Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Qupperneq 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Qupperneq 8
8 28. júní 2013 Viðtal við Steinar Björgvinsson, nýjan framkvæmdarstjóra Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Hóf störf hjá Skógræktinni á fermingarárinu Steinar Björgvinsson er nýr fram-kvæmdarstjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hann hefur alltaf haft áhuga á náttúrunni og þá sérstak- lega gróðri og fuglum og ætlaði sér alltaf að verða fuglafræðingur. Steinar fæddist í Óðinsvéum í Dan- mörku árið 1968. Hann ólst upp að mestu leyti í Norðurbænum. „Móðir mín var dönsk en pabbi er Gaflari, ‘‘ segir hann. Steinar er garðyrkju- fræðingur, blómaskreytir og skóg- fræðingur að mennt. Hann starfaði áður meðal annars hjá Skógræktar- félagi Reykjavíkur, Fagrahvammi í Hveragerði, Garðshorni, Blómaval og Blómálfinum. Einnig hefur hann starfað erlendis. Frá árinu 2010 hefur Steinar verið fastráðinn hjá Skóg- ræktarfélagi Hafnarfjarðar og Gróðra- stöðinni Þöll. Steinar byrjaði í sumarvinnu hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar ferm- ingarárið sitt árið 1982 hjá Ólafi Vil- hjálmssyni afabróður sínum. „Hann hvatti mig til að fara í skóg- eða garð- yrkjunám, ‘‘ bætir hann við. Það var þó ekki fyrr en hann hóf störf hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem Steinar tók þá ákvörðun að skella sér í garðyrkjunám, eins og hann orðar sjálfur. „Fuglarnir eru svo bara áhuga- mál sem ég get jafnvel sinnt samhliða vinnu minni í skóginum og gróðrar- stöðinni, ‘‘ segir Steinar. Var örfoka land Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1946. „Á þessum tíma var uppland bæjarins meira og minna ör- foka land, ‘‘ segir Steinar. Hann segir að girða þurfti af alla ræktun vegna sauð- fjár. Því var ekki talað um skóga heldur girðingar. Skógurinn í Gráhelluhrauni var kallaður Gráhelluhraunsgirðing og Höfðaskógur bar nafnið Hval- eyrarvatnsgirðing. Steinar segir að það hafi verið fyrst í kringum 1980 sem uppland bæjarins var girt af og lausagöngu sauðfjár var hætt. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er eitt af aðildarfélögum Skógræktarfé- lags Íslands og segir Steinar að félagið sé annað fjölmennasta skógræktarfélag landsins með um 850 félaga. „Sérstaða okkar felst meðal annars í því að fé- lagið rekur sína eigin gróðrarstöð sem einkahlutafélag. Gróðrarstöðin Þöll framleiðir og selur allar hugsanlegar tegundir trjáa og runna í garða, sum- arhúsalóðir og til skógræktar. ‘‘ Félagið hefur vaxið og dafnað Helsta hlutverk félagsins er að Steinars sögn að skapa og sinna útivistarsvæð- inu í upplandi bæjarins. Einnig að sinna hvers kyns fræðslu um náttúr- verndarmál og skógrækt. „Markmið okkar er að skapa hér eitt allra besta útivistarsvæði landsins þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gildi góðs útivistarsvæðis í nágrenni byggðar er ómetanlegt. ‘‘ Steinar bendir einnig á að rannsóknir sýna að útivist í grænu og rólegu umhverfi hefur góð áhrif á líkama og sál. „Við sjáum að aðsókn fólks í skóginn eykst ár frá ári. Úti- leiktæki, upplýsingaskilti, fjölbreyttur og heilbrigður skógur eru þættir sem við munum meðal annars vinna að á næstu árum. ‘‘ Steinar tók við stöðu framkvæmdar- stjóra af Hólmfríði Finnnbogadóttur sem starfað hefur hjá félaginu í 33 ár og gegnt stöðu formanns og fram- kvæmdarstjóra um langt skeið. Í stjórnartíð hennar tók öll aðstaða í Höfðaskógi stakkaskiptum. Þegar hún tók við var félagið með tvo litla verkfæraskúra á sínum snærum en nú hefur félagið tvö hús til umráða, Höfða og Selið. „Ég tók við góðu búi ef svo má segja af Hólmfríði, ‘‘ segir Steinar. „Félagið hefur vaxið og dafnað og við höldum því góða starfi áfram. Hlutirnir breyt- ast og það koma alls kyns verkefni inn á borð hjá okkur eða inn í skóg réttara sagt. ‘‘ Steinar segir að gagnlegt væri að gera rannsókn á fjölda gesta sem heim- sækja skóginn. Einnig hvað það er sem þeir sækjast eftir og hvað mætti betur fara. „Þannig fær maður leiðbeiningar, ‘‘ segir hann. „Við teljum okkur samt sem áður vera í ágætu sambandi við hinn almenna notanda enda erum við alltaf til staðar í bækistöðvum félagsins í Höfðaskógi við Kaldárselsveg. ‘‘ Leggja þarf aukna áherslu á grisjun Steinar segir að leggja þurfi aukna áherslu á grisjun skógarins enda margir trjálundirnir orðnir býsna háir og þéttir. Auk þess þarf að bæta merk- ingar og koma upp upplýsingaskiltum um gönguleiðir og þess háttar eins og fram hefur komið. Steinar segir að grunnskólarnir heimsæki skógræktina á vorin og allir grunnskólar bæjarins hafa sína eigin landnemaspildu þar sem gróðursett er og hlúð að gróðrinum. Í sumar verða stígar yfirfarnir og einhverjir nýir lagðir. Steinar vonast til að gróðursett verði í sumar en undanfarin sumur hafa verið svo þurr að lítið hefur verið hægt að gróðursetja. „Við erum svo heppin að fá að njóta starfskrafta frá Landsvirkjun og Vinnuskóla Hafnar- fjarðar yfir sumarmánuðina. Þetta vinnuframlag skiptir sköpum fyrir félagið. ‘‘ Í Höfðaskógi er heilmikið trjáasafn að sögn Steinars þar sem gefur að líta á þriðja hundrað mismunandi tegundir trjáa og runna. Einnig er þar rósasafn sem unnið hefur verið í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands. Á heimasíðu félagsins, skoghf.is má finna alls kyns upplýsingar um félagið. Þar er einnig dagskrá félagsins yfir árið. LHÞ „Ætlaði alltaf að verða fuglafræðingu! segir Steinar Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Mynd: Þórður Ingi Steinar hefur starfað lengi í skógræktar og blómaskreytingargeiranum. Mynd: Þórður Ingi

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.