Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Blaðsíða 6
6 5. apríl 2013 FYRIR FÓLKIð Í LANDINU OPNUN KOSNINGAMIÐSTÖÐVAR Í KÓPAVOGI Svavar Knútur spilar af einskærri snilld. Svandís Svavarsdóttir, umh- verfisráðherra og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi, taka vel á móti gestum. Vöfflur og rjúkandi kaffi. Laugardaginn 6. apríl kl. 14 í Hamraborg 1-3 í Kópavogi opnum við dyrnar og bjóðum vorið velkomið. Komdu fagnandi á laugardaginn kl. 14 SVANDÍS RÓSA BJÖRK ALLIR VELKOMNIR Viltu fá birta mynd af ný-fædda krílinu þínu í blað-inu? Sendu þá mynd af barninu þínu ásamt upplýsingum um fæðingardag, heimili, hæð, þyngd og nöfn foreldra á netfangið hafnarfjordurblad@gmail.com og myndin mun birtast í blaðinu. Lilja Margrét fæddist þann 14. janúar síðastliðinn í Reykjavík. Við fæðingu var hún 3040 grömm og 47 cm að lengd. Foreldrar Lilju Margrétar eru Ingveldur Ægisdóttir og Baldvin J. Baldvinsson og býr fjölskyldan í Vogum. Háskaleg páskaeggjaleit Páskarnir voru hreint út sagt dásamlegir hjá húsmóðurinni sem naut sín vel í afslöppun í faðmi fjölskyldunnar. Hún lagði sitt af mörkunum í páskaeggjaátinu og er ekki frá því að vera súkkulaði- húðuð með gott fitulag eftir hátíð- irnar. Hvíldin um páskana var sér- staklega kærkomin að þessu sinni eftir hremmingarnar sem dundu á henni þegar hún brá sér í kaup- staðarferð í Smáralindina stuttu fyrir páska. Það er svo sem ekki í frásögur færandi þegar húsmóðirin bregður sér af bæ en hins vegar tókst henni að gera þessa ferð eftirminnilega, bæði fyrir húsmóðurina sjálfa og flesta viðstadda. Leiðin lá fyrst í appelsínugulu búðina þar sem Íslendingum finnst víst skemmtilegast að versla. Húsmóðirin hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og fjárfesti í dýrindis sérvöldu, úrbeinuðu, fituhreinsuðu og gæðakrydduðu páskalambi. Það gekk áfallalaust fyrir sig og í fram- haldi af því var meðlætið verslað inn. Loftlúðrar hljóma Fyrst húsmóðirin var á annað borð komin í verslunarmiðstöðina, var auðvitað tilvalið að spóka sig um, skoða í nokkra búðarglugga og versla eitt skópar, enda sjaldan sem tími gefst til þess í annríki hversdagsins. Á miðju torginu á neðri hæðinni birtist skyndilega ungur maður sem tilkynnti með gjallarhorni að páskaeggjaleitin væri formlega hafin. Loftlúður gall hátt við og á svipstundu spratt fólk upp eins og gorkúlur og hentist til og frá í leit að páskaeggjum. Að sjálfsögðu sá húsmóðirin sig knúna til að taka þátt, enda er ekkert betra en að gæða sér á súkkulaði eftir gott búðarráp. Húsmóðirin undraðist ákafann sem fólkið sýndi í leitinni og ákvað sjálf að vera hógværari. Á efri hæðinni sá hún að þó nokkrir höfðu krækt sér í egg og leituðu af enn meiri áfergju í þeirri von að hreppa fleiri og stærri egg. Rétt við rúllustigann sá húsmóðirin glitta í eitthvað glitr- andi og girnilegt sem líktist stóru og stæðilegu páskaeggi. Þegar hún kom nær fékk hún staðfestingu á að svo væri. Á fínlegan og settlegan hátt færðist húsmóð- irin óðum nær stóra egginu, fyrst hún var búin að koma augu á það þá gat hún svo sem alveg tekið það. Hróðugur karlmaður með fangið fullt af litlum eggjum sem hann hafði smalað saman í leitinni var á ákafri leit í nálægð við húsmóðurina. Sér til skelfingar sá húsmóðirin að páska- eggjasmalinn hafði einnig rekið augun í eggið. Eggjasmalinn gaut augunum að húsmóðurinni og stóra egginu til skiptis eins og hann væri að meta fjarlægð milli húsmóður og eggs. Hann var sjálfur í meiri fjar- lægð og hafði því minni líkur á að ná stóra egginu á undan. Húsmóð- irin sá að smalinn greikkaði sporið og gerði því að sjálfsögðu slíkt hið sama. Smalinn fór að hlaupa og húsmóðirin líka. Því miður var smalinn stórstígari og nálgaðist því eggið ört. Öll fínlegheit og hógværð húsmóðurinnar flaug út í buskann svipað og nýfleygir ungar að vori og nú voru góð ráð dýr – eggið skyldi verða hennar. Innkoma með glæsibrag Með páskalamb og meðlæti í einum poka og glænýja skó í öðrum gaf hún allt í botn og hljóp á harðaspretti á háu hælunum sínum. Húsmóðirin kom að egginu rétt á undan smal- anum, hrifsaði eggið og hrósaði happi. Það happ varði stutt vegna þess að rúllustiginn var í næsta nágrenni og ómögulegt að stöðva sig nógu fljótt. Afleiðingin var sú að húsmóðirin féll kylliflöt í rúllu- stigann sem var á leiðinni niður. Við stigann á neðri hæðinni stóð maðurinn með gjallarhornið og til- kynnti að stóra eggið væri fundið og væri á leiðinni niður stigann. Á svipstundu beindust fjöldamörg augu að húsmóðurinni sem óðum nálgaðist fyrstu hæð, liggjandi á maganum. Mikið lófatak braust út og ljósmyndari tók myndir í gríð og erg af hinum glæsta sigurvegara sem bögglaðist á fætur. Haltrandi út í bíl með þriggja kílóa páskaegg í hendinni reyndi húsmóðirin að búa yfir einhverri reisn. Það var með góðri samvisku sem húsmóðirin gæddi sér á bragð- góðu egginu um páskana og var það næstum því raunarinnar virði. Húsmóð- irin hafnfirska deilir ævintýrum hversdagsins með lesendum Hafnarfjarðar og er ein af þeim seinheppnari sem sögur fara af HAFNFiRSKA HÚSMóÐiRiNVElKOMiN í HEiMiNN Stofnun samtaka áhugafólks um MATARHEILL Þessa dagana vinnur áhugafólk að stofnun samtakanna MATARHEILL. Samtökin verða opinn vettvangur þeirra sem leita lausna við matarvanda sem heilbrigðisvanda. Matarheill mun standa vörð um réttindi fólks með matarfíkn og annarra sem eiga við matarvanda að stríða, hvetja til fræðslu og vinna að forvörnum. Samtökin munu vinna að viðurkenningu á matarfíkn sem sjúk- dómi og stuðla að meðferðarúrræðum við hæfi. Málþing um matarfíkn og átvanda verður haldið í tilefni stofnfundarins föstudaginn 12. apríl frá kl. 13:00-16:00 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík. Ávörp, erindi, gjörningur og umræður. Sérstakir gestir: Dr. Vera Tarman, MD, FCFP, CASAM, MSc, er yfirlæknir Renascent, sem er stærsta meðferðarstöð við vímuefna- og áfengisfíkn í Kanada. Phil Werdell, MA, er stofnandi með- ferðarstöðvarinnar ACORN. Samtökin MATARHEILL verða stofnuð í kjölfar málþingsins, kl. 16:00. Að stofnun samtakanna koma einstak- lingar sem náð hafa tökum á matarvanda sínum, aðstandendur MFM-miðstöðvar- innar (meðferðar- og fræðslumiðstöðvar vegna matarfíknar og átraskana) og fleiri. Samtökin eru öllum opin. Allir sem láta sig málið varða eru hvattir til að mæta á málþingið. Til að gerast stofnfélagi samtakanna er hægt er að skrá sig á www.matarheill.is eða á stofnfundinum. Nánari upplýsingar má nálgast á www. matarheill.is og hjá: Esther Helga Guðmundsdóttir, 699 2676, esther@matarfikn.is Þorsteinn Gunnarsson, 696 9234, thorsteinng@grindavik.is Eða senda tölvupóst á: matarheill@ matarheill.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.