Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Side 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Side 8
8 5. apríl 2013 Ögmundur Jónasson skrifar: Flensborgarskólinn í takt við tímann! Sérhver skóli reynir að gera eins vel og hann getur á öllum sviðum og bjóða nemendum sínum upp á afbragðs kennslu og þjálfun. En það er jafnframt snjall leikur af hálfu fram- haldsskóla að sérhæfa sig á tilteknum sviðum. Þetta hefur Flensborgar- skólinn gert hvað fjölmiðlun áhrærir með rekstri öflugrar fjölmiðladeildar. Það má segja að Innanríkisráðu- neytið hafi líkt og Flensborgarskólinn einnig sérhæft sig á vissum sviðum umfram það sem lög kveða á um. Þetta sérstaka áhugamál okkar í Innanríkis- ráðuneytinu síðustu misseri er efling lýðræðis. Og þarna höfum við lagt í púkk, Flensborgarskólinn og Innanríkis- ráðuneytið. Ráðstefnum og fundum um lýðræðismál á vegum ráðuneytisins hafa verið gerð rækileg skil af hálfu Flensborgarskóla, allt tekið upp og sumt jafnvel sent út jafn óðum, unnið úr efninu með viðtölum sem síðan eru aðgengileg á vefnum og úr verður lýð- ræðisverkfærakista íbúanna. Um þetta höfum við gert samning. Hinn 27. febrúar síðastliðinn var ég viðstaddur opnun á nýjum samfé- lagsvef, www.netsamfelag.is, á vegum Flensborgarskóla þar sem allt þetta efni og miklu meira er aðgengilegt. Við þetta tækifæri gafst mér kostur á að skoða skólann og þá ekki síst fjöl- miðladeildina sem rekin er af miklum glæsibrag. Afraksturinn er að finna á ofangreindum vef en einnig á www. gaflari.is. Innanríkisráðuneytið hefur gert rækilega grein fyrir þessu framtaki enda erum við þar á bæ þakklát fyrir kraftinn í fjölmiðladeild skólans sem komið hefur sér vel fyrir ráðuneytið. Fundir sem sjónvarpað er beint frá fá vaxandi athygli utan fundarsalar – þakkir tækninni og þeim sem sérhæfa sig í að nýta hana til góðs. Síðan er á hitt að líta, hve mikla þýðingu það hefur að veita þeirri kynslóð sem er að vaxa úr grasi sem mesta innsýn í fjölmiðlun og færni á því sviði. Að þessu leyti er Flensborgarskólinn að standa sig í stykkinu og svo sannar- lega í takt við tímann. Ögmundur Jónasson, innanríkis- ráðherra , skipar fyrsta sæti á lista VG í suðvesturkjördæmi Flokkur heimilanna býður fram Flokkur heimilanna hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í apríl. Heildarlistinn er í vinnslu hjá uppstillinganefnd flokkksins en efstu sætin á listanum í suðvesturkjördæmi skipa: Pétur Gunnlaugsson, lögfræðingur og útvarpsmaður Kristján Ingólfsson, flugrekstrar- fræðingur Birgir Örn Guðjónsson, lögreglu- varðstjóri Karen Elísabet Halldórsdóttir skrifar: Skilyrði til búsetu á Íslandi Það er stutt í mikilvægustu kosn-ingar Íslands. Kjósendur verða beðnir núna þann 27. apríl að velja á milli þjóðfélags sem annars vegar einkennist af áframhaldandi kyrrstöðu, skattahækkunum og þar sem að atvinnuleysi er leyst með landflótta og hins vegar af sókn til nýrra tækifæra og fjárfestinga þar sem allt kapp verður lagt í að halda Íslendingum á Íslandi. Hér hefur verið viðloðandi landflótti og mikill mannauður tapast. Flestir sem héðan flytja eiga það þó sameiginlegt að þeir hreinlega bíða eftir því að landið taki við sér svo hægt sé að flytja aftur heim. Eitt mikilvægasta verkefnið sem ný ríkisstjórn tekur að sér í vor, er að skapa skilyrði á þann veg að fólk vilji eiga hér sitt heimili og ala fjöl- skyldu. Skapa hér atvinnuöryggi sem er forsenda heimilishalds. Þetta eru atriði sem við öll getum sameinast um óháð flokki en greinir á um að- ferðarfræðina að þessu marki. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur það á sinni stefnuskrá að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þetta gerum við með því að lækka skatta á einstaklinga og fyr- irtæki og beita aðhaldi í ríkisrekstri en gæta að helstu grunnstoðunum sem ekki lengur þola niðurskurð og má þar nefna heilbrigðis- og menntakerfið og löggæslu. Við horfum raunsætt á vanda heimilanna sem nú mörg hver eru komin í mikinn vanda með afborg- anir af sínum húsnæðislánum. Lánin hafa mörg hver hækkað langt umfram það sem hægt er að meta eignina á í endursölu. Landsfundur ályktaði að nauðsynlegt sé að þeir sem það kjósa geti afsalað eign sinni til lánastofn- anna án þess að til komi til persónu- legs gjaldþrots, svokallað lyklafrum- varp. Önnur ályktun var þess efnis að koma ætti í veg fyrir keðjuverkandi áhrif greiðsluþrots einstaklinga vegna veðsetninga eigna og taldi að eðlilegt væri að jafnræði ríkti á meðal láns- veðveitanda óháð eðli fjármálafyr- irtækis. Þetta tel ég vera gríðarlega mikilvæg áhersluatriði sem tilvondi þingmenn allra flokka hljóta að ein- beita sér að á nýju kjörtímabili. Við verðum líka að átta okkur á að unga fólkið okkar á fáa möguleika til íbúðakaupa og því er bráðnauðsyn- legt að aðstoða þann hóp með því að afnema stimpilgjöld. Tekjur rík- issjóðs af stimpilgjöldum eru um 1,8 milljarður á ári. Það er ekki há tala ef miðað er við samlegðraáhrifin af því að fólk fari hér að íhuga fasteignakaup í meira mæli en hefur verið undan- farin ár. Raunhæfar aðgerðir í þágu heim- ilanna strax í vor. Kjósum Sjálfstæð- isflokkinn. Karen Elísabet Halldórsdóttir skipar skipar 7.sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar: Leikskólinn er lykilinn Ég þakka fyrir það á hverjum degi hvað við eigum frábæra leik-skóla á Íslandi. Leikskóla þar sem tekið er á móti börnunum mínum á hverjum degi með bros á vör og ég veit að þau fá alla þá hlýju og örvun, hvatningu og kennslu sem þau þurfa. Á meðan fæ ég tækifæri að vera virk kona og vinna við það sem ég mennt- aði mig til. Ég er fædd 1976 og fór aldrei á leik- skóla, það var ekkert hlaupið af því að fá pláss og þótti í raun óþarfi þar sem mamma mín var heimavinnandi. Í dag eru yfir 90% barna á Íslandi í leikskóla og byrja flest á öðru aldursári, sem þýðir að þau eru þar í fjóra vetur að jafnaði. Í dag eru yfir 50% starfsmanna leikskóla með starfsréttindi og háskóla- próf í uppeldisfræðum og er gerð krafa um framhaldsnám á háskólastigi til þess að þeir öðlist full starfsréttindi. Laun þeirra í dag eru aftur á móti í engu samræmi við slíkar menntun- arkröfur. Innan við 5% faglærðra eru karlmenn og ég tel það eitt brýnasta verkefnið í menntamálum að fjölga karlmönnum í stétt leik- og grunn- skólakennara. Leiðrétting launa skiptir þar meginmáli. Engin félagssálfræði- leg vísindi, engin átaksverkefni, engin ímyndarvinna mun skila okkur nálægt því markmiði heldur launahækkun. Það liggja mörg tækifæri fyrir menntakerfið okkar í heild á leik- skólastiginu. Í nýlegri rann- sókn Gerðar Óskarsdóttur, fyrrverandi fræðslustjóra Reykjavíkur- borgar kemur skýrt kemur fram hversu mikil endur- tekning er á milli skólastiga hér á landi. Í dag er verið að kenna á leik- skólastiginu hluta þess sem einnig er kennt í fyrstu bekkjum grunnskóla og flest sveitarfélög eru farin af stað með tilraunaverkefni með 5 ára bekkjum í grunnskóla, en á forsendum þeirrar kennslufræði sem þróast hefur innan leikskólans. Þessi leið er að reynast mörgum börnum vel, sem eru tilbúin að takast á við ný verkefni og nýtt um- hverfi eftir langa leikskólavdvöl. Samkvæmt OECD þá rekum við eitt dýrasta skólakerfi í Evrópu en erum eingöngu að ná meðalárangri. Við eigum Evrópumet í brottfalli nemanda úr framhaldsskóla og menntakerfið virðist ekki koma til móts við þarfir atvinnulífsins. Við getum þó stolt sagt frá því að flestum börnum líður vel í skóla á Íslandi, þó margt bendi til þess að drengjum mætti líða betur.Þar tel ég að skortur á karlmönnum í kennara- stétt geti átt sinn þátt. . Við verðum að hafa bæði frelsi og kjark til að ræða um skólakerfin okkar, kosti þeirra og galla. Við verðum að skoða hvernig þau vinna saman og gera þær breytingar sem við teljum nauðsynlegar og muni skila samfé- laginu betri niðurstöðu. Eitt af því sem ég tel að eigi að njóta forgangs í þeirri yfirferð, er að skoða með hvaða hætti við getum dregið úr endurtekningum í skólakerfinu og þannig stytt samanlagðan heildar- námstíma leik,- grunnn-, og fram- haldsskóla. Þar tel ég að tækifærin liggi ekki síst á leikskólastiginu. Ef okkur tekst að skipuleggja skóla- kerfin okkar þannig að nemendur útskrifist úr framhaldsskólum eða iðnsskólum einu eða tveimur árum fyrr en nú er, sköpum við um leið þá hagræðingu sem þarf til að styrkja enn frekar þær stoðir sem kerfið byggir á. Þá hagræðingu ættum við meðal annars að nota til að hækka laun þeirra sem sinna kennslu. . Þannig rúllum við boltanum af stað, , við fáum betri kennara og fleiri karlmenn, betri náms- árangur, betri líðan og meiri lífsgæði. Grunnurinn er í leikskólanum og lyk- illinn er sú þekkingin sem þar býr. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi Píratar bjóða fram Píratar, nýr stjórnmálaflokkur hefur birt skipan manna í efstu sætum listans í Suðvesturkjör- dæmi. Þau eru: 1. Birgitta Jónsdóttir 2. Björn Leví Gunnarsson 3. Hákon Einar Júlíusson 4. Árni Þór Þorgeirsson 5. Berglind Ósk Bergsdóttir Margrét Gauja Magnúsdóttir Karen Elísabet Halldórsdóttir Ögmundur Jónasson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.