Reykjanes - 30.10.2014, Síða 6
6 30. OktóBEr 2014
Franskur sjónvarpskokkur í
heimsókn í Einhamri Seafood
Einhamar Seafood fékk góða gesti í dag frá Frakk-landi þegar sjónvarpskokkurinn góðkunni, Hervé hjá HerveCuisine, kom til að fá hágæða hráefni í matseldina. Var þessi heimsókn liður í verkefni á vegum Inspired by Iceland. Myndir og texti: Facebook síða Einhamars Seafood
Fjörtíu milljónir í ný tæki
Á fundi bæjarráðs Garðs 16. október s.l. lagði bæjarstjóri
fram minnisblað, þar sem m.a. kemur
fram að fyrir liggi tilboð í tæki fyrir
líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamið-
stöð. Tilboðsfjárhæðin er um kr. 40
mil., gömul tæki sem nú eru í íþrótta-
miðstöð ganga upp í kaupverð á kr.
3.580 þús., samtals til greiðslu væru
því um kr. 36,5 milljónir. Lagt til að
bæjarráð veiti heimild til þess að stað-
festa pöntun tækjanna. Um er að ræða
fjárfestingu sem verði eignfærð á fjár-
hagsárinu 2015.
Viðlegukantur fyrir
gámaskip og súrálskip
Á fundi Atvinnu-og hafnarráðs Reykjanesbæjar lagði fram-kvæmdastjóri fram drög að
óskum Reykjaneshafnar til hafnar-
gerðar og sjóvarna í nýja samgönguá-
ætlun 2015 - 2018. Stærstu verkefnin
eru 100 m. viðlegukantur vestur af nú-
verandi 150 m. viðlegukanti í Helguvík
og 60 m. viðlegukantur í austur sem
munu þjóna væntanlegum kísilverum.
Einnig nýr 360 m. viðlegukantur fyrir
gámaskip og súrálskip, sem mun þjóna
álverinu og útflutningi frá kísilver-
unum ofl. fyrirtækjum í Helguvík og
á Reykjanesi. Atvinnu- og hafnaráð
samþykkti tillögu framkvæmdastjóra
um óskir að ríkisframlagi í Samgöngu-
áætlun 2015 - 2018.
Vantar 25-30 leikskólapláss árlega
Fræðsluráð Reykjanesbæjar ræddi á fundi símnum um hugsanlegar framkvæmdir
Húsnæðismál grunn- og leikskóla.
Hugmyndir um stækkun húsnæðis fyrir
leikskóla.
Fræðslustjóri kynnti hugmyndir.
Gera leikskóla hagkvæmari rekstr-
areiningar.
Vantar 25-30 pláss á leikskólum
árlega.
Leysa þarf húsnæðisvanda Akur-
skóla en þar hefur nemendum fjölgað
mjög að undanförnu.
Fræðslustjóra er falið að finna fjár-
hagslega hagkvæmar lausnir á þessari
stöðu.
Segir starfsemi ADHD
teymis verða tryggða
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð-isráðherra segir að starfsemi ADHD-teymisins á Landspít-
ala verði tryggð á næsta ári. Hvernig
það verði gert eða í hvaða formi segist
ráðherrann ekki hafa svör við nú.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar og formaður
velferðarnefndar þingsins spurði ráð-
herra á Alþingi í gær um framtíð teym-
isins. Á fjárlögum næsta árs er ekki
gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til
verkefnisins en um 40 milljónir króna
kostar að reka teymið á ári. Frá því
teymið tók til starfa vorið 2013 hafa
því borist 710 tilvísanir eða nálægt 40
í hverjum mánuði. Reynsla teymisins
sýnir að um 59% þeirra sem vísað er
á teymið fá ADHD greiningu. Teymið
hefur lokið skimun hjá um 260 sjúk-
lingum en greiningu hjá 158 sjúk-
lingum.
ADHD teymið í dag annar u.þ.b. 350
tilvísunum á ári og því hefur myndast
biðlisti. Á fimmta hundrað sjúklinga
bíða eftir að verða kallaðir til skimunar
og / eða greiningar hjá teyminu og er
biðtíminn nú um 10 mánuðir. Það
undirstrikar svo ekki verður um villst
hve mikil þörf var og er fyrir þjónustu
teymisins.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði
að starf ADHD-teymisins væri afar
mikilvægt. Þeir sem væru með ADHD
og fengju ekki greiningu glímdu við
ýmsan vanda. Þeir ættu við námsörð-
ugleika að etja, þeir störfuðu undir
getu og lifðu við kvíða. Fullorðið fólk
sem greinst hefði með ADHD hefði
öðlast nýtt líf eftir að það var búið að
fá greiningu og hefði fengið í kjölfarið
rétta meðferð og lyf.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður
Bjartrar framtíðar, Guðbjartur Hann-
esson, þingmaður Samfylkingar og Álf-
heiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri
hreyfingarinnar græns framboðs lögðu
öll áherslu á mikilvægi teymisins.
Heilbrigðisráðherra tók undir það
að verkefni ADHD-teymisins væru
brýn.
Það hefur ekki verið lagt mat á
kostnað ef ADHD-teymið væri ekki
starfandi, það er einfaldlega gert ráð
fyrir að sú starfsemi haldi áfram, „sagði
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráð-
herra í umræðum á Alþingi í gær.
Auglýsingasíminn er
578 1190