Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Qupperneq 4
4 5. apríl 2013
HAFNARFJÖRÐUR / ÁLFTANES / VOGAR
7. TBL. 3. ÁRGANGUR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@
fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri:
Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang:
auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.
is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson,
sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Umbrot: Prentsnið,
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 14.000 eintök. dreifing: Póstdreifing. Veffang: hafnarfjordurblad.is.
Fríblaðinu er dreiFt í 14.000 e intökum
í allar íbúðir í HaFnarFirði / ÁlFtanesi / Vogum
Það er augljóst þeim sem það vilja sjá að það er vor í lofti. Ekki einungis heyrist kvakið í farfuglunum sem komnir eru til að kveða burt snjóinn heldur er eins og mannlífið lifni við eftir nýliðna stórhátíð. Margir koma
kaffibrúnir af fjöllum, nú eða sólarströndum, endurnærðir á sál og líkama.
Það gengur líka mikið á í stjórnmálunum. Nú upplifa kjósendur sig afskap-
lega mikilvæga, á þá er hlustað og þeir eiga óskipta athygli frambjóðandanna.
Fylgiskannanir síðustu vikur sýna að fylgi við flokkana er á mikilli ferð, sumum
til armæðu, öðrum til gleði eins og gengur.
Framan af var útlit fyrir að enginn Hafnfirðingur ætti möguleika á þingsæti
eftir kosningar og þótti mörgum Gaflaranum það miður. Þó er ekki loku
fyrir það skotið, kannski verða þeir fleiri en einn eða tveir. Það er að minnsta
kosti ljóst að æsispennandi kosningaslagur er framundan, kosninganördum
til mikillar gleði.
Allir flokkar eiga greiðan aðgang að Bæjarblaðinu Hafnarfirði, við höfum
flutt fréttir af framboðum og framboðslistum eins og hægt er. Eins og fyrr eru
skýr mörk varðandi hlutfall auglýsinga og efnis og það er þumalfingursregla
að hlutfall auglýsinga fari ekki yfir 50% af blaðinu.
Sú breyting verður á blaðinu frá og með deginum í dag að Garðabær
verður ekki lengur í sérkálfi í blaðinu heldur blandast það efni með öðrum
fréttum og efni. Það veitir kannski á frekari sameiningu sveitarfélaganna á
stór-Hafnarfjarðarsvæðinu eins og marga dreymir um.
Þá viljum við kynna nýjan efnislið sem er að kynna nýfædda borgara til leiks.
Öllum foreldrum sem búa í Hafnarfirði, Garðabæ og í Vogum er velkomið að
senda mynd af krúttinu sínu með helstu upplýsingum. Nánari upplýsingar
um þennan lið er að finna á síðu 6 í blaði dagsins.
Lifið heil,
Hólmfríður Þórisdóttir
Handagangur
í öskjunni
Leiðari
Aldur ökutækja í umferð hefur hækkað stöðugt frá hruni:
Meðalaldur bíla í umferð sá
hæsti frá upphafi mælinga
-meðalaldur tæp 12 ár í lok síðasta árs samkvæmt tölum Umferðarstofu
Nú er svo komið að meðalaldur fólksbíla á Íslandi er með því hæsta sem þekkist innan
evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt
tölum Umferðarstofu. Meðalaldurinn á
síðasta ári var tæp 12 ár eða nákvæmlega
11,95 ár en árið 2010 var hann 10,9 ár.
Til samanburðar var meðalaldur fólks-
bifreiða innan Evrópusambandsins 8,3
ár árið 2010. Aldur ökutækja í umferð
er orðinn sá hæsti hér á landi frá því að
byrjað var að taka slíkar upplýsingar
saman árið 1988.
Á tíu ára tímabili frá 1997 til 2007
hélst aldurinn nokkuð stöðugur, en
hefur hækkað jafnt og þétt síðan. Þegar
byrjað var að taka þessar tölur saman
árið 1988 var meðalaldur fólksbíla á
Íslandi 7,4 ár. Þannig hefur átt sér stað
fjögurra og hálfs árs aldurshækkun frá
þeim tíma.
Lítil endurnýjun hefur orðið á bíla-
flotanum á árunum eftir hrun eins og
þessar tölur sýna.
Fjórði hver bíll kemur í
endurskoðun
Bergur Helgason framkvæmdastjóri
Aðalskoðunar hf. segir að vissulega séu
bílar sem koma í skoðun að verða eldri,
en sé miðað við hlutfall bíla sem þurfa
að koma til endurskoðunar, þá hafi það
hlutfall lítið breyst.
„Ég er ekki að sjá neinar stórkost-
legar breytingar í þeim efnum. Hlutfall
þeirra bíla sem þurfa að koma í endur-
skoðun er og hefur verið um einn bíll af
hverjum fjórum eða öðru hvoru megin
við 25%, sennilega lítið eitt undir því
hlutfalli“ segir Bergur. Hann bætir við
að greinilegt sé að fólk nýti ökutæki
sín lengur eða þó séu því takmörk sett.
„Það er hægt að nota bílana upp að
ákveðnum aldri eða þar til alvarlegri
bilanir fara að verða og þá þurfi fólk að
gera upp við sig hvort það svari kostn-
aði að gera við bílana.
„Þegar bílar ná ákveðnum aldri fara
að gera vart við sig hlutir eins og ryð í
undirvagni og burður hans verður því
takmarkaður, ryðguð og úr sér gengin
bremsurör fara að sjást eða bara ein-
faldlega ytra ryð í bílum. Viðgerðir á
þessum þáttum geti orðið dýr póstur
þó flest sé hægt að laga“ segir Bergur.
Hlíðarberg 20 ára
Leikskólinn Hlíðarberg fagnaði 20 ára afmæli þann 25. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins
var skólinn opnaður fyrir foreldra,
sem fylgdust með börnum af elstu
deild, Tröllahlíð, syngja fyrir sig. Auk
þess kíkti íþróttaálfurinn í heimsókn
ásamt Sollu stirðu og Sigurbjörg Krist-
jánsdóttir þróunarfulltrúi leikskóla,
Benedikt Guðmundsson formaður
foreldrafélagsins og Hjördís Fenger
leikskólastjóri á Tjarnarási sögðu
nokkur orð og veittu leikskólanum
gjafir í tilefni dagsins. Loks var gestum
boðið uppá pitsur, kökur og kaffi til
hressingar.
Leikskólabörnin voru hæstánægð
með leikskólann sinn og skemmtu sér
vel í leik.
Ólafía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Hlíðarbergs og Ásta María Björnsdóttir
leikskólastjóri á Hvammi á góðri stundu á 20 ára afmælinu.
Áki Valur Ágústsson, Hugi Freyr
Gunnarsson og Unnur Kristín Árna-
dóttir eru stolt af leikskólanum sínum.
Unnur segist æfa ballett og Áki æfir
fótbolta. Þeim þótti afar gaman að
heimsækja Setbergsskóla þar sem þau
sáu íþróttaálfinn og Sollu stirðu og
hlakka mikið til að byrja í fyrsta bekk.
Þessi 67 ára Willys er löglegt gamalmenni en rann engu að síður í gegnum skoðun. Engin endurskoðun þar.
Bergur Helgason, framkvæmdastjóri
aðalskoðunar.
Eftirsótt störf hjá
Hafnar fjarðar höfn
30 sóttu um starf hafnarvarðar hjá Hafnarfjarðarhöfn sem auglýst var laust til umsóknar
á dögunum.
Þá sóttu 12 um starf hafnsögu-
manns. Ráið verður í störfin á næstu
vikum.
Pylsuvagn
við Flens-
borgar-
höfn
Pylsuvagn verður komið fyrir við lokuðu flotbryggjurnar í Flensborgarhöfn á næstunni.
Að því tilskyldu að viðkomandi
afli sér allra tilskilinna leyfa fær
vagninn að standa við hafnarsvæðið
til loka september til reynslu.
HAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR
KEMUR ÚT ANNAN HVERN FÖSTUDAG
Næsta blað kemur út 19. apríl