Selfoss - 20.11.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 20.11.2014, Blaðsíða 9
920. Nóvember 2014 Vanlíðan stúlkna kom fram löngu seinna Tíminn sem fylgdi efnahags-hruninu á Íslandi er ekki liðinn. Olweusaráætlunin er mikilvægt „verkfæri“ sem beita þarf til að auka öryggi nemenda og rétta af kúrs þar sem það á við. Hér er fjall- að um stöðu stúlknanna sérstaklega. Í kreppunni sem kom yfir Svíþjóð fyrir hartnær tveimur áratugum kom í ljós að kreppan skall á stúlkunum seinna – eftir kreppu voru einkennin að koma í ljós. Vanlíðan birtist sem sagt löngu seinna. Fleira þarf að hafa í huga. Lang- tíma-afleiðingar. Nefni aðeins eitt til að benda á mikilvægi heildsteyptrar eineltisáætlunar. Nýjar rannsóknir leiða í ljós að helmingur „brott- fallsnemenda“ í framhaldsskólum í sömu Svíþjóð segja ástæður þess að þau gáfust upp vera EINELTI sem þau lentu í. Það er skýrt að það er allra hagur að vinna vel gegn einelti í skólum og fyrir skólabrag þar sem einelti og annað ofbeldi þrífst ekki. Enn meiri ástæða nú en nokkru sinni að vera á vaktinni. Í samfélagi sem er flóknara með hverju árinu. Og þar sem samskipti barna og unglinga verða hinum fullorðnu ósýnilegri. Þau ferðast um í netheimum sem við skiljum vart, við erum langt á eftir og vitum of lítið um þau siðferðis- legu gildi sem þar eru. Við höldum enn að börnin fylgist með RÁS 1 í Ríkisútvarpinu. Aldrei fyrr hefur verið eins mikil ástæða til að vernda og hlúa að börn- unum. Skapa þeim heim sem veitir öryggi og þar sem virðing og traust eru lykilorð. Olweusaráætlunin á erindi til okk- ar allra á Íslandi í dag og um ókomna framtíð. ÞHH nemendur og foreldrar mynda eina samfellda keðju í hverjum skóla. Og verkefnið teygir sig út í grenndar- samfélagið. Áætlunin er forvarnar- verkefni. Markmiðið er að mynda skólasamfélag þar sem einelti og annað andfélagslegt atferli þrífst ekki. Þar sem börnum og ungling- um líður vel. Þar sem þau búa við öryggi og traust ríkir innan skóla sem og milli skóla og heimilis. Og borin ómæld virðing fyrir þeim. Komi upp einelti eða grunur sé um einelti er unnið faglega samkvæmt viðurkenndu vinnulagi Olweus- aráætlunarinnar. Sami andi og vinnubrögð í skóla sem fyrirtæki. Olweusaráætlunin hefur fyrst og fremst verið nýtt í grunnskólum á Íslandi. Umgjörðin er hins vegar mjög svipuð, hvort sem um er að ræða leik-, grunn- eða framhalds- skóla. Og reyndar líka í fyrirtæki. Áherslurnar eru hinar sömu. Mark- miðin sömuleiðis. Því ber að fagna því sérstaklega að fræðsluyfirvöld og löggjafinn hafi styrkt aðgerðir gegn einelti með skýrari ákvæðum sem skólum ber að fylgja (sjá frekar í sér texta). Enn sem komið er nær reglugerðin um ábyrgð og skyldur aðila í skólasam- félaginu aðeins til grunnskóla. Það er eðlilegt að sömu kröfur og óskir muni fylgja í reglugerðum fyrir önn- ur skólastig á Íslandi. Og þess óska ég að skýrari reglur gildi um allar þær stofnanir og félög þar sem ungt fólk ver stundum. Fyrirmyndin er þegar komin í Olweusaráætluninni. Samantekt og myndir: Þorlákur Helgi Helgason Sjá nánar á næstu síðu

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.