Reykjanes - 09.01.2014, Blaðsíða 12

Reykjanes - 09.01.2014, Blaðsíða 12
Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 8,6m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 2 Ögurvík býður sjómönnum, starfsmönnum sínum, sem og öllum landsmönnum, gleðilegt ár. 9. janúar 201312 Hjördís svarar: Svar við bréfi vegna aðstöðu Hæfingarstöðvarinnar, Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ Það kann einhverjum að finn-ast athugavert að ég skuli svara „opnu bréfi“ til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. En þar sem ég er sá embættismaður bæjarins sem ber ábyrgð á starfsemi Hæfingastöðvar- innar, tel ég mikilvægt að koma eftir- farandi á framfæri: Það er margt rétt sem kemur fram í bréfi Rutar varðandi stöðu húsnæðisins þegar sveitarfélagið tók yfir starfsemi Hæfingarstöðvarinnar. Sveitarfélaginu stóð til boða að kaupa húsnæðið, en ákvað að gera það ekki. Var það m. a. gert í ljósi þess að menn vildu skoða aðra möguleika fyrir starfsemina. Strax við yfirfærslu málefna fatlaðs fólks til sveitarfélagsins var m. a. hafin athugun á hvort hægt væri að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemi Hæf- ingarstöðvarinnar og þá sérstaklega haft í huga aðstaða til útiveru og hugs- anlega gróðurræktunnar, en einnig horft til staðsetningar og talið mikil- vægt að hún væri miðsvæðis í samfé- laginu. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að stærð húsnæðisins að Hafnargötu 90 og staðsetningin vægi þyngra en gróðuraðstaða, fyrir þá starfsemi sem þar færi fram. Samstarf við eigendur hússins hefur frá upphafi verið hið besta og m. a. var strax farið í viðhaldsframkvæmdir sem hafði verið ábótavant til margra ára, eins og kemur fram í bréfi Rutar. Í byrjun sumars 2013 komu upp grunsemdir um að það kynni að vera „sveppur„í húsnæðinu. Strax var brugðist við af hendi húseiganda, sem fékk sérfræðinga til verksins, sem stóð yfir í nokkrar vikur. Á meðan á framkvæmdum stóð var starfsemin flutt í húsnæði Þroskahjálpar við Suðurvelli. Fljótlega eftir að starf- semin hófst á ný að Hafnargötu 90, komu upp grunsemdir um að ekki hefði komist að öllu fyrir þær raka- skemmdir sem valdar voru af sveppa- mynduninni. Þá þegar var ákveðið að notendur og starfsmenn skyldu njóta vafans og húsnæðinu lokað á meðan farið var í umfangsmiklar viðhalds- framkvæmdir, húsgögnum skipt út ofl. Leitað var til Hús og Heilsu sem sérhæfa sig í „sveppa“ myndunum í húsum og farið að tilmælum þeirra við framkvæmdina. Nú er starfsemin komin á fullt aftur í húsnæðinu við Hafnargötu 90. Undirrituð hefur verið í sambandi við starfsmenn og aðstandendur og hvergi komið fram annað en að menn séu sáttir. Að lokum er rétt að geta þess, að lengi var horft til húsnæðis Þroskahjálpar við Suðurvelli sem hugsanlegs fram- tíðarhúsnæðis fyrir Hæfingarstöðina. Af því verður þó ekki, en það mun samt áfram þjóna fötluðu fólki, því undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Reykjanesbæjar og Þroskahjálpar um að breyta húsnæðinu í íbúðir fyrir fatlað fólk. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem að málum komu á þessu langa ferli og óska öllum gleðilegra jóla. Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu og félagsþjónustu Grindavík: Slökkviliðs- og Lionsmenn koma færandi hendi Fyrir jólin komu slökkviliðs-menn í heimsókn í 3. bekk. Ás-mundur Jónsson slökkviliðs- stjóri var með fræðslu um eldvarnir. Þá leystu nemendur eldvarnargetraun sem allir 3. bekkingar landsins taka þátt í. Síðan birtust tveir slökkviliðsmenn í fullum skrúða og vakti það athygli barnanna. Þeir færðu nemendum plakat og vasaljós að gjöf. Vasaljósin eiga eflaust eftir að koma sér vel í friðargöngunni sem er á næsta leiti. Á sama tíma komu í heimsókn tveir Lionsmenn og færðu þeir öllum lita- bók að gjöf. Erum við afar þakklát fyrir þessar gjafir og ávallt gaman að fá góða gesti í heimsókn. (Heimasíða Grindavíkur) Garður Flott fjárhagsstaða Á íbúafundi í desember var fjár-hagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næstu ár kynnt. Fram kom að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er virkilega sterk og er með þvi albesta sem gerist hér á landi. Rekstur sveitar- félagsins skilar afgangi og innan tveggja ára verður búið að greiða upp allar langtímaskuldir. Þessi staða sveitarfé- lagsins er frábær. Magnús Stefánsson bæjarstjóri Einar jón Pálsson forseti bæjar- stjórnar Margir mættu á brennu Hún var stór og glæsileg áramóabrennan í Garði,mynd af henni prýðir forsíðuna í dag. Mjög margir mættu á brennuna.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.