Hafnarfjörður - Garðabær - 27.06.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 27.06.2014, Blaðsíða 6
27. júní 2014 Hefurðu búið erlendis? Þegar mamma og Marinó stjúppabbi bjuggu í nágrenni við Frankfurt í Þýska- landi frá 1985-88 eyddi ég sumrunum hjá þeim. Ef já, hvernig er Ísland í saman- burðinum? Ég fékk Bravo-blöðin viku fyrr í Þýska- landi. Hver er stærsti sigur þinn? Hann er ekki ennþá unninn. Sá stærsti er handan við hornið. Hver eru þín helstu áhugamál? Fyrir utan fjölmiðla og íþróttir hef ég grunsamlega mikinn áhuga á geim- ferðum og fylgist stundum með slíkum í beinni á vef Nasa. Hver er þinn helsti kostur? Hvað ég er ofboðslega kurteis. Erfið spurning annars svo ég spurði konuna. Hún segir traust vera helsta kostinn minn. En galli? Ég er alveg stjarnfræðilega utan við mig. Finn stundum ekki ON-takkann fyrir athyglisgáfuna. Og (2) hvað ég er kurteis. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég heillaðist upp úr skónum af suður- strönd landsins þegar ég keyrði hr- inginn. Svo eiga Strandir alltaf stað í hjartanu. En í Hafnarfirði? Hann er beint fyrir aftan húsið okkar í Arnarhrauni. Þar er friðað „álfa“- hraun með göngustíg í gegn. Svo er alltaf jafnfallegt að fá sér göngutúr frá Arnarhrauninu, vestur Álfaskeið, í gegnum gamla bæinn niður í Fjörð. Allar litlu og þröngu göturnar, niður Mjósundið, gegnum Hverfisgötu og Austurgötu innan um öll gömlu húsin. Eftirlætis íþróttafélag? Geislinn á Hólmavík. Hvað áttu marga „vini“ á Facebook? 1541. Uppáhaldstónlistarmaður eða tónlist- arstefna? Orginal gruggrokkið, Alice in Chains og Pearl Jam. Hvaða bók eða listaverk hefur haft mest áhrif á þig og hvers vegna? Ekki kannski beint bók eða listaverk, heldur kvæðasafnið Hávamál. Þar eru mörg umhugsunarefni. Hvert sækirðu afþreyingu? Sjónvarp, útvarp, bók eða net? Allt þetta fernt. Hvað vildirðu verða þegar þú yrðir stór? Ég var c.a. 10 ára þegar ég vildi verða útvarpsmaður. Lá með lítið útvarp uppi í rúmi og náði næturútsendingum Rásar 2 á Hólmavík í gegnum Gufuna um helgar. Rásin sjálf náðist þar síðar. Ég eyddi löngum stundum að leika mér í plötuspilara ömmu og afa, sem var einnig með kassettuspilara. Það var hægt að tengja míkrófón í græjuna og ég „sendi út“ heilu vinsældarlistana þar sem ég kynnti lögin. Þessi áhugi lifði þangað til ég fór í menntaskóla og þar var það mitt fyrsta verk að komast í útvarpsráð og verða útvarpsmaður á framhaldaskólaútvarpsstöðinni Útrás. Hvert var fyrsta starfið, og hvað hefurðu tekið þér fyrir hendur fram að þessu? Fyrir utan bæjarvinnuna á Hólmavík, bréfberi í hverfi 104. Svo hlaðmaður hjá innanlandsflugi Flugleiða, en um leið útvarpsmaður á Sólinni og svo X-inu. Hvers vegna valdir þú núverandi starfsvettvang? Ég var að vinna í innanlandsfluginu þegar mér bauðst full dagskrárgerðar- starf í útvarpinu á X-inu 1998. Það starf þróaðist á fjölbreytta og skemmtilega vegu, var m.a. tæknimaður útvarpsþátt- arins Tvíhöfða frá 1998-2001. Ég fór af stað með íþróttafréttir á X-inu. Stýrði síðar íþróttaþætti ásamt Valtý Birni á hinni upprunalegu Útvarpi Sögu, svo Skonrokki, eftir að hafa byrjað sem tæknimaðurinn hans. Ég reyndi fyrir mér með íþróttafréttir á Stöð 2, (NFS) sumarið 2006 og hef verið að síðan. Fór svo yfir til RÚV 2012. Hvað er skemmtilegast við það starf? Fjölbreytileikinn, enginn dagur eins, það eru svo margar hliðar á íþróttum, svo ótal margir möguleikar til að fjalla um þær. Manstu eftir einhverjum sérstökum ævintýrum í tengslum við starfið eða óvæntum uppákomum? Ég var einu sinni að lesa langa frétt undir myndum í beinni sjónvarpsútsendingu þegar ég fór allt í einu að sjá hvítt og missti andann. Náði ekki að klára fréttina og varð að skipta yfir í næstu tilbúnu frétt án þess að lesa innganginn að henni. Þetta var hið dularfyllsta mál sem ég hef enn ekki fengið botn í. Svo man ég eftir öðru atviki frá því ég var tæknimaður á útvarpsstöðinni Tal- stöðinni. Útvarpskonan Ragnheiður Gyða Jónsdóttir var að flytja pistil um bölvun egypska farósins Tútankamon þegar rafmagnið fór og útsending rofn- aði. Við reyndum að endurflytja pistil- inn morguninn eftir en þá fór rafmagnið aftur. Þessu tengt er gaman að segja frá því að ég fór til Egyptalands og heimsótti gröf Tútankamons í dal konunganna ásamt hópi Íslendinga og fyrir tilviljun var Ragnheiður Gyða leiðsögumaður í þeirri ferð. Hún gat rifjað upp söguna um rafmagnsleysið fyrir viðstadda. Ef þú værir ekki að vinna við það sem þú gerir, hvað gerðir þú þá? Ég satt best að segja veit það ekki. Sé mig ekki fyrir mér í öðru. Kannski bara enn að hlaða töskum í flugvélar. Hvað er að þínu mati mikilvægast fyrir Hafnarfjörð? Að hér sé heiðarlegt fólk við völd, sem ég held að sé raunin. Veit ekki betur alla vega. Að því sögðu, hvað mættu bæjaryfir- völd gera betur? Beita sér fyrir því að umferðaljósin á Reykjavíkurveginum verði tímastillt þannig að það komi ekki alltaf rautt á næstu ljósum þegar maður kemur að þeim. Hvaða stundir í lífinu eru gleðileg- astar? Afslappandi frídagar og samverustundir með og vinum og ástvinum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Þó ég hafi aldrei tekið þátt í fegurðar- samkeppni þá eru ferðalög og að vera innan um skemmtilegt fólk það lang- skemmtilegasta sem ég geri. Maður er manns gaman. Leiðinlegast? Að bíða, þvo þvott og tala við dónalegt fólk. Hvað gerir þú þegar þér leiðist eða ferð í fýlu? Þá tuða ég. Bít svo á jaxlinn, öskra inni í mér og jafna mig á því. Hvenær líður þér best? Meðal annars þegar ég næ að slappa af eftir brjálaða vinnutörn. Aleinn með sjálfum mér, helst eftir miðnætti þegar þögnin er allsráðandi og ónæðið ekkert. Hvað er framundan hjá þér? Nú er ég á kafi í HM í fótbolta, að lýsa leikjum og gera íþróttafréttir. Svo tekur við kærkomið sumarfrí í lok júlí og planið er að eyða tíma í paradísinni bak við húsið, vonandi í góðu veðri. Og fara í golf. Lífsmottó: Þau eru tvö; (1) Það er ekkert víst að það klikki. Og (2) gömul klisja sem er bara svo hollt að lifa eftir; að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Ef maður einbeitir sér að því þá er ekkert víst að annað klikki. 6 Hans Steinar Bjarnason: Paradísin bak við húsið Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Rúv þarf vart að kynna fyrir lesendum. Hann hefur nú í sumar staðið í eldlínunni í lýsiningum af HM í knattspyrnu karla sem fer fram í Brasilíu, en áður en hann fór í íþrótta- fréttirnar átti hann farsælan feril sem útvarpsmaður. Hansi, eins og hann er kallaður af vinum og kunningum, er uppalinn á Hólmavík, en hefur lengi búið í Hafnarfirðinum. Kona hans er Sigríður Þóra Þórðardóttir, en í fjölskyldunni eru tveir synir Sigríðar og „skáafadæturnar“ Alexandra Ósk og Embla Marín. Með fullt lögheimili hjá Hansa og Sigríði er svo hann Sófus, sem er tíu ára, „loðinn og norskur“ eins og Hansi segir frá. Hans Steinar Bjarnason er í yfirheyrslunni að þessu sinni. Hansi við störf. í góðum hópi.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.