fyrir svonefndu „Kötlumóti“ í Reykja nesbæ. Katla er Samband sunnlenskra karlakóra. Þá munu karlakórar af sunnanverðu landinu koma saman í Reykjanesbæ og bjóða upp á fjölda tónleika auk þess sem kórarnir allir koma saman og mynda um 600 manna kór sem syngur fyrir Suðurnesjamenn. Núverandi stjórnandi kórsins er Helga Bryndís Magnúsdóttir. „Kertatónleikar„ Í vetur hélt kórinn sína árlegu „Kerta- tónleika„í Ytri-Njarðvíkurkirkju 5. des- ember. Þetta voru jólatónleikar þar sem sköpuð var hátíðleg jólastemming á að- ventunni með skemmtilegri kertalýsingu og jólasöngvum. Að þessu sinni voru Kvennakór Suðurnesja og Barnakór Holtaskóla gestasöngvarar

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.