Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Page 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Page 2
2 5. apríl 2013 Flensborg keppir til úrslita í MORFÍS Mikill fögnuður braust út um Hamarinn þann 22. mars síðastliðinn. Lið Flensborgarskóla tryggði sér þá sæti í úrslitum í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍS. Hafnfirðingarnir sigruðu lið Mennta- skólans við Hamrahlíð með 24 stiga mun í undanúrslitum sem fram fóru í Hamarssal Flensborgarskólans að viðstöddum hátt í 500 manns. Umræðuefni kvöldsins var hvort lífið væri tilgangslaust. Hinir lífs- glöðu Flensborgarar voru andmæl- endur þess og sýndu fram á með glæsibrag að lífið hefur svo sannar- lega tilgang. Þetta er í fyrsta sinn sem Flens- borgarar keppa til úrslita í MORFÍS. Liðið skipa Aron Kristján Sigur- jónsson, Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, Bergþór Þorvaldsson og Jón Gunnar Ingólfsson. Úrslitin fara fram í Hörpu föstudagskvöldið 12. apríl næstkom- andi og mæta Flensborgararnir liði Verzlunarskóla Íslands. LHÞ Skátaþing í Víðistaðaskóla Skátaþing var haldið í Víðistaða-skóla 15. og 16. mars síðast-liðinn. Þingið er aðalfundur Bandalags íslenskra skáta og er haldið árlega. Skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði sá um skipulagningu á skátaþinginu að þessu sinni sem 200 skátar hvaðanæva af landinu sóttu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi setti þingið og fjallaði meðal annars um mikilvægi þess að fullorðnir skátar séu starfandi fyrir skátahreyfinguna. Meðal heiðursgesta voru Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Katrín minntist á að á tímum mikilla þjóðfé- lagsbreytinga sé þörfin fyrir hreyfingu líkt og skátahreyfinguna mikil. Hreyf- ingu sem leggur áherslu á að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálf- stæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu og stuðla þannig að betra samfélagi. Guðrún þakkaði Hraunbúum fyrir að halda forráðamönnum bæjarins við efnið með því að bjóða þeim á viðburði tengda skátastarfinu og gefa þar með innsýn í það mikilvæga starf sem fer fram í skátafélaginu. Að þessu sinni bar þingið yfirskrift- ina ,,Styrkjum innviðina.‘‘ Með því er vísað í þá áherslu skátahreyfingar- innar að styðja við innri þætti skáta- starfsins með öflugri þjálfun foringja og annarra leiðtoga auk þess að efla foreldrasamstarf og benda á mikilvægi eldri skáta í skátastarfinu. LHÞ Sumarstörf í Hafnarfirði: Allir 14-17 ára fá vinnu Reiknað er með að allir þeir 14 - 16 ára unglingar sem um sækja fái vinnu hjá Vinnuskólanum í Hafnarfirði í sumar. Þá er stefnt að því að allir 17 ára fái einnig vinnu. Í þessum aldurshóp er reiknað með 900 starfsmönnum. Þá verður ráðinn stór hópur starfs- manna frá 18 ára aldri og eldri en þar er um að ræða flokksstjóra í vinnuskóla, leiðbeinendur á leikjanámskeiðum og fleiri störf. Þar er um 200 störf að ræða. Í ár verða vinnustundir 14 - 17 ára sem hér segir: 14 ára 72 vinnustundir 15 ára 72 vinnustundir 16 ára 72 vinnustundir 17 ára 120 vinnustundir Stærsti hluti starfsmanna Vinnu- skólans mun starfa í almennum vinnuhópum og fegrunarhópum en einnig verða einhverjir starfsmenn á leikjanámskeiðum, hjá íþróttafélögum, morgunhópum, skólagörðum, fjöl- miðlahóp og fleiru. Umsóknarfrestur um störfin er til 12. apríl. Ekki nýr skóli í Engidal í bráð Deildar meiningar eru um skipan mála í Víðistaðaskóla innan fræðsluráðs Hafnar- fjarðar. Meirihluti nefndarinnar lagði til að frá og með næsta skólaári verði ráðnir tveir aðstoðarskólastjórar, annar verði í starfsstöðinni í Engi- dal og hinn við Víðistaðatún. Minni- hlutinn vill ganga lengra og stofna nýjan skóla í Engidal sem sameinist leikskólanum sem starfræktur er í sama húsi. Eins og fram kom í frétt hér í blað- inu í vetur þá óskuðu starfsmenn skól- ans í Engidal eftir því að leikskóli og grunnskóli yrði sameinaður í nýjan skóla í Engidal.Þeirra mat var að sam- eining skólanna tveggja, Víðistaða- og Engidalsskóla hafi ekki gengið sem skyldi stjórnunarlega. Einnig var það mat starfsfólksins að samvinna starfsfólks á milli starfsstöðva hafi ekki gengið sem skyldi meðal annars vegna fjarlægðar þeirra á milli. Meirihluti nefndarinnar útilokar ekki að sameining verði síðar á skólum í Engidal en að svo komnu máli stendur slíkt ekki til. Teiknistofan Rúm Okkar sérsvið er m.a: • Gerð aðaluppdrátta og tilheyrandi deiliuppdrátta • Uppsetning og vinnsla með BIM • Ráðgjöf og þarfagreining vegna framkvæmda • Gerð kostnaðaráætlun • Eftirlit og stjórnun framkvæmda email: Teiknistofa@gmail.com / Álfholt 26 / 220 hafnarfjörður / Sími 662-8904 Skólastjórastaða í Víðistaðaskóla: Umsóknarfrestur liðinn- sex sóttu um Sex umsóknir bárust um starf skólastjóra Víðistaðaskóla en Sigurður Björgvinsson lætur af störfum í vor. Umsækjendur eru: Anna Bergsdóttir Anna Kristín Guðmundsdóttir Friðþjófur Helgi Karlsson Hrönn Bergþórsdóttir Þórhildur Helga Þorleifsdóttir Þorkell Ingimarsson Mynd: Ingólfur Grétarsson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.