Selfoss - 19.06.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 19.06.2014, Blaðsíða 2
2 19. júní 2014 Kennir ýmissa grasa á blómatón- leikum í Þorlákshöfn á mánudag Mánudaginn 23. júní klukkan 20 verður efnt til blómatónleika í Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn. Fram koma Einar Clausen, söngvari og Arnhild- ur Valgarðsdóttir píanóleikari. Ein- ar hefur starfað óslitið við tónlist frá árinu 1990 og komið víða fram sem einsöngvari bæði með kórum og hljómsveitum. Arnhildur hefur unnið með fjölmörgum tónlistar- mönnum, stjórnað og spilað með kórum, útsett, spilað inná diska, komið fram í útvarpi og sjónvarpi, samið kvikmyndatónlist og komið fram á fjölmörgum tónleikum á Ís- landi sem og erlendis. Í samræmi við fjölbreytileika náttúrunnar kennir ýmissa grasa í efnisskrá tónleikanna. Öll fjalla lögin um blóm, nefna má td Liljuna, Fífil- inn, Fjóluna og Rósina. Einar, hinn ástsæli og fjölhæfi söngvari, bregður fyrir sig ýmsum tungumálum svo sem þýsku, frönsku, færeysku, ensku og íslensku. Þeim fækkar sem muna eftir rigningunni 17. júní á Þingvöllum fyrir 70 árum. Þegar þjóðin sagði sig frá dönskum og lýsti yfir sjálfstæði. Danir gátu ekki sagt neitt enda ekki sjálfir til frásagnar þar sem þýskir hernámu land og þjóð. 1944-2014 er ekki langur tími. Ekki í sögu þjóðar og varla heldur í lýðveldissögu þjóðar. Okkur var kennt það í skóla að Danir hefðu farið illa með okkur. Mergsogið og niðurlægt. Sem betur er það að koma betur í ljós að það sé röng söguskoðun. Danir fóru að mestu mildum höndum um þjóðina. Aðrir hafa leikið okkur harðar. Veðrið, vindar og við sjálf. Í lok 18. aldar vorum við á útleið í bókstaflegum skilningi. Þjóðinni blæddi út. Við vorum komin undir 40 þúsundið. Þá datt íslenskri yfirstétt í hug að senda okkur á Jótlandsheiðar. Ef vera mætti að við myndum frekar lifa af þar. Þar sem ég rifjaði þessa sögu á vinabæjarmóti í Silkiborg í Danmörku í vikunni, var engum hlustenda kunnugt um þetta háttalag okkar. Nú þykja þetta ein helstu kennileiti danskra. Stoltir sýna þeir aðkomufólki dásemdir heiðanna. Þeiri eiga meira að segja sérstakt Hedeselskab. Okkur norrænu gestunum var sýndur sérstakur heiður með því að aka með okkur um þessar óbyggðir sem heiðarnar alls ekki eru. Gestgjöfunum var ekki kunnugt um tengingu okkar Íslendinga við hinar jósku heiðar. Sagan hefði orðið önnur ef við hefðum lent þar til ævarandi dvalar og til að tala jósku í ofanálag. Nu sitjum við hér. Höldum utan um lýðræðið en þurfum ekki að berjast við að komast af á ókunnum slóðum. Finnum samt að því ef aðrir kjósa að setjast að á Íslandi. Þjóðernisremba fer okkur illa. Við höfum alltaf gert kröfur til annarra að okkur sé sýndur sómi hvar sem Íslendinga er að finna. ÞHH Hvað ef við hefðum lent á Jótlandsheiðum? LEIÐARI Finndu þinn innri kraft með hugleiðslu er megininntak námskeiðsins sem mun hjálpa þér að finna tilgang, innri styrk, aukna orku og ástríðu fyrir lífinu og æðra sjálfi. Hugleiðslunámskeið 9.-13. júlí Hugleiðsla fyrir alla Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða á heilsu@hnlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Námskeiðið mun gefa þér einstaka reynslu af hugleiðslu, hvort sem þú ert byrjandi eða hefur stundað hugleiðslu reglubundið. Auk dagskrár er innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi, skipulögð ganga, slökunartímar og vatnsleikfimi eða leikfimi. Leiðbeinandi er Tristan Gribbin, hugleiðslukennari. Fimm daga námskeiðið, frá miðvikudegi til sunnudags, 9.-13. júlí kostar 119.900 kr. fyrir einbýli en 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Þriggja daga námskeiðið, frá föstudegi til sunnudags, 11.-13. júlí kostar 65.000 kr. í einbýli en 59.000 kr. á mann í tvíbýli. Tilboð 5,5 milljónum yfir kostnaðaráætlun Á fundi sveitarstjórnar Hruna-mannahrepps 5. júní sl. voru tilboð í byggingu íþróttahús tekin fyrir. Tvö tilboð bárust í þau tvö verk sem boðin voru út. Í uppsteypu og lagnir bárust tilboð frá Pálmatré ehf að fjárhæð kr. 28.471.840 og Jáverk ehf að fjárhæð kr. 28.886.645. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 27.366.000. Í reisingu hússins bárust til boð frá Pálmatré ehf að fjárhæð kr. 49.761.050 og frá Jáverk ehf að fjár- hæð kr. 32.649.584. Kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á kr. 28.627.400. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveit- arstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðendur í verkin. 17. júní í Grímsnes- og Grafningshreppi 17. júní var haldinn hátíðlegur í Grímsnes- og Grafningshreppi eins og annars staðar á landinu. Skrúðganga hélt frá versluninni Borg og gengið var að félagsheimilinu þar sem fram fór stutt athöfn. Guð- mundur Ármann forstöðumaður Sólheima hélt hátíðarræðu og var tíðrætt um frelsi í víðum skilningi þess orðs og hvernig frelsið getur verið fjötrum háð. Fjallkonan Kristín Hlíf Ríkharðs- dóttir flutti með glæsibrag ljóðið „Blessið þá hönd“ eftir séra Sigurð Einarsson í Holti. Að athöfn lokinni var boðið upp á grillaðar pylsur í boði hreppsnefndarinnar og björg- unarsveitin hafði komið upp leik- tækjum fyrir börnin, sem skemmtu sér vel. Á Selfossi var að venju hátíðar- dagskrá í Sigtúnsgarðinum þar sem þessi mynd var tekin, en smáfólkið klæddi sig eftir veðri þ. e. rigningu. Einar Clausen, söngvari og Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari. Frumleg og fjölbreytt ADHD samtökin efna til vit-undarvakningar í júní undir einkunnarorðunum: „Frumleg og fjölbreytt – Óheft og allskonar. Vertu þú sjálfur – Gerðu það sem þú vilt“ Armbönd eru seld til styrktar samtökunum um leið og vakin er athygli á starfi samtakanna og stöðu einstaklinga með ADHD. Nú verða boðin til sölu fjöl- breytt armbönd úr leðri, skreytt perlum og táknum en þau eiga að minna okkur á fjölbreytileika mannlífsins. Jafnframt eiga þau að vísa til þess að öll eigum við okkar góðu hliðar, erum hlaðin kostum hvert á sinn hátt og því ber að fagna fjölbreytileikanum. Salan hófst sl. mánudag 16. júní en íþróttafélög, einstaklingar og fleiri selja armböndin um land allt. Þá verður hægt að kaupa arm- böndin á vef ADHD samtakanna, www. adhd.is

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.