Reykjanes - 09.01.2014, Side 4

Reykjanes - 09.01.2014, Side 4
4 9. janúar 2013 Hvernig leggst árið 2014 í þig? Nýtt ár er runnið upp. Reykjanes leitaði til nokkurra aðila og spurði þá, hvernig leggst árið 2014 í þig? Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri: Bara birta framundan Árið 2014 leggst einstaklega vel í mig. Eftir lægðir síðustu ára virðast mörg fræ vera byrjuð að spíra hér í atvinnulífinu. Svæðið á betri tækifæri til fjölbreyttra atvinnu- hátta en flest önnur. Með samstöðu og skýrum vilja munum við lyfta Grettistaki. Frammistaða í sam- ræmdum prófum, heilbrigðari lífs- hættir og árangur á sviði íþrótta sýnir að unga fólkið okkar ætlar sér að halda fána Suðurnesja hátt á lofti. Við sjáum endalaus ný og spennandi tækifæri hjá Keili og á Ásbrú. Í einkalífinu er bara birta framundan með fjölskyldu, vinum og frábæru starfsfólki Keilis. Og veiðisumarið verður að vanda stórbrotið. Lífið er yndislegt. Njótum þess. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf: Spennandi tímar hjá HS Veitum Í meginatriðum leggst árið vel í mig. Ég tel að efnahagslífið sé hægt og bítandi að taka við sér m.a. vegna jákvæðara viðhorfs til atvinnulífsins þó brýnt sé að vinda ofan af ýmsum hindrunum sem búnar hafa verið til á síðustu árum. Hér á Suðurnesjum eru nokkur verkefni í undirbúningi sem vonandi verða að veruleika og svo eru verkefni eins og fiskeldi Stolt Seafood á Reykjanesi sem þegar hafa orðið að veruleika og eiga bara eftir að eflast frekar. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í upp- byggingu orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi í yfir 30 ár og sjá hversu öflug starfsemi hefur myndast út frá orkuvinnslunni. Þar má fyrst nefna fjölþætta starfsemi Bláa lóns- ins í Svartsengi, hótel Norðurljós og síðan efnavinnslu Carbon Recycling. Á Reykjanesi eru auk fiskeldis Stolt Seafood fiskþurrkunarfyrirtækin Haustak og Háteigur og við bæði orkuverin eru frekari möguleikar til skoðunar. Ég sé hinsvegar ekki fyrir mér að álver verði að veruleika á næst- unni vegna hins lága álverðs sem nú er og breytingar þar á ekki sjáanlegar í kortunum. Þegar samningar voru undirritaðir í apríl 2007 var álverð rúmlega 2.700$ en er nú rúmlega 1.700$ Á persónulegu nótunum þá voru áramótin umtalsverð tímamót þar sem ég lét af starfi forstjóra HS Orku en er áfram forstjóri HS Veitna. Við- brigðin eru töluverð eftir að hafa verið í framvarðarsveit við uppbyggingu orkuveranna í yfir 30 ár. Framundan eru hinsvegar spennandi tímar hjá HS Veitum en starfsemi Veitunnar er að mér finnst vanmetin af mörgum. Til upplýsingar má nefna að ársverk HS Veitna eru um 60% (ca.80 á móti 50) fleiri en hjá HS Orku, starfstöðvarnar eru fjórar þ.e. á Suðurnesjum, Hafnar- firði, Vestmannaeyjum og í Árborg og að árleg velta er yfir 5 milljarðar. Ég vil að lokum nota tækifærið og færa öllum lesendum blaðsins bestu óskir um farsæl komandi ár. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri: Viljinn, við og venjurnar Nýtt, spennandi ár framundan, óskrifað blað. Þessi skil milli þess sem liðið er og þess sem framundan er eru sjaldan eins augljós og áþreifanleg eins og akkúrat á þessum nokkru dögum á ári. Uppgjör þess liðna og mótun þess nýja. Ég byrja árið á því að verða árinu eldri og hef verið mjög meðvituð um þessi tímamót allt frá því að ég man eftir mér. Tár og kökkur í hálsi fylgja ávalt þessum dögum, líklega vegna trega við að sleppa því sem liðið er, minningar, tilhlökkun og kannski einhverskonar kvíði fyrir óvissunni og framtíðarplönum. Ég staldra alltaf við og velti fyrir mér hvað ég hef lært á liðnu ári og hvað ég vil fá út úr árinu, hvaða markmiðum vil ég ná? Þau þurfa ekki endilega að vera risavaxin eða fyrirferða mikil. En að setja sér markmið og gera áætlun um hvernig ég ætla að ná því hjálpar til við að fókusa. Áramótin eru tilefni til sjálfsskoðunar, ígrundunar og ákveðins uppgjörs við þá 8760 stundir sem hafa liðið frá árinu áður. Stundum hafa árin verið mjög góð og stundum skelfilega erfið og þá situr það jafnan í manni og við sjáum ekki alveg tæki- færin fyrir framan okkur. Ráðaleysi, nei- kvæðni og tortryggni hafa að nokkru leyti einkennt umræðuna í samfélaginu á liðnu ári. Íslenskt samfélag hefur verið nokkuð fast í sama hjólfari og umræðan í samfélaginu beinst í ríku mæli að veik- leikunum okkar á meðan styrkleikarnir gleymast oft. Breytingar eiga sér stað fyrst og fremst „innan frá og út“. Við þurfum að byrja á að breyta sjálfum okkur, hugsun okkar. Kerfið er aldrei sterkara en einstaklingarnar sem skapa það. Við berum ábyrgð á að þjálfa okkar eigin færni til að takast á við kröfur nútímans og búa okkur undir fram- tíðina. Öll leitum við að raunverulegri hamingju, tilgangi og sönnum árangri. Fræðimenn hafa bent á að það sem einkennir hamingjusamt og árangurs- ríkt fólk sé jákvæðni, markmið eða til- gangur, vilji til að vinna, sjálfsagi, gott innsæi, vera vel að sér og lesa sér til, taka áhættu, gera væntingar og hugsa stórt. Jæja það er þá varla flókið! Eða hvað? Við höfum öll hæfileika til að velja, það er að segja fortíðin, genin og hvernig aðrir hafa komið fram getur án efa haft áhrif en það er ekki þar með sagt að framtíðin sé algjörlega undir því komin, það er í valinu sem hamingjan liggur. Hindúar segja að guð sé í öllu og að hægt sé að öðlast það sem einblínt er á. Upp úr þessu hefur máttur aðdrátt- araflsins verið einfaldaður í: ,,það sem við einblínum á, það vex“, mátt aðdrátt- araflsins. Eins og það gerir gott að taka stöðuna á framgangi lífsins þá er ég ein af þeim sem er minn eigin, versti dóm- ari og hef einhverskonar innra „drive“ sem stoppar aldrei. Ég ætla árið 2014 að halda áfram í að æfa mig í að staldra við í núinu, njóta andartaksins og rækta kærleikann til alls og ekki síst til mín og minna. Einblína á það sem ég vil að vaxi hjá mér og í kringum mig. Talna- spekin segir að árið verði gott, talan 14 hefur þversummuna 5 (1+4) og er tala sjálfstæðis og frelsis. Hún er drífandi og andlega hreinsandi, logandi af ástríðu og hugsjón. Fimman er annað hvort eða tala, enda mitt á milli áss og tíu. Hún fylgir fyrst og síðast eigin sann- færingu og er hreinskiptin með það. Það ætti að lofa góðu á ári sem hefst á kjaraviðræðum og kosningum í landi elda og ísa þar sem drift, hreinsun og hugsjónavinna getur skipt sköpum um framhald lands í uppbyggingu. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri B.S.: Bjartar horfur á nýbyrjuðu ári. Ég lít á nýbyrjað ár með til-hlökkun, og er sannfærður um að erfiðleikar sem fylgdu banka- hruninu séu að baki og að framundan séu bjartari tímar. Á nýbyrjuðu ári sé ég fyrir mér upp- byggingu nýrrar slökkvistöðvar en á undanförnum árum hefur verið unnið að lausn á húsnæðisvanda Brunavarna Suðurnesja, þar sem núverandi húsnæði er fyrir löngu orðið alls ófullnæjandi. Á síðasta ári var unnið að stofnun byggðasamlags um rekstur B.S. en sam- kvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum verður samstarf sveitarfélaga að vera í formi byggðasamlaga og þarf þeirri formbreytingu á rekstri B.S. að vera lokið í síðasta lagi 15.október 2014. Með þeirri breytingu verða samþykktir fyrir félagið færðar í nútíma horf en eldri samþykktir eru frá árinu 1974, þegar Brunavarnir Suðurnesja voru stofnaðar og þá í samvinnufélagsformi. Frá árinu 1988 hefur B.S. sinnt sjúkra- flutningum á Suðurnesjum fyrir utan Grindavíkur, á síðustu árum hefur verið um skammtímasamning að ræða til eins árs í senn. Ég hef vonir til þess að á þessu ári verið hægt að horfa til lengri fram- tíðar og að gerður verði samningur við Sjúkratryggingar Íslands til lengri tíma, en það mun eyða þeirri óvissu sem fylgir skammtímasamningum. Á Suðurnesjum eru rekin öflug slökkvilið íbúum Suðurnesja til heilla og hafa sveitarfélögin sem standa að rekstri B.S. verið öflugur bakhjarl, en það sýndu þau enn og aftur með þeirri samþykkt að hefja það ferli að koma slökkviliðinu í nýtt húsnæði á fitjum. Ég óska Suðurnesjamönnum gleði- legs árs og þakka ánæjulegt samstarf liðinna ára. Kjartan Eiríksson, Kadeco: Tækifærin allt í kringum okkur Árið 2014 er spennandi og leggst vel í mig. Mér finnst tíminn líða allt of hratt og trúi því varla að 2013 sé liðið. Það er þó góð áminning um að staldra við, njóta þess og meta það sem við höfum í kringum okkur. Þar á ég við fjölskyldu, vini, einstaka náttúrufegurð landsins og öll þau ómældu tækifæri sem okkar frábæra land hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru allt í kringum okkur og ég er sannfærður um að mörg verða nýtt árið 2014. Mér finnst bjarsýnin i samfélaginu vera að aukast og fólk á Suðurnesjum vera farið að bera höfuðið hærra en undanfarin ár. Umræðan um svæðið hefur verið of neikvæð sem smitast hefur yfir anda íbúanna á svæðinu og jafnvel skert sjálfstraust fólks að hluta. Þrátt fyrir tímabundna erfið- leika er ekki innistæða fyrir of mikilli neikvæðni. Við verðum líka að gleðj- ast yfir litlu sigrunum – megum ekki gleyma því sem vel hefur tekist. Hér er búið að skapa sterkan grundvöll sem mun skila mikilli uppbyggingu til langs tíma litið. Þurfum að lyfta andanum og vera stolt af því samfélagi sem við búum í – öðru vísi getum við ekki sannfært aðra um þau tækifæri sem sannanlega eru hér til staðar. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS: Áfram jákvæðni á árinu 2014 Þegar klukkan læðist nær mið-nætti og nýtt ár er alveg að ganga í garð, lætur maður huga reika til baka. Maður fyllist þakklæti yfir því sem vel hefur gengið á árinu og því sem afrekað hefur verið hvort sem það er stórt og smátt. Þar sem ég er mikil bjartsýnismann- eskja að eðlisfari verð ég að segja að árið 2014 leggst vel í mig. Undanfarin ár hafa reynst okkur Íslendingum erfið en ég hef trú á því að nú fari að sjást til lands. Ef ég mætti óska mér einhvers fyrir hönd okkar Suðurnesjamann, þá væri það að allir þeir sem nú eru án atvinnu, fengju vinnu við sitt hæfi. Vonandi ber okkur gæfu til þess að nýta okkur öll þau tækifæri sem eru svo sannarlega til staðar, okkur öllum til heilla. Ég ætla að halda áfram að temja mér jákvæðni á árinu 2014 og bind vonir til þess að næsta sumar verði sólrík og hlýtt fyrir íbúa Suð-vesturhornsins. Við eigum það svo sannarlega skilið eftir rigningarsumarið 2013!

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.