Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Blaðsíða 6
28. júní 2013 Mikl aðsókn í nám í FG Vísa rúmlega 100 nemendum frá í ár Mun fleiri sóttu um skólavist í FG en komast að og þarf að vísa rúm- lega 100 nemendum frá skólanum í ár. Á bilinu 30-40 af þeim eru ný- nemar og 80 eru eldri nemendur. Kristinn Þorsteinsson, skóla- meistari FG segir að alltaf komi margar umsóknir frá ná- grannasveitarfélögunum: „ Það koma alltaf margar umsóknir úr Kópavogi og Hafnarfirði. Sérstak- lega á listabraut og íþróttabraut enda eru ekki slíkar brautir þar.” Í FG er boðið uppá vinsælt list- nám, fata- og textílhönnunarsvið, leiklistarsvið, myndlistarsvið og tónlistarsvið sem ekki er í boði í MK né Flensborg. Einnig er þar hönnunar- og markaðsbraut sem ekki er í boði í hinum skólunum tveimur. Flensborg býður uppá nám á íþróttabraut. Af 179 nýnemum sem teknir eru inn í ár koma 100 þeirra utan Garðabæjar. Hjólreiðastígur með- fram Reykjanesbraut Garðabær hefur gert samning við Vegagerðina um lagn-ingu göngu- og hjólreiðastígs meðfram Reykjanesbraut vestanverðri frá Molduhrauni við mörk Hafnar- fjarðar að Vífilsstaðvegi. Stígurinn verður um 2,3 km að lengd og er breidd hans 3,0 m. Áætl- aður kostnaður við verkið er um 70 milljónir króna sem skiptist jafnt á samningsaðila, þ.e. Vegagerðarinnar og Garðabæjar. 6 Kanna brottfall úr námi Bæjarstjórn Garðabæjar hefur sam-þykkt að fela skólaskrifstofu að kanna fjölda þeirra nemenda, yngri en 18 ára sem lokið hafa námi úr grunnskólum Garðabæjar og ekki eru innritaðir í neina framhaldsskóla á komandi vetri. Í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ verði síðan leitast við að tryggja viðkom- andi skólavist í skólanum enda óski viðkomandi nemandi þess. Það var formaður skólanefndar Páll Hilmarsson (D) sem lagði fram tillöguna. Í greinargerð með henni segir að innritun í alla framhalds- skóla landsins sé nú lokið og því eigi að liggja fyrir fjöldi þeirra nemenda úr Garðabæ sem af einhverjum ástæðum eru ekki innritaðir í neinn framhalds- skóla næsta vetur. Skólayfirvöldum í Garðabæ er umhugað um að hlúð verði að öllum nemendum í bænum en ekki bara þeim sem skara framúr, heldur líka að hugað sé að þeim nem- endum sem af einhverri ástæðu finna sér ekki farveg á framhaldsskólastig- inu. Tillagan var samþykkt eins og fyrr segir. Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af umferð við Kaplakrika og Molduhraun Skipulagsnefnd lýsir yfir áhyggjum af auknu umferðarálagi tengdri fyrirhugaðri uppbyggingu á íþróttasvæði FH á Kaplakrika. Í Skipulagsnefnd Garðabæjar var lögð fram skipulagslýsing vegna fyr- irhugaðra breytinga á deiliskipulagi Kaplakrika. Í ljós kemur að gert er ráð fyrir að byggingarmagn á íþróttasvæð- inu geti orðið 32.456 fermetrar en er í dag um 15.950 fermetrar. Slíkri stækkun fylgi tilheyrandi aukningumferðar og álagi á nánasta umhverfi sitt. Skipulagsnefnd telur að lýsing á svæðinu þurfi betur að greina frá því með hvaða hætti skal kynna tillögurnar og hafa samráð við hagsmunaaðila í næsta nágrenni s.s. rekstraraðila í Molduhrauni. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við lýsinguna en bendir á ákvæði skipulagslaga um að kynna skuli tillöguna fyrir aðliggjandi sveitarfélagi. Garðabær - skólamál Fjölbrautaskólinn og grunnskólar auka samstarf Bæjarstjórn Garðabæjar hefur sam-þykkt tillögu skólanefndar um að skóladeild bæjarins ásamt skólastjórum grunnskóla í Garðabæ verði falið að skoða möguleika á þróun fjölbreyttra námsleiða innan skólanna . Vinna á það í samstarfi við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ og atvinnulífið. GARÐABÆR Frá útskrift úr skólanum í vor. Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is RAFTÆKJAÚRVAL 15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 ÞvottahúsBaðherbergi Sérsmíði Pottaskápar Allar útfærslur friform.is INNRÉTTINGATILBOÐ 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL 22. JÚNÍ VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. VEGNA GÓÐRA UNDIRTEKTA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA MAÍTILBOÐ OKKAR UM 3 VIKUR. 25% til 5. júlí

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.