Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Blaðsíða 8
8 20. september 2013
Harðfiskur Gullfisks í Hafnarfirði:
Hollur og magur
millibiti, laus við
öll aukaefni og
viðbætt salt
Fyrirtækið Gullfiskur var stofnað í byrjun árs 1990 og fyrstu árin var fyrirtækið staðsett í
Breiðadal í Önundarfirði. Til að byrja
með voru allar afurðir fyrirtækisins
þurrkaðar í hjöllum í Breiðadal og
var uppistaða framleiðslunnar ýsa og
steinbítur. Árið 1999 flutti fyrirtækið
í glæsilegt húsnæði að Eyrartröð 11 í
Hafnarfirði og hafist var handa við að
þróa og hanna sérstaka þurrkklefa sem
þurrkað gæti fiskafurðir sem stæð-
ust ströngustu gæðakröfur. Samhliða
þróun klefanna framleiddi Gullfiskur
harðfisk fyrir innanlandsmarkað,
bæði ýsu og steinbít. Árið 1999 voru
klefarnir gangsettir og jafnframt var
hafist handa við að þróa nýja vöru-
línu sem samanstóð af þurrkuðu fisk-
snakki. Fyrstu pokarnir litu dagsins
ljós síðla árs 1999 og frá þeim tíma
hafa Gullskífurnar frá Gullfiski verið
vinsælar.
Allur fiskur sem verkaður er í Gull-
fiski er keyptur á fiskmörkuðum. Lögð
er höfuðáhersla á að kaupa nýjan línu-
fisk og þá sérstaklega frá Vestfjörðum
og Snæfellsnesi. Til að fá sem best
hráefni er einungis keyptur undir-
málsfiskur, en stærð fisksins skiptir
máli við þurrkun og einnig bragðgæði.
Fiskurinn sem keyptur er kemur til
vinnslu daginn eftir kaupin og er hann
þá strax fullunninn. Fiskurinn er flak-
aður og síðan roðflettur, ef þurrka á
roðlausa ýsu og að síðustu er honum
raðað á sérstakar þurrkgrindur.
Grindunum er loks komið fyrir í
frysti og þaðan fara allar grindurnar
í þurrkklefann. Meðalþurrktími er í
kringum 4-6 sólarhringar.
Frá því að þurrkklefarnir voru
gangsettir hefur stöðug vöruþróun
verið í gangi í fyrirtækinu. Með til-
komu klefanna hefur svigrúm fyr-
irtækisins aukist mikið hvað varðar
vöruþróun og nú þegar er verið að
leggja lokahönd á vöruþróun þurrk-
aðra sjávarafurða sem bætast við
vörulínu fyrirtækisins. Á fyrri hluta
ársins 2000 hófst útflutningur á þurrk-
uðum afurðum fyrirtækisins. Hefur
sókn á nýja markaði gengið sam-
kvæmt áætlun og í hverjum mánuði
hefur útflutningurinn aukist jafnt og
þétt. Gullfiskur er ungt og framsækið
fyrirtæki sem hefur á að skipa góðu
starfsfólki, hátæknibúnaði til nota
við þurrkun matvæla og þjónustu-
hlutverki sem miðar að því að sinna
þörfum viðskiptavina til fullnustu.
Valitor flytur
starfsemi sína af
Laugarveginum
í Dalshraunið
Valitor, stærsta greiðslu-lausnafyrirtæki landsins, flytur höfuðstöðvar sínar frá
Reykjavík til Hafnarfjarðar í haust,
en verktaki á að vera búinn að skila
sínu verki 1. október nk. Valitor og
Reitir fasteignafélag hafa í þessu skyni
undirritað langtíma leigusamning
um rúmlega 3.500 fermetra húsnæði
við Dalshraun 3 í Hafnarfirði. Um er
að ræða þrjár efstu hæðirnar í þessari
nýbyggingu sem mun hýsa nýjar höf-
uðstöðvar Valitor hér á landi í fram-
tíðinni. Núverandi höfuðstöðvar eru
á Laugavegi 77 en auk þess rekur
fyrirtækið starfsstöð í Danmörku
og opnar á næstunni skrifstofu í
London. Starfsmenn Valitor eru um
160 talsins.
Umsvif Valitor hafa aukist verulega
á síðustu árum og verður nýtt aðsetur
sniðið að nýjum áherslum í þjónustu
og vöruþróun en hlutverk Valitor
er að skapa viðskiptavinum sínum
ný tækifæri í krafti framúrskarandi
tæknilausna. Dalshraun 3 er glæsileg
nýbygging með góðu aðgengi og rúm-
góðum húsakynnum sem verða inn-
réttuð að nútímakröfum um vistvænt
og hvetjandi starfsumhverfi. Byggingin
stendur við hlið Actavis hússins við
fjölfarin gatnamót en báðar þessar
eignir eru í eignasafni Reita. Á næstu
mánuðum munu Reitir fullklára
húsið og laga að þörfum Valitor. Sú
byggingarframkvæmd er ein sú um-
fangsmesta sem vitað er um að ráðist
verði í á þessu svæði næstu misserin.
Á efri hæðum þessa glæsilega húss reita við Dalshraun 3 verður starfsemi
Valitors.
séð yfir vinnslusal Gullfisks, en þar starfa um 15 manns.
tryggvi tryggvason, framkvæmdastjóri og Halldór Halldórsson, fjármálastjóri
Gullfisks.
Lifandi grafík!
Stríðsárin á Íslandi voru sér-kennileg að mörgu leiti. Hingað kom breskur her, og síðan am-
erískir dátar, og settust niður um allt
land. Minjar um þessa tíma má enn
finna víða, líklega helst úti á landi, en
einnig hér á höfuðborgarsvæðinu, þó
þeim stöðum fari fækkandi. Þessar
stríðsminjar eru stundum notaðar
til að teikna á, grafíklistin grípur
suma heljartökum, og stundum fá
viðkomandi útrás þar sem engum er
þægð í því. Þetta sérkennilega grafík
er á vegg skammt suður af Hrafnistu
í Hafnarfirði, við Ljósuklif, og ætti
ekki að trufla sálarró neins, eða hvað?