Selfoss - 23.04.2014, Side 4

Selfoss - 23.04.2014, Side 4
4 23. apríl 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 8. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Ljóð í skára Ég lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. Heilsuheimt kallar skáldið Þor- steinn Valdimarsson ljóðið sem línurnar hér að ofan eru teknar úr og er nú númer 410 í sálmabók- inni. Þorsteinn var skáld vorsins og náttúrunnar og í dag rifjum við upp nokkur vers úr hugarheimi hans. „Náttúran nærir einnig tilfinn- ingalífið og trúlega býr hún sjálf yfir eigin tilfinningum ef við gerumst henni nákomin“ segir Eysteinn Þorvaldsson sem rannsakað hefur ljóð og líf skáldsins. „Þessi ljóð eru jafnan samofin innri kenndum, t.d. Vorlauf þar sem skynjun laufsins hverfist saman við tilfinningar mæl- andans og bæði eiga sömu von: að blómstra.“ Vorlaufið unga, veika og smáa, veit það um blóm sitt, um daggir, yl og ljós? Vorlauf míns hjarta, vorlauf míns trega, verður þú rós? Einarður var Þorsteinn í afstöðu sinni gegn hersetu og kúgun: Þú veist í hjarta þér, kvað vindurinn, að vegur drottnarans er ekki þinn, – heldur þar sem gróandaþytur fer og menn þerra svitann af enni sér og tár af kinn. Svo gat skáldið brugðið sér til innviðanna: Hvernig get ég fullyrt að ég sé ég? ég sem hvorki þekki minn dag né veg! Ég greini forhlið mína og grýttan stig, – en geng að mestu leyti á bak við mig. Eitt eftirminnilegasta ljóð Þor- steins heitir Þórður í Haga og hefst á ártali sem undirstrikar raunveruleik- ann í skáldskapnum: Engjavikurnar fimmtíu´ og fjögur! Farvegur dægra í skorðum alda, – bruni á vöngum, vindar í hári, votir múgar á kvíslarbökkum, silfur á vatni, sorta í keldu, sólgulir kólfar í stararbeðju, veður í ljáum, leikur í hrífum, ljóð í skára, hending í brýnu, værð í þreytu, hljóð í hlátri, Heiðreksgátur við regn á tjaldi. Svo hefst Þorsteinn handa við lýsingu á heyskap Hagabóndans og ferðum þar sem hann „kveður og hottar upp í kuldagarrann á klára sína og stikar fyrir yfir sölnandi lyng. – “ Þar kveður skáldið, með þessari heybandslest, verkfærasnauðar aldir en býr þjóðmenninguna, sem þær fleyttu fram, sinn lyngskreytta bún- ing. Mig langar að kalla, skunda til hans kveðja betur, en kem ekki´ upp orði, kólna, hitna og græ við lyngið. Systir skáldsins, sem býr á Selfossi, flutti ljóðið um Þórð í Haga í veislu fyrir nokkrum árum. Þar opnaðist ljóðaelskum gestum ný veisla og ekki þurfti hún neitt til að minna sig á er hún flutti samkomugestun- um ljóðið, hetjuskapinn af kvíslar- bökkunum. Úr Harð Haus (8) Ingi Heiðmar Jónsson Skjaldfléttan – vörn gegn flensu Ein fyrsta jurt sem ég sáði til og ræktaði þegar ég var krakki vestur í Djúpi var skjald- flétta. Ég vissi reyndar ekki hvert var íslenska nafnið, því sú amma sem kenndi mér fyrstu stigin í blóma- uppeldi nefndi plönturnar aldrei með öðru en hinum latnesku fræði- heitum þeirra. Því lærði ég að þessi skrýtna og skrautlega planta sem þreifst svo ágætlega í blómagarðin- um eftir að næturfrostin voru fyrir bý, hét „tropaoleum“. Skjaldfléttu- heitið opinberaðist mér síðar þegar ég komst yfir bókina Garðagróður eftir þá Ingólf Davíðsson og Ingimar Óskarsson. Ingimar var nú eigin- lega innansveitarmaður því að hún Magga, konan hans, var systir þeirra Kitta og Sigga sem dvöldu lengi í heimili hjá afa mínum og ömmu. Ingimar hafði meira að segja langa viðdvöl hjá okkur þarna í sveitinni og var að skoða og skrá gróður um allt innanvert Djúpið. En nóg um það. Skjaldflétta (Tropaeolum majus L.) er suður- amerísk, einær jurt. Uppruni hennar er í hálendi Andesfjalla, frá Chile og norðurúr. Plantan var ræktuð sem mat- og lyfjajurt löngu fyrir komu Evrópumanna í þennan heimshluta. Eiginlega var hún nokkurskonar „bót-við-öllu“ fyrir frumbyggja þessara landa. Í henni eru efni sem virka gegn sýklum og veirum. Sem sagt: Eru sótthreinsandi og græð- andi. Blöð, stönglar og blöð voru notuð til matar og í jurtaseyði. Safinn var borinn á bólur og kaun. Skjaldfléttan barst með jesúíta- munkum til Evrópu á sautjándu öld og náði fyrst og fremst útbreiðslu þar sem skrautjurt en lítil áhersla lögð á hina græðandi eiginleika skjald- fléttunnar. Fyrst og fremst var hún ræktuð vegna skrautsins. Einstaka „framúrstefnufólk“ notaði blóm hennar og blöð sem krydd og glað- lega tilbreytingu í hrásalöt. En um 1950 fóru þýskir grasalæknar og lyfjafræðingar að kanna efnainnihald skjaldflétt- unnar og fundu að hún inniheldur einskonar sinnepsolíu sem á ensku kallast „benzyl isothiocyanate sulfate glycoside“ og er virk gegn fjölda veira, baktería og örsveppa. Einnig vinnur safi hennar á unglingabólum. Gerð er tinktúra úr skjaldflétt- unni með því að merja hana – blöð, stöngla og blóm – og hella síðan yfir hana vodka (það má líka nota ákavíti, koníak eða eplaedik) í hlut- föllum sem eru um 50:50. Þannig er þetta látið draga sig í glerkrukku á dimmum stað í mánuð eða svo. Þá er maukið síað frá, kreist eins mikið vodka úr maukinu og hægt er, og þynni svo löginn til helminga með enn meira vodka. Síðan látið á glös. Þar er gott að grípa til tinktúrunnar um veturinn þegar flensueinkenni banka upp á. Ein teskeið af tinktúr- unni, velta henni vel í munninum áður en kyngt er, á klukkutímafresti slær á flensueinkennin á skömmum tíma. Oft þarf ekki nema tvær te- skeiðafyllir til þess. Maukið sem eftir verður þegar búið er að sía vodkað frá má blanda saman við mjúka fitu, t.d. kókosolíu, og bera á sárindi og unglingabólur. Þeir sem ekki þola áfengi geta notað jurtina, ferska eða þurrkaða, í seyði sem dreypt á eftir þörfum ef flensu- ástand er í aðsigi. Það má líka hella á hana sjóðandi vatni og setja maukið þannig í ísmolaform, frysta síðan og nota eftir þörfum í te. Allir fá eitthvað við sitt hæfi! Þeir skálma í Skálholt 1. maí.. Undanfarin ár hefur karlakórinn Þrestir lokið söngári með tónleik- um í Skálholti. Lofa því að gestir og gangandi, heimamenn og ferðamenn fái allir í eyru eitthvað við sitt hæfi. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez. Grænt er vænt Hafsteinn Hafliðason. Konubókastofan á Eyrarbakka er eins árs Næstkomandi föstudag, þann 25. apríl er eitt ár liðið frá því að Konubókastofa opnaði með veglegri opnunarhátíð í Rauða Hús- inu á Eyrarbakka. „Árið hefur farið fram úr öllum væntingum mínum. Í hverri viku koma sendingar og fyrirspurnir og margir koma og líta á safnkostinn sem er mjög fjöl- breyttur. Elsta bókin er fyrsta handa- vinnubókin sem kom út á Íslandi,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, frumkvöðull . Konubókastofan er í Blátúni á Eyrarbakka í sama húsi og skrifstofur hreppsins voru áður. Þar er opið tvisvar í viku, fimmtudaga klukkan 19-21 og á sunnudögum klukkan 14-16. Hagsmunafélag er við Konubókastofuna, en því er ætlað að styðja við starfsemina með ýmsum hætti. Núna eru í félaginu rúmlega 100 manns og allir eru velkomnir. rannveig anna kynnir Konubókastof- una hjá Sambandi sunnlenskra kvenna. SELFOSS- SUÐURLAND kemur næst út 8. maí Teiknibókin lifnar við Teikningar Íslensku teiknibókar-innar lifna við á Þjóðminjasafn- inu í meðförum barnanna í Mynd- listarskólanum í Reykjavík. Myndin sýnir eitt verka barnanna. Þau hafa gert þrívíddarskúlptúra, skuggateikn- ingar, leirstyttur, grafíkverk og hreyfi- myndir sem byggja á teikningunum. Sýningin stendur til 4. maí.

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.